Ójafnræði gagnvart eignarformum og skuldavandi heimilanna

Fréttin staðfestir löngu fram komna umræðu um ójafnræði milli aðgerða í þágu þeirra sem áttu fé í sjóðum (og bönkum) og gagnvart íbúðareigendum og skuldurum neytendalána.

 

Þó að ég hafi fyrir tæpu ári tekið frumkvæði sem talsmaður neytenda að því að aðstoða neytendur, sem töpuðu fé í peningamarkaðssjóðum, við að ná rétti sínum - bæði gagnvart bönkum og skattyfirvöldum - hef ég ekki notað jafnræðisrök til stuðnings tillögum um frekari aðgerðir og endanlegar lausnir gagnvart skudavanda heimilanna. Ástæðan er sú að ég hef einskorðað mig við lagaleg sjónarmið - sem halda mætti fram fyrir dómi (eða gerðardómi eins og ég hef lagt til við stjórnvöld og síðar kröfuhafa); í lögfræði er almennt talið að ójafnræði til ívilnunar í þágu eins aðila eða hóps geti ekki rennt lagalegum stoðum undir sambærilega kröfu annars aðila eða hóps. Slík rök hafa hins vegar - og geta væntanlega - notað þeir sem starfa í þágu hagsmunaaðila á pólitískari grunni en ég sem embættismaður með lögbundið hlutverk.

 

Í þessu sambandi má einnig nefna að í hrunvikunni milli yfirtöku Glitnis 29. september 2008 og neyðarlaganna viku síðar, 6. október sl., leitaðist ég við að upplýsa neytendur um rétt þeirra samkvæmt lögum um innistæðutryggingar o.fl. og takmarkanir hans og ráðleggja þeim almennt vegna þeirra takmarkana. Síðan hafa stjórnvöld ítrekað sýnt í verki að og lýst yfir að í gildi sé ótakmörkuð ábyrgð á innistæðum í bönkum - án þess þó að löggjafinn hafi beinlínis staðfest þá ábyrgð eins og stjórnarskráin áskilur.

 

Æ betur sést hins vegar að jafnræði hefur ekki verið í heiðri haft gagnvart þeim, sem áttu peningalegar eignir (og töpuðu að hluta), annars vegar og hins vegar þeim, sem orðið hafa fyrir tjóni vegna hrunsins sem íbúðareigendur og skuldarar neytendalána - bæði íbúðarlána og bílalána.


mbl.is Of hátt mat á virði bréfa í peningamarkaðssjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Góð grein!

Hrannar Baldursson, 4.10.2009 kl. 06:17

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk, sömuleiðis - fín útlegging þín á læmingjahegðun: http://don.blog.is/blog/don/entry/959357/

Gísli Tryggvason, 4.10.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband