Færsluflokkur: Dægurmál

Til hamingju

Fyrir um 20 árum fór ég með skömmum fyrirvara með tveimur eldri systkinum í stutta inter-rail-ferð frá Danmörku þar sem ég bjó þá. Við litum upp á brautarstöðinni í Hamborg og leist ekki á veðrið og héldum áfram; fyrsta áfanga lauk í Sviss þar sem við komum til Zürich 1. ágúst og Svisslendingar tóku á móti okkur með flugeldasýningu. Mér hefur alltaf verið fremur hlýtt til þeirra síðan og heimsótti þá aftur í fyrra og kynnti mér skógrækt - bæði hennar sjálfrar vegna og til snjóflóðavarna, sem við getum lært af; en nóg um það.

 

Í dag er þjóðhátíðardagur Sviss. Til hamingju.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband