Fćrsluflokkur: Spaugilegt

Ekki óbeinar auglýsingar hjá mér

Ég hef lengi - jafnvel áđur en ég var skipađur talsmađur neytenda - veriđ viđkvćmur fyrir ţví ađ vera (jafnvel fyrir mistök) talinn auglýsa - óbeint - tiltekin fyrirtćki; kannski er ţessi viđkvćmni mín "ćttuđ" frá ţví ađ ágćtur iđnađarmađur, sem ég vann međ á unglingsárum, gerđi grín ađ mér fyrir ađ eyđa meira en dagskaupi í ómerkilegan bol - sem auk ţess bar áletrun sem var ekkert annađ en auglýsing fyrir eitthvert tískumerki. 

 

Ţessi viđkvćmni mín fékk spauglegar afleiđingar í fyrra - í báđum tilvikum í ágúst.

 

Í öđru tilvikinu - sem ég á međfylgjandi mynd viđ - var ég á leiđ á Austurvöll eftir hátíđarhöld samkynhneigđra enda gott veđur og ég barnlaus ţá helgi og hafđi ekkert betra ađ gera en ađ njóta lífsins í góđviđrinu ţann dag - en missti reyndar af göngunni sjálfri enda var ég óvenju seinn og bíllaus og vildi koma viđ í sundi. Ég átti, ađ ţví er virđist, ađeins einn hreinan bol og hann var merktur fjármálafyrirtćki sem ég var í viđskiptum viđ á háskólaárunum. Ég taldi mig ekki geta veriđ ţekktur fyrir ţađ, sem talsmađur neytenda, ađ mćta í bol merktum fyrirtćkinu eftir sundiđ. Ţví var mitt fyrsta verk í miđborginni ţennan sólríka dag ađ fara í verslun og kaupa nćsta tiltćkan bol ţar - rúnum skrýddan eins og sést kannski á myndinni undir gay-hálsbandinu sem vinkona mín hengdi á mig.

 

Hitt atvikiđ get ég kannski upplýst um síđar ef finn myndefni viđ ţađ.DSC05171


Hallelúja - ţví ég ruglađist á Guđshúsum

Ekki svo ađ skilja ađ ég  hafi sótt mosku eđa synagógu í morgunsáriđ enda veit ég reyndar ekki hvort - eđa hvar - slík tilbeiđsluhús er ađ finna á Íslandi ennţá (og hefđi ég ţá vćntanlega ritađ lokaorđiđ í fyrirsögn ţessarar fćrslu međ litlum staf). Nei, ég hugđist í anda athugasemda viđ ţessa fćrslu og í tilefni 25 ára fermingarafmćlis míns nú í mars prófa ţađ í fyrsta skipti á ćvinni ađ fara í messu kl. 8 á páskadagsmorgun í minningu kvennqanna sem vitjuđu tómrar grafar Jesú á páskadag. Alveg síđan ég bađ móđur mína ađ fara međ mig í kirkju í kringum 6 ára aldurinn til ţess ađ syngja sálma hefur mér ţótt gaman ađ syngja, bćđi sálma og annađ; kannski ćtti ég loks ađ láta verđa af ţví ađ ganga í kirkjukór - en hvađa kirkjukór?

 

Ţá hafđi ég góđa reynslu af ţví ađ hafa fyrsta sinni reynt aftanmessu á ađfangadag í fyrra og hafđi nú aftur mćlt mér mót viđ foreldra mína í messu - í fermingarkirkju móđur minnar, Laugarneskirkju. Ég vaknađi ţví óvenju snemma og borđađi síđan létt í ljósi ţess ađ bođiđ vćri upp á árbít eftir messu. Ég fann kirkjuna furđu fljótt miđađ viđ ađ hún er í eina hverfinu í Reykjavík ţar sem ég missi alltaf áttir - sennilega vegna ţess ađ ekki sést til fjalla sem ég get miđađ viđ eins og ég er vanur norđan úr Eyjafirđi.

 

Ég taldi mig nokkuđ góđan ađ mćta innan viđ fimm mínútum of seint eftir greiđan akstur í morgunsáriđ en sá ekki foreldra mína og settist ţví til ađ byrja međ framarlega í kirkjuna; skömmu síđar rann upp fyrir mér ljós. Ég hafđi - svefndrukkinn en sennilega ekki vegna óstundvísi eđa óratvísi - ruglast á kirkjum međ sama upphafsstaf. Ég var mćttur í fermingarkirkju fyrrverandi konu minnar, Langholtskirkju.

 

Ekki var ég svikinn og auđvitađ fannst mér ég ekki á röngum stađ enda messađi séra Jón Helgi Ţórarinsson vel og Kór Langholtskirkju er jú einn sá fremsti undir stjórn Jóns Stefánssonar og međ fallegum einsöng Ólafar Kolbrúnar Harđardóttur. Í lokin - eftir altarisgöngu - nutum viđ svo afar fallegs kórsöngs: Hallelújakórinn úr Messías eftir Händel (eđa Handel eins og stendur í úthendinu).

 

Svo var mjög gott súkkulađi og fínt međlćti á eftir; í kjölfariđ mćtti ég í fyrsta skipti fyrstur í sund.

 

 Gleđilega páska.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.