Um ritstjórnaráráttu - og til hamingju Björg!

Ef ég dreg dám af reyndari bloggara og tala örlítiđ um sjálfan mig og rifja upp söguna eins og enn eldri bloggari rifjast ţađ upp ađ ţessi nýi vefmiđill undir "minni ritstjórn" er, ađ ég held, fimmti fjölmiđillinn, ef svo má segja, sem ég ritstýri. Skáletruđu orđin rifja ég upp vegna ţess ađ ónefnd skólasystir mín í lagadeild Háskóla Íslands gerđi nokkurt grín ađ fyrsta leiđaranum í "mínum" fyrsta Úlfljóti sem kom víst út 29. mars 1994 - dagsetning sem ég man ekki bara af ţví ađ dagsetningar virđast festast í huga mér, óumbeđnar, heldur af ţví ađ ţá varđ fyrsta systkinabarn mitt eins árs.

 

Gríniđ fólst augljóslega í ţví ađ bćđi mátti (mis)skjila orđ mín ţannig ađ ritstjórnin vćri eitthvađ minni en hinar fyrri og auk ţess mátti gera ţví skóna ađ ég tćki sjálfan mig nokkuđ alvarlega - sem flestir ungir laganemar gera reyndar. Vissulega var ţetta fyrsta kjörna trúnađarstarfiđ mitt ef frá er talin vera mín í ritnefnd Munins, skólablađs Menntaskólans á Akureyri 1985-6, undir stjórn núverandi heilbrigđisráđherra, Guđlaugs Ţórs Ţórđarsonar, sem var ritstjóri; ţađ var ágćt reynsla sem ég bjó ađ viđ ritstjórn Úlfljóts átta árum síđar. Ţar stýrđi ég góđum hópi í ritnefnd Úlfljóts sem hefur ađ jafnađi komiđ út um 4rum sinnum á ári frá 1947, í rúm 60 ár nú. Í ritnefndinni "minni" voru ţrír laganemar sem nú eru lögmađur og háskólakennari, doktor í lögfrćđi og ađstođarmađur ráđherra en lćt ţá ónefnda ađ sinni til ţess ađ vera ekki sakađur um óhóflega nafntogun. Ţá hafđi ég áđur setiđ eitt ár í ritnefnd Úlfljóts - undir einarđri en samt einstaklega ljúfri ritstjórn Bjargar Ágústsdóttur - sem er einmitt fertug í dag; til hamingju Björg.

 

En aftur ađ ritstjórnaráráttunni; af eftirfarandi fimm (fjöl)miđlum, sem ég hef ritstýrt, hef ég reyndar sjálfur stofnsett ţrjá:

  1. Lungi 1984.
  2. Úlfljótur 1994, tímarit laganema.
  3. BHM-tíđindi 1999.
  4. Vefur talsmanns neytenda 2007.
  5. Blogg Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda.

 

  1. Lunga, "stofnađi" ég međ tveimur eđa ţremur skólabrćđrum mínum í Gagnfrćđaskóla Akureyrar, Baldri, jafnaldra mínum, Garđari, vini mínum, og Halldóri Halldórssyni yngri, frćnda mínum; Lungi kom ađeins út einu sinni en er - í minningunni a.m.k. - besta ritiđ sem ég hef ritstýrt (og tekiđ myndir í).
  2. Virtastur og elstur er Úlfljótur, tímarit laganema (viđ Háskóla Íslands - verđur nú ađ bćta viđ), sem hefur sem sagt langa og merka sögu eins og ég nefndi og lesa má nánar um hér.
  3. BHM-tíđindi eru málgagn Bandalags háskólamanna sem ég ritstýrđi megniđ af starfstíma mínum sem framkvćmdarstjóri og lögmađur BHM 1998-2005.
  4. Vefur talsmanns neytenda var settur upp til bráđabirgđa skömmu eftir ađ ég tók viđ ţessu nýja embćtti síđari hluta árs 2005 en varđ alvöru vefur sem ég gat sett efni inn á frá upphafi árs 2007.
  5. Ţetta blogg er nýmćli í ţví skyni ađ gegna hlutverki talsmanns neytenda betur.

 

Framangreint ritstjórnarbrölt og önnur ţátttaka af svipuđu tagi bendir til ţess ađ ég hafi ţörf fyrir ađ tjá mig opinberlega - eđa hafa áhrif - enda er lengsta hlé mitt frá ritstjórn fjölmiđla, 10 ár, markađ af nćr 5 ára veru minni í Danmörku í lok níunda áratugarins; jafnvel ţá tókst mér ađ gerast fréttaritari nýlegrar útvarpsstöđvar, Bylgjunnar, í Danmörku, síđasta áriđ mitt ţar.

 

Í kjölfariđ komu svo mörg sumur ţar sem ég öđlađist mína ađalreynslu af fjölmiđlum sem blađamađur hins norđlenska, sögufrćga og ţéttlesna dagblađs Dags en mín fyrstu skref steig ég reyndar í kringum 1984 sem ljósmyndari unglingasíđu Dags, er nefndist Allt (sem Fréttablađiđ hefur síđan tileinkađ sér í seinni tíđ), sem ég vann efni í ásamt eldri bróđur mínum, Eggerti, og Helgu Björk Eiríksdóttur, sem nú er markađs- og kynningarstjóri Kauphallar Íslands.

Nóg um ţessa einsögulegu upprifjun - sem vonandi er til ţess fallin ađ skýra ađ nokkru hvers vegna ég tek nú loks til viđ ađ blogga - enda er ţessi miđill greinilega sá virkasti og vćntanlega útbreiddasti sem ég hef "ritstýrt."

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband