Góðar fréttir fyrir neytendur

Ekki vanþörf á góðum fréttum fyrir neytendur þegar stýrivextir eru komnir í 15%, gengi íslensku krónunnar í lágmarki, bensínverð í hámarki og hætta á verðhækkunum ef gengið hækkar ekki fljótlega.

 

Fréttir af árangri í Doha-viðræðum ættu - a.m.k. á heimsvísu - að vera góðar fyrir neytendur (og fátækar matvælaframleiðsluþjóðir); gaman væri að fá greiningu á því í fréttum eða svör frá stjórnvöldum hvort þessi væntanlegi árangur er til þess fallinn að auka í raun innflutning á landbúnaðarvörum og lækka matarverð fyrir neytendur á Íslandi þannig að ekki þurfi að treysta á íslensk lög.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband