Bótaskylda viđurkennd vegna brots á jafnrćđi neytenda

Nú - einu ári og einum degi eftir neyđarlögin - fellur loks fyrsti efnisdómurinn (og ţađ ađeins á fyrra dómstigi) um afleiđingar og ađdraganda hrunsins og tengdra atvika; neytendur sjálfir (og ađrir tjónţolar) ţurftu ađ reka ţetta mál en opinberir ađilar komu ţar lítiđ nćrri - sem ađ mínu mati sýnir ađ áriđ hefur ekki veriđ nćgilega vel nýtt af til ţess bćrum ađilum!

 

Auk ţess fellst dómurinn ađeins á svokallađa viđurkenningarkröfu (varakröfu í málinu) en í ţví felst ađ ef ekki verđur samkomulag um útreikning til uppgjörs tjóninu, sem dómurinn fellst á ađ bćta skuli, getur ţurft annađ dómsmál um útreikning tjónsins eins og reyndar er fremur algengt í skađabótamálum.

 

Án ţess ađ ég hafi gefiđ mér tíma til ađ greina dóminn í smáatriđum má hér greina meginrökin í forsendum fjölskipađs hérađsdóms sem eru:

 

ađ á ţađ er fallist međ [neytanda] ađ hlut­deildar­skírteinishöfum hafi veriđ mismunađ í ađdraganda ađ lokun sjóđsins 6. október 2008 eftir ţví hvort ţeir innleystu hlutdeild sína eđa ekki. 

 

Mismununin fól í sér brot gegn jafnrćđi sjóđfélaga sem skylt var ađ mati dómsins ađ gćta ađ.

 

Ţeir, sem innleystu hlutdeild sína frá 10. september 2008 til lokunar 6. október s.á., fengu of hátt verđ fyrir eignarhlut sinn í sjóđnum sem leiddi til ţess ađ eign ţeirra, sem eftir sátu, rýrnađi ađ sama skapi. 

 

Međ ţessu bökuđu Landsvaki og Landsbankinn sér bótaskyldu gagnvart neytandanum sem var međal ţeirra sem höfđuđu mál. Fróđlegt verđur ađ sjá hvađa afstöđu Hćstiréttur tekur ef málinu verđur áfrýjađ - svo og hvernig neytendum og öđrum tjónţolum gengur ađ innheimta kröfur sínar.

 

Ég tek fram ađ ćttingi minn var skamma hríđ, töluvert eftir hruniđ og tjóniđ, forsvarsmađur Landsvaka.


mbl.is Bótaskylda Landsvaka viđurkennd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríđur Bjarnadóttir

Ţetta er ţó fyrsta hćnuskrefiđ sem vonandi stćkkar á síđari stigum.

Hólmfríđur Bjarnadóttir, 8.10.2009 kl. 00:01

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Viđ skulum vona ađ dómar taki á nćstu mánuđum í meira mćli tillit til neytendaverndar.

Ţú getur nú huggađ ţig viđ, ađ mađur velur sér vini en ekki fjölskyldu.

Marinó G. Njálsson, 8.10.2009 kl. 16:03

3 Smámynd: Gísli Tryggvason

Rétt; Hólmfríđur. Vonandi Marinó; lokaorđin hafđi ég međ til ađ útiloka tortryggni en tel ađ ekkert sé upp á hans störf ađ klaga hjá Landsvaka enda vann hann ađ endurreisn löngu eftir hrun, tjón og uppgjör til tjónţola!

Gísli Tryggvason, 8.10.2009 kl. 19:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband