Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Athyglisvert ákvćđi um nektarsund
Ţetta er skemmtileg umfjöllun um nektarsund o.fl. skrýtin ákvćđi í lögreglusamţykktum víđs vegar um höfuđborgarsvćđiđ - og vil ég ţví rifja upp ţessa aprílgabbhugleiđingu mína frá í fyrradag um neytendaflöt á berbrjósta sundgestum.
![]() |
Dulargervi og nektarsund bannađ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Stimpilskattur mismuni ekki viđ endurfjármögnun
Brýnna ţykir mér ţó ađ afnema mismun stimpilgjalda viđ endurfjármögnun - eftir ţví hvort lánveitandi er nýr eđa sá sami, eins og segir frá hér um ţessa tillögu mína til fjármálaráđherra í tengslum viđ loforđ um umrćddar breytingar. Rökin eru ţau ađ neysluskattar og ađrir skattar eigi ekki ađ draga úr samkeppni - eđa eins og segir m.a. í tillögunni:
Ég tel augljóst ađ tilvitnađ lagaákvćđi sé óbreytt til ţess falliđ ađ hafa hamlandi áhrif á samkeppni á milli ţeirra sem veita neytendum veđlán til fjármögnunar á íbúđarhúsnćđi og ađ afnám ţess vćri ţví til úrbóta fyrir neytendur. Ég tel einnig ađ óbreyttu ađ lagaákvćđiđ kunni ađ brjóta gegn hagsmunum og réttindum neytenda enda er samkeppni ónóg á ţessum markađi.
Sjá hér um frétt RÚV rétt í ţessu um inntak breytingar á stimpilgjöldum. Formlegt svar hefur ekki borist talsmanni neytenda frá fjármálaráđuneytinu.
![]() |
Óttast stíflu á fasteignamarkađi fram til 1. júlí |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Miđvikudagur, 2. apríl 2008
Jábrćđur og neisystur
Ég er hugsi yfir brotthvarfi Magnúsar Péturssonar. Ég var reyndar - og er - stundum ósammála honum um ađ réttaröryggi opinberra starfsmanna sé of mikiđ eins og hann nefndi sem einn stćrsta vanda opinberrar starfsemi í Kastljósi í kvöld. Magnús tók viđ sameinuđum landspítala skömmu eftir ađ ég varđ framkvćmdarstjóri Bandalags háskólamanna í árslok 1998 og ţar međ flestra stéttarfélaga heilbrigđisstarfsmanna.
Ég er m.ö.o. hugsi yfir brotthvarfi Magnúsar úr forstjórastóli Landspítala eins og ég reyndi ađ koma ađ í ţćttinum Vikulokin á Rás 1 15. mars sl. (sem er farinn af vefnum) ţar sem heilbrigđis- og efnahagsmál voru rćdd ítarlega á kostnađ neytendamála. Enginn, sem ég ţekki, deilir um ađ Magnús er sjentilmađur og fagmađur; hann hefur ekki ađeins notiđ virđingar sem forstjóri stćrstu ríkisstofnunar Íslands.
Viđ Magnús vorum hins vegar ósammála um a.m.k. ţetta:
Á ađ tryggja starfsöryggi opinberra starfsmanna - hárra sem lágra - eđa á reglan ađ vera ađ makka rétt eftir (pólitíska) yfirmanninum? Ég held ađ borgarar, neytendur, skattgreiđendur o.s.frv. ţessa lands eigi rétt á ađ ráđherrar ráđi ekki öllu - heldur fyrst og fremst stefnunni og stjórnarskrárbundnu frumkvćđi ađ löggjöf. Sama gildir ađ mínu mati um stjórnendur gagnvart samstarfsfólki.
Ég lít svo á ađ viđ embćttismenn og forstjórar störfum í ţágu almennings samkvćmt lögunum, sem ráđherrar hafa forgöngu um ađ Alţingi setji. Viđ störfum ekki í ţágu ráđherra og pólitískra markmiđa ţeirra; ţeir hafa - bćđi samkvćmt stjórnarskrá og í raun - stöđu til ţess ađ koma stefnu sinni - ekki bara á framfćri heldur einnig - í framkvćmd. Ţeir sem framkvćma - eđa sinna eftirliti og ađhaldi - eru embćttismenn, forstjórar og ađrir opinberir starfsmenn. Ađ grafa undan ţessu er ađ grafa undan grundvelli íslenska stjórnkerfisins. Um ţetta eru margir forstjórar ósammála mér.
Ţrjár megintegundir stofnana eru til á Íslandi:
- Ţjónustustofnanir, svo sem Landspítali - háskólasjúkrahús, Menntaskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands.
- Stjórnsýslustofnanir, svo sem Neytendastofa, húsafriđunarnefnd og Póst- og fjarskiptastofnun.
- Sjálfstćđar eftirlits- og ađhaldsstofnanir á borđ viđ umbođsmann Alţingis, Ríkisendurskođun, talsmann neytenda og Samkeppniseftirlitiđ.
Mikilvćgt er ađ stofnanir og embćtti í 2. og 3. flokki njóti sjálfstćđis.
Auđvitađ má enginn "undirmađur" vinna gegn "yfirmanni" en ég verđ ađ upplýsa ađ besta samstarfsfók mitt ţegar ég var stjórnandi á litlum vinnustađ voru ţeir starfsmenn sem sögđu mér ţegar ţeir voru ósammála mér - ţeir vissu jú oft betur, ţó ađ ég réđi stundum ef á skyldi reyna. Nćstbest var ađ mínu mati starfsfólkiđ sem samţykkti - og framkvćmdi - stefnuna, sem viđ rćddum á vikulegum starfsmannafundum. Verst fannst mér ţegar starfsmađur sagđi já - en skildi ekki, meinti ekki eđa samţykkti ekki.
Miđvikudagur, 2. apríl 2008
Ég held ég hjóli heim
Ég komst nú ekki í biđrađirnar síđdegis í dag vegna funda og líkamsrćktar - sem ég mat meira en afsláttinn af ţeim fimmtungi tanks, eđa svo, sem uppá vantađi. Reyndar náđi ég ađ vinna heima í morgunsáriđ međan Hafnarfjarđarvegur var stíflađur viđ Hamraborgina. Nú vil ég hins vegar taka undir međ Valgeiri Guđjónssyni í laginu góđa međ smá umritun - sem ég vona ađ mér leyfist, međ fullkomnum fyrirvara og tilvísun - ţví
ég held ég hjóli heim, held ég hjóli heim
- á morgun (ef Guđ og veđur leyfir); ţađ er "privat" afstađa mín, sbr. athyglisvert sjónarhorn hér í síđdegisútvarpi Rásar 2 í dag.
Svo má reyndar líka taka undir međ höfundinum í sama lagi: "Ţett'er búiđ ađ vera eitt brjálćđislegt geim."
Afstöđu talsmanns neytenda má sjá hér.
![]() |
N1 veitir 25 króna afslátt á eldsneytisverđi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţriđjudagur, 1. apríl 2008
Nei, en ég "sat" apríl - ţannig ađ brjóstin höfđu óbeint áhrif
Sjá hér um áhrif besta apríl-gabbsins á mig, hér um frétt sem var ekki aprílgabb og hér um misheppnađ forskot mitt á sćluna. Og hér um önnur helstu göbbin.
![]() |
Varstu gabbađur í dag? |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţriđjudagur, 1. apríl 2008
Brjóst á berangri - hvar, hvenćr og hvernig ber!
Mér finnst ekki sanngjarnt - eins og sumir bloggarar hafa gert í dag - ađ ljóstra upp um aprílgabb áđur en ţau eru um garđ gengin eđa hafa náđ áhrifum; ţess vegna beiđ ég fram á kvöld međ ađ blogga um ţetta besta aprílgabb dagsins - sem ég hef séđ. Ađ vísu hef ég ekki enn séđ fréttir eđa blogg um ađ ţetta sé aprílgabb en í vissu minni um ţađ lét ég í raun gabbiđ hafa áhrif á mig - ég sat apríl, en hljóp ekki apríl!
Ég er alltaf međ sunddót í bílnum og á kort í flestar sundlaugar á suđvesturhorninu og fer gjarnan í pottinn í ţeirri laug sem ég er nćst staddur. Síđdegis í dag átti ég fund í vesturborginni og hefđi komiđ til greina ađ fara í mína gömlu heimalaug, Vesturbćjarlaugina, í tengslum viđ fundinn; af ótta viđ ađ vera myndađur á leiđ úr lauginni eins og aprílgabbađur syndaselur lét ég Kópavogslaugina duga.
Viđ ţetta skemmtilega aprílgabb, sem mátti sjá víđar á blogginu, rifjađist upp fyrir mér ágćtis blogg (sem ég tek undir) ofurbloggara sama dag og ég byrjađi ađ blogga fyrir tveimur vikum síđan og athugasemdir viđ ţađ um synjun viđ sćnskri brjóstaberun í sundi en athugasemdir viđ ţá frétt hljóta ađ slá met (taldi ţá um 40).
Enda ţótt ég ţykist vera feministi virđist mér ţarna of langt gengiđ í "jafnréttisbaráttu."
Ţó ađ tilvísađar athugasemdir viđ bloggiđ og fréttina segi eiginlega allt sem segja ţarf vil ég freista ţess ađ slá botninn í ţetta međ ţví ađ bćta viđ ađ ţetta mál er afstćtt eins og fleiri; ţađ er ekki sama hvenćr, hvar, hvernig o.s.frv. - t.d. hvort um er ađ rćđa brjóst í svefnherbergi, á sólarströnd, í sundi, brjóstagjöf á brautarstöđ - eđa franska forsetafrú. Svo skiptir máli afstađan milli fólks - er um ađ rćđa hjón eđa tvo neytendur!
M.ö.o. eru sundlaugargestir - neytendur - á Íslandi ekki vanir ţví ađ brjóst séu beruđ á "berangri" allan ársins hring. Ţó ađ ţađ hafi vitaskuld tíđkast í góđviđrinu sem ávallt var í sundlaug Akureyar - uppi í sólarbekkjabrekkunni - er ekki ţar međ sagt ađ hiđ sama eigi viđ í suddanum sunnanlands. (Skyldi einhver efast um réttmćti ţess ađ ég geri greinarmun á landshlutum minni ég á ađ mismunun eftir búsetu er ekki bönnuđ "berum" orđum í stjórnarskránni, 65. gr.) Ég er ansi hrćddur um ađ jafnvćgiđ myndi raskast í hópi sundlaugarneytenda - bćđi til og frá og jafnt međal karla og kvenna - ef konur fćru ađ mćta ţar berar ađ ofan.
Ţriđjudagur, 1. apríl 2008
Aprílgabb í garđ háskólafólks?
Í dag hittist í fyrsta skipti tvíhöfđanefnd forsćtisráđherra um ţróun Evrópumála; ţar eiga sćti fulltrúar allra stjórnmálaafla, atvinnurekenda og launafóks - eđa hvađ? Ţau tćpu sjö ár sem ég var framkvćmdarstjóri Bandalags háskólamanna (BHM) leit ég ađ vísu svo á - og hegđađi mér eftir ţví - ađ BSRB vćri eins og eldra systkini í hópi samtaka opinberra starfsmanna gagnvart hinu opinbera og ASÍ vćri stóri bróđir. Auđvelt var líka ađ finna mál ţar sem ASÍ sýndi marktćka forystu fyrir launafólk í landinu. Sama gilti um BSRB í réttindum opinberra starfsmanna. BHM tók síđan forystu í einstökum málum - svo sem fćđingarorlofi - m.a. fyrir karla, í ţágu kvenna og barna á nýjum tímum.
Ţví naut stuđnings sú afstađa ađ sýna hollustu í samstöđu launafóks gagnvart atvinnurekendum.
Á Íslandi eru sem sagt ţrjú heildarsamtök launafólks, ţ.e. samtök stéttarfélaga; í ţví felst ađ í ASÍ eru stéttarfélög innan landssambanda og stéttir á borđ viđ rafiđnađarmenn, verslunarfólk og verkafólk, í BSRB eru bćđi lögreglumenn, sjúkraliđar og félagsmenn stćrsta stéttarfélags ríkisstarfsmanna, SFR, - og í BHM eru t.d. bćđi yfir 2.000 hjúkrunarfrćđingar, viđskiptafrćđingar, sálfrćđingar og félagsvísindamenn. O.s.frv.
Ţađ tókst ađ fá ađild BHM viđurkennda ađ stjórn Vinnueftirlits ríkisins - međ lögum - og ađ einstaka nefnd, sem skipađ er í samkvćmt lögum eđa ákvörđun ráđherra - svo eitthvađ hefur ţetta ţokast.
Nú er ţetta ađ vísu ekki beinlínis neytendamál, sem ég blogga ađallega um, en mér svíđur ađ ţessi stóri hópur launafóks skuli ekki viđurkenndur. Auk ţess er ţetta óbeint eitt stćrsta hagsmunamál íslensks launafólks og neytenda. Hvers eiga háskólamenn ađ gjalda ađ ţeir eigi ekki fulltrúa í nefnd forsćtisráđherra um Evrópumál sem kemur saman í fyrsta skipti í dag, 1. apríl? Ţetta er vćntanlega aprílgabb!
![]() |
Nefnd um ţróun Evrópumála hélt fund međ ráđherrum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Mánudagur, 31. mars 2008
Er heimsendir í nánd?
Hef ég misst af einhverju? Ég hef ađ vísu - ađ vanda - reynt ađ fylgjast vel međ fréttum - bćđi innlendum og erlendum, sérstaklega undanfariđ. Rétt í ţessu heyrđi ég hins vegar óvćnt auglýsingu í sjónvarpinu í miđju Kastljósi um ađ viđ ćttum ađ taka ţátt og greiđa einhverja Heimsenda-gíróseđla. Eru Seđlabankinn og önnur stjórnvöld ekki ađ standa sig? Hefur eitthvađ gerst í bankamálum međan ég skrapp í líkamsrćkt? Eđa er ţetta einhver smitun frá rússneska sértrúarfólkinu í hellinum?
Mánudagur, 31. mars 2008
Matadorpeningar; spilinu lokiđ?
Undanfariđ hafa ţeir sem vita betur og valdiđ hafa (eđa eiga ađ hafa annađ hvort eđa bćđi), beint eđa óbeint, veriđ ađ stađfesta međ orđum og gerđum ţađ sem mér hefur fundist alllengi. Mér hefur fundist eins og ég sé í Matadorspili. Vandinn viđ spiliđ, sem ég haft svo gaman af, er ađ ţađ sem mađur kaupir og á af peningum í Matador virkar ekkert utan leiksins.
Verra er ađ undanfariđ hefur mér ekki liđiđ eins og ég sé spilari; ég er bílinn! Einhverjir ađrir kasta teningunum.
Betra er hins vegar ađ ţessir ofangreindu - ţeir sem vita og ráđa - eru ekki bara búnir ađ átta sig á ţessu; ég sé á veffréttum (ekki véfréttum) og umfjöllun og öđrum teiknum undanfarna sólarhringa ađ ţeir (og sem betur fer í einhverjum tilvikum ţćr) ćtla ađ gera eitthvađ í ţessu. Mótleikarinn er mćttur. Ég vona ađ launafólk og neytendur fái innan tíđar ađ spila međ - en verđi ekki bara leiksoppar.
![]() |
FME rannsakar árásir á krónuna |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Sunnudagur, 30. mars 2008
Úps! Ég ćtlađi ekki ađ vera sannspár. Endurtekur "hvítakjöts"máliđ sig nú?
Međ ţessari fćrslu um ţörf á nýju "skinkumáli", sem ég rakti í ţessari fćrslu, ćtlađi ég ađeins ađ árétta upprifjun mína á rúmlega 14 ára gömlu lögfrćđilegu skólabókardćmi um ađ skýr lagaregla - t.d. um frjálsan innflutning á landbúnađarvörum - ţarf beina undantekningu í lögum (en ekki lögskýringargögnum) til ţess ađ meginreglan eigi ekki viđ. Fyrri fćrslan kom í kjölfar umfjöllunar um áhrif löggjafar - sem eru metin í áhrifum en ekki mćld eftir lengd eđa ţyngd - t.d. eins og kjúklingar og svínakjöt sem máliđ er nú aftur fariđ ađ snúast um!
M.ö.o. virđist mér ađ sagan frá ţví fyrir hálfum öđrum áratug, sem stuttlega er rakin í fćrslu minni á annan á páskum - fyrir 6 dögum síđan, sé ađ endurtaka sig, ţ.e. ađ
- neytendur gjalda enn háu verđi (m.a.) fyrir landbúnađarstefnu Íslands,
- stjórnarflokkanir tveir eru annars vegar sá sami og hins vegar arftaki hins,
- ráđherrar landbúnađar og utanríkismála virđast deila um hvort vernda eigi landbúnađ og innlenda framleiđslu áfram međ lítt breyttum hćtti eđa hvort hleypa eigi lífi í innflutning og samkeppni, neytendum til hagsbóta.
Eru fleiri líkindi - eđa ólíkindi - sem lesendur sjá?
Vonandi leysa stjórnmálin ţetta skinku- og kjúklingamál en ekki dómstólar eins og síđast. Dómstólarnir leystu máliđ ţá - ađ mínu mati - vel, bćđi lögfrćđilega og neytendapólitískt, ef svo má segja. Dómstólar leystu fyrra "hvítakjöts"máliđ líka fljótt (međ ţá nýlegri lagaheimild til flýtimeđferđar, ef ég man rétt). Ţá unnu neytendur óbeint fyrir Hćstarétti en töpuđu í hérađi og á ţingi í kjölfariđ. Ég vćnti ţess ađ sú saga endurtaki sig ekki.
Fljótt og vel; ekki "hćgt og hljótt!"