Útreikningar Haga eru ekki réttir

Pétur Blöndal - ţingmađur, ekki blađamađur - benti - réttilega ađ mínu mati - á ţađ í Kastljósi rétt í ţessu ađ útreikningar Haga eđa spá (um 20%  hćkkun matvöru) vćru ekki réttir enda vćri ađeins litiđ til (vonandi tímabundinnar) gengislćkkunar krónunnar en ekki annars rekstrarkostnađar; sjá nánar hér. Verum á verđi fyrir misbeitingu vćntingastjórnunar.


Góđar fréttir fyrir neytendur

Ekki vanţörf á góđum fréttum fyrir neytendur ţegar stýrivextir eru komnir í 15%, gengi íslensku krónunnar í lágmarki, bensínverđ í hámarki og hćtta á verđhćkkunum ef gengiđ hćkkar ekki fljótlega.

 

Fréttir af árangri í Doha-viđrćđum ćttu - a.m.k. á heimsvísu - ađ vera góđar fyrir neytendur (og fátćkar matvćlaframleiđsluţjóđir); gaman vćri ađ fá greiningu á ţví í fréttum eđa svör frá stjórnvöldum hvort ţessi vćntanlegi árangur er til ţess fallinn ađ auka í raun innflutning á landbúnađarvörum og lćkka matarverđ fyrir neytendur á Íslandi ţannig ađ ekki ţurfi ađ treysta á íslensk lög.


Mćtti ég biđja um nýtt skinkumál?

Rúmum 14 árum síđar ţyrftu neytendur kannski á nýju skinkumáli ađ halda ţví ég verđ ađ taka undir međ Finni um minni hömlur á innflutningi erlendis frá - enda ţótt samkeppni á matvörumarkađi ţyrfti einnig ađ vera virkari hérlendis.


mbl.is Verulegar verđhćkkanir á matvćlum framundan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um ritstjórnaráráttu - og til hamingju Björg!

Ef ég dreg dám af reyndari bloggara og tala örlítiđ um sjálfan mig og rifja upp söguna eins og enn eldri bloggari rifjast ţađ upp ađ ţessi nýi vefmiđill undir "minni ritstjórn" er, ađ ég held, fimmti fjölmiđillinn, ef svo má segja, sem ég ritstýri. Skáletruđu orđin rifja ég upp vegna ţess ađ ónefnd skólasystir mín í lagadeild Háskóla Íslands gerđi nokkurt grín ađ fyrsta leiđaranum í "mínum" fyrsta Úlfljóti sem kom víst út 29. mars 1994 - dagsetning sem ég man ekki bara af ţví ađ dagsetningar virđast festast í huga mér, óumbeđnar, heldur af ţví ađ ţá varđ fyrsta systkinabarn mitt eins árs.

 

Gríniđ fólst augljóslega í ţví ađ bćđi mátti (mis)skjila orđ mín ţannig ađ ritstjórnin vćri eitthvađ minni en hinar fyrri og auk ţess mátti gera ţví skóna ađ ég tćki sjálfan mig nokkuđ alvarlega - sem flestir ungir laganemar gera reyndar. Vissulega var ţetta fyrsta kjörna trúnađarstarfiđ mitt ef frá er talin vera mín í ritnefnd Munins, skólablađs Menntaskólans á Akureyri 1985-6, undir stjórn núverandi heilbrigđisráđherra, Guđlaugs Ţórs Ţórđarsonar, sem var ritstjóri; ţađ var ágćt reynsla sem ég bjó ađ viđ ritstjórn Úlfljóts átta árum síđar. Ţar stýrđi ég góđum hópi í ritnefnd Úlfljóts sem hefur ađ jafnađi komiđ út um 4rum sinnum á ári frá 1947, í rúm 60 ár nú. Í ritnefndinni "minni" voru ţrír laganemar sem nú eru lögmađur og háskólakennari, doktor í lögfrćđi og ađstođarmađur ráđherra en lćt ţá ónefnda ađ sinni til ţess ađ vera ekki sakađur um óhóflega nafntogun. Ţá hafđi ég áđur setiđ eitt ár í ritnefnd Úlfljóts - undir einarđri en samt einstaklega ljúfri ritstjórn Bjargar Ágústsdóttur - sem er einmitt fertug í dag; til hamingju Björg.

 

En aftur ađ ritstjórnaráráttunni; af eftirfarandi fimm (fjöl)miđlum, sem ég hef ritstýrt, hef ég reyndar sjálfur stofnsett ţrjá:

  1. Lungi 1984.
  2. Úlfljótur 1994, tímarit laganema.
  3. BHM-tíđindi 1999.
  4. Vefur talsmanns neytenda 2007.
  5. Blogg Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda.

 

  1. Lunga, "stofnađi" ég međ tveimur eđa ţremur skólabrćđrum mínum í Gagnfrćđaskóla Akureyrar, Baldri, jafnaldra mínum, Garđari, vini mínum, og Halldóri Halldórssyni yngri, frćnda mínum; Lungi kom ađeins út einu sinni en er - í minningunni a.m.k. - besta ritiđ sem ég hef ritstýrt (og tekiđ myndir í).
  2. Virtastur og elstur er Úlfljótur, tímarit laganema (viđ Háskóla Íslands - verđur nú ađ bćta viđ), sem hefur sem sagt langa og merka sögu eins og ég nefndi og lesa má nánar um hér.
  3. BHM-tíđindi eru málgagn Bandalags háskólamanna sem ég ritstýrđi megniđ af starfstíma mínum sem framkvćmdarstjóri og lögmađur BHM 1998-2005.
  4. Vefur talsmanns neytenda var settur upp til bráđabirgđa skömmu eftir ađ ég tók viđ ţessu nýja embćtti síđari hluta árs 2005 en varđ alvöru vefur sem ég gat sett efni inn á frá upphafi árs 2007.
  5. Ţetta blogg er nýmćli í ţví skyni ađ gegna hlutverki talsmanns neytenda betur.

 

Framangreint ritstjórnarbrölt og önnur ţátttaka af svipuđu tagi bendir til ţess ađ ég hafi ţörf fyrir ađ tjá mig opinberlega - eđa hafa áhrif - enda er lengsta hlé mitt frá ritstjórn fjölmiđla, 10 ár, markađ af nćr 5 ára veru minni í Danmörku í lok níunda áratugarins; jafnvel ţá tókst mér ađ gerast fréttaritari nýlegrar útvarpsstöđvar, Bylgjunnar, í Danmörku, síđasta áriđ mitt ţar.

 

Í kjölfariđ komu svo mörg sumur ţar sem ég öđlađist mína ađalreynslu af fjölmiđlum sem blađamađur hins norđlenska, sögufrćga og ţéttlesna dagblađs Dags en mín fyrstu skref steig ég reyndar í kringum 1984 sem ljósmyndari unglingasíđu Dags, er nefndist Allt (sem Fréttablađiđ hefur síđan tileinkađ sér í seinni tíđ), sem ég vann efni í ásamt eldri bróđur mínum, Eggerti, og Helgu Björk Eiríksdóttur, sem nú er markađs- og kynningarstjóri Kauphallar Íslands.

Nóg um ţessa einsögulegu upprifjun - sem vonandi er til ţess fallin ađ skýra ađ nokkru hvers vegna ég tek nú loks til viđ ađ blogga - enda er ţessi miđill greinilega sá virkasti og vćntanlega útbreiddasti sem ég hef "ritstýrt."

 


Fćst orđ höfđu mest áhrif - á skinkumáliđ

Á leiđinni austur í gćr rifjađist upp fyrir mér viđ Skíđaskálann í Hveradölum óveđriđ sem ég lenti í ţar 20. janúar 1994. Um leiđ áttađi ég mig á ađ ekki ţarf ímyndađ dćmi til ţess ađ rökstyđja ađ fćst orđ hafa mesta ábyrgđ (svo mađur snúi málshćttinum viđ í ljósi niđurstöđu Hćstaréttar ţann dag). M.ö.o. hefđi ég getađ notađ ţennan dóm til ţess ađ sýna fram á ađ áhrif laga og reglna á ađ meta en ekki mćla í lengd, ţykkt eđa ţyngd - eins og ég rökstuddi í gćr.

 

Ég var ţennan dag ásamt fleiri laganemum í föruneyti undir stjórn Ólafs heitins Axelssonar hrl. til ţess - ef ég man rétt - ađ skođa hvort ţar vćri hentugur veislustađur fyrir norrćna málflutningskeppni laganema, Sporrong-Lönnroth, (frekar en árshátíđ Orators). Ţá skall á međ blindbyl og ófćrđ sem olli ţví ađ fjöldi bíla sat fastur og nokkrir urđu ađ fá far međ öđrum, ţ.m.t. góđum jeppa Ólafs sem skilađi okkur skjótt til borgarinnar.

 

Minnisstćđara er mér ţó ađ fram kom í fréttum RÚV síđdegis ţennan fimmtudag í hátalara Skíđaskálans ađ meiri hluti Hćstaréttar (4:3) hefđi komist ađ öndverđri niđurstöđu viđ hérađsdóm í fjölskipuđum dómi - í skinkumálinu frćga - ţannig ađ alls höfđu reyndar 7 dómarar fallist á málstađ ríkisins eins og ţáverandi landbúnađarráđherra, Halldór Blöndal, benti "réttilega" á. Hćstaréttardómararnir fjórir  réđu ţó vitaskuld ţeirri niđurstöđu ađ svohljóđandi upphafsákvćđi laga um innflutning  var túlkađ samkvćmt orđanna hljóđan:

 

"Innflutningur á vöru og ţjónustu til landsins skal vera óheftur nema annađ sé sérstaklega tekiđ fram í lögum eđa milliríkjasamningum sem Ísland er ađili ađ."

 

Ţetta var eitt stćrsta neytendamáliđ á ţeim tíma og ţar tókust á sjálfir stjórnarflokkarnir (eiginlega ţeir sömu og í dag) en sóknarađili var Hagkaup sem vildi fá - og fékk - hnekkt synjun fjármálaráđherra um leyfi til innflutnings á svínaskinku; lögin sögđu já og ráđherrann mátti ţví ekki neita fyrirtćkinu um innflutningsleyfi eins og hann gerđi. Sjálfstćđismenn sökuđu krata um ađ hafa breytt lögunum í laumi og ađ annađ hefđi komiđ fram í greinargerđ en okkur laganemum fannst ţetta skólabókardćmi um skýran lagabókstaf - sem rćđur umfram skýringartexta í frumvarpi, ekki síst á sviđi neytendamála.

 

Búvörulögum var ađ vísu breytt fljótlega í kjölfariđ, ađ mig minnir, svo hér erum viđ enn.

 


Hallelúja - ţví ég ruglađist á Guđshúsum

Ekki svo ađ skilja ađ ég  hafi sótt mosku eđa synagógu í morgunsáriđ enda veit ég reyndar ekki hvort - eđa hvar - slík tilbeiđsluhús er ađ finna á Íslandi ennţá (og hefđi ég ţá vćntanlega ritađ lokaorđiđ í fyrirsögn ţessarar fćrslu međ litlum staf). Nei, ég hugđist í anda athugasemda viđ ţessa fćrslu og í tilefni 25 ára fermingarafmćlis míns nú í mars prófa ţađ í fyrsta skipti á ćvinni ađ fara í messu kl. 8 á páskadagsmorgun í minningu kvennqanna sem vitjuđu tómrar grafar Jesú á páskadag. Alveg síđan ég bađ móđur mína ađ fara međ mig í kirkju í kringum 6 ára aldurinn til ţess ađ syngja sálma hefur mér ţótt gaman ađ syngja, bćđi sálma og annađ; kannski ćtti ég loks ađ láta verđa af ţví ađ ganga í kirkjukór - en hvađa kirkjukór?

 

Ţá hafđi ég góđa reynslu af ţví ađ hafa fyrsta sinni reynt aftanmessu á ađfangadag í fyrra og hafđi nú aftur mćlt mér mót viđ foreldra mína í messu - í fermingarkirkju móđur minnar, Laugarneskirkju. Ég vaknađi ţví óvenju snemma og borđađi síđan létt í ljósi ţess ađ bođiđ vćri upp á árbít eftir messu. Ég fann kirkjuna furđu fljótt miđađ viđ ađ hún er í eina hverfinu í Reykjavík ţar sem ég missi alltaf áttir - sennilega vegna ţess ađ ekki sést til fjalla sem ég get miđađ viđ eins og ég er vanur norđan úr Eyjafirđi.

 

Ég taldi mig nokkuđ góđan ađ mćta innan viđ fimm mínútum of seint eftir greiđan akstur í morgunsáriđ en sá ekki foreldra mína og settist ţví til ađ byrja međ framarlega í kirkjuna; skömmu síđar rann upp fyrir mér ljós. Ég hafđi - svefndrukkinn en sennilega ekki vegna óstundvísi eđa óratvísi - ruglast á kirkjum međ sama upphafsstaf. Ég var mćttur í fermingarkirkju fyrrverandi konu minnar, Langholtskirkju.

 

Ekki var ég svikinn og auđvitađ fannst mér ég ekki á röngum stađ enda messađi séra Jón Helgi Ţórarinsson vel og Kór Langholtskirkju er jú einn sá fremsti undir stjórn Jóns Stefánssonar og međ fallegum einsöng Ólafar Kolbrúnar Harđardóttur. Í lokin - eftir altarisgöngu - nutum viđ svo afar fallegs kórsöngs: Hallelújakórinn úr Messías eftir Händel (eđa Handel eins og stendur í úthendinu).

 

Svo var mjög gott súkkulađi og fínt međlćti á eftir; í kjölfariđ mćtti ég í fyrsta skipti fyrstur í sund.

 

 Gleđilega páska.

 


Gerendur, masendur, fylgjendur og kjósendur

Í tengslum viđ áhugaverđa umrćđu - bćđi stjórnmálalega og orđfrćđilega - sem speglast á Eyjunni og víđar, um hvort stjórnmálamenn eru í hópnum (1) gerendur eđa (2) masarar tel ég ađ ekki megi gleymast ađ auk ţessara 2ja - ađ mínu mati mikilvćgu - hópa eru tveir ađrir hópar í samfélaginu sem e.t.v. er vert ađ gefa meiri gaum en skilsmun á milli ţeirra stjórnmálamanna sem gera og tala.

 

Til eru ţeir (3) sem ađeins fylgjast međ - og tala hvorki né gera. Loks eru ţeir - vonandi ekki meiri hluti kjósenda - (4) sem fylgjast ekki einu sinni međ - sem fólk á ađ vísu fullt í fangi međ á ţessum tímum bloggsins! Ég vil gjarnan ađ hópur neytenda sem er gerendur stćkki ţví ţá er valdiđ ţeirra.


6% eđa sex orđ - međ áhrif

"Viđskiptafrelsi er afnumiđ á öllu Íslandi." Svona gćti 1. gr. laga hljóđađ sem hefđu mikil áhrif - ţrátt fyrir gagnorđan lagatexta. Dćmiđ er ađeins tekiđ til ţess ađ sýna fram á ađ áhrif löggjafar og annars regluverks verđur ekki mćlt í fjölda orđa, lagagreina eđa hillumetra frekar en í kílógrömmum. Áhrif löggjafar eru mćld međ mati á áhrifum hennar - eins og íslensk lög og alţjóđareglur kveđa reyndar á um ađ gert skuli í tilteknum tilvikum.

 

Til ţess ađ dćmiđ sé ađeins trúverđugra gćti 2. gr. laga um afnám viđskiptafrelsis hljóđađ svo: "Allir viđskiptasamningar yfir 1.000 evrum skulu bornir undir viđskiptaráđherra til samţykkis eđa synjunar." Svo gćti 3. gr. hljóđađ međ hefđbundnum hćtti: "Lög ţessi öđlast ţegar gildi." Reglur sem ţessar ţyrftu reyndar líklega ađ vera í stjórnarskrá ađ mati okkar vildarréttarsinna til ţess ađ standast (en ég ímynda mér ađ fylgismenn náttúruréttar teldu alls ekki fćrt ađ setja slíkar reglur, heldur ekki í stjórnarskrá) en ţađ er sem betur fer önnur og óţörf saga.

 

Kjarni máls míns er ađ áhrif laga, reglna og stofnanakerfis er ekki eđlilegt ađ mćla međ framangreindum "hlutlćgum" hćtti heldur m.t.t. mats á áhrifum ţeirra - svo sem á áhćttu, kostnađi, skuldbindingum og miđađ viđ ađra kosti til ţess ađ ná sama marki, eins og tilvitnuđ lög (sjá einkum 3. gr.) gera til dćmis.

 

Ţetta rifjađist upp fyrir mér ţegar ég heyrđi yfirvegađa ţjóđfélagsumrćđu í ţćttinum Vikulokin í gćr á Rás 1 hjá RÚV. Í sama ţćtti viku fyrr, laugardaginn 15. mars sl., spurđi Ásta Möller ţingkona og fyrrum samstarfskona mín í BHM mig hvort ég hefđi lesiđ greinina hans Sigurđar Kára Kristjánssonar, samflokksmanns hennar í Sjálfstćđisflokknum. Ţađ hafđi ég ekki ţá en fékk auđvitađ tíma til ţess á föstudaginn langa. Í grein sinni 15. mars í Morgunblađinu (á bls. 29) endurtekur ţingmađurinn eins og Ásta rakti í ţćttinum ţá rökstuddu afstöđu sína ađ misskilningur sé ađ mjög stór hluti löggjafar Evrópusambandsins (ESB) hafi ţegar tekiđ gildi á Íslandi.

 

Sigurđur Kári mćlir ESB-löggjöfina í fjölda laga og reglna og tilgreinir ítarlega og međ töflum hvernig hann fćr niđurstöđu sína: ađ ađeins um 6,5% ESB-reglna hafi á 10 ára tímabili, 1994-2004, veriđ innleiddar í EES-samninginn sem Ísland á ađild ađ. Ţessi mćling - og raunar einnig sú 80-90% magnmćling sem skólabróđir minn andmćlir í greininni - er andstćđ ţví viđhorfi sem ég kom ađ í ţćttinum. Ég hélt ţví fram ađ Ísland hefđi í raun veriđ aukaađili ađ ESB í 15 ár og ţar hefđum viđ nánast allt - nema áhrifin og evruna. (Ég nefndi ţó ekki landbúnađarstefnuna sem er nú ekki svo frábrugđin okkar og sjávarútvegsstefnuna sem lengi hefur veriđ bent á ađ sé ekki hćttuleg Íslendingum - sem auk ţess býđst nú ađ taka ţátt í ađ endurmóta hana međ ESB).

 

Jafnframt freistađi ég ţess í ţćttinum ađ rökstyđja ađ ţađ vćri nćr ţví ađ taka um 2 ár ađ ganga í ESB og taka upp evru (ef Íslendingar vildu) - fremur en ţau 7-10 ár sem ţađ tćki ađ mati Steingríms J. Sigfússonar, ţingmanns og formanns Vinstri hreyfingarinnar - grćns frambođs, sem var međ okkur Ástu í ţćttinum auk Hallgríms Thorst stjórnanda.

 

Eftir ađ hafa starfađ í um 10 ár fyrir launafólk og neytendur er ég viss um ađ áhrif aukaađildar okkar ađ ESB (ađildar Íslands ađ EES-samningnum) eru mun meiri en 6% á landsvísu og gríđarleg á ţessa hópa; sjálfur hef ég ekki haft tök á ađ meta ţetta vísindalega - en ég tel augljóst ađ meta ber áhrifin fyrir fólkiđ í landinu en ekki mćla lengdina, ţykktina, ţyngdina eđa annađ "hlutlćgt."

 


Eignađist vin í gćrkvöldi

Bloggiđ er eins og golf, ađ ég held, ţví blogg er greinilega skemmtilegra en ég óttađist og eins tímafrekt og ég bjóst viđ; golfiđ hef ég hingađ til forđast af sömu ástćđu enda ófáir lögmenn - og ađrir menn - sem ég ţekki sem hafa ánetjast ţví eins og ađrir netinu. Ég taldi fram ađ ţessu nćgilegt ađ vera fréttafíkill - en vildi líka koma starfsemi talsmanns neytenda betur á framfćri - sem virđist geta tekist ţví ţetta sjá mun fleiri daglega en heimasíđu embćttisins á heilli viku. Viđ fyrstu raun virđist mér bloggiđ draga betur ađ en sjálft sjónvarpiđ enda er bloggiđ gagnvirkt eins og tölvuleikur - sem margt ungviđiđ ánetjast beinlínis og međ alvarlegum afleiđingum.

 

Ég varđ hreinlega ađ fara úr húsi til ţess ađ hćtta ađ fylgjast međ í netheimum og taka örlítinn ţátt í raunheimum. Fyrst ég gleymdi mér viđ ađ lćra á ţennan miđil borđađi ég seint, kjúklinga-fajitas; ennţá betra en venjulega, annađ hvort vegna kryddblöndu eđa vegna svengdar eftir bloggiđ. 

 

Ţetta er athyglisvert samfélag sem ég er nú orđinn hluti af; ég hef hingađ til sinnt ţví illa ađ lesa blogg (og ekki bloggađ sjálfur ţar til nú) nema á völdum miđlum eins og Eyjunni ţar sem gott yfirlit fćst yfir samfélagsblogg og fréttir. Fyrsti blogg-vinur minn er reyndar gamall vinur minn úr Framsóknarflokknum, Gestur Guđjónsson - mjög virkur í bloggi um stjórnmál - en sjálfur hef ég ekki enn gefiđ mér tíma til ađ fara yfir tćknilega hluti bloggsins eđa hvernig mađur stofnar til vina á ţessum vettvangi.

 


Trú, lög og siđferđi

Ég sé nú ađ ég hef misst af óvenjulega líflegri og fjölmennri bloggumrćđu um ţessa frétt síđdegis í gćr um sama leyti og ég setti inn ţessa fćrslu um skylt efni. Skyldi ţađ segja meira um áhugavert  umrćđuefni eđa eitthvađ annađ í góđa veđrinu í gćr?
mbl.is Vantrúađir spila bingó
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband