Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Allir vildu Lilju kveđiđ hafa

Ţćr gleđifréttir bárust hér og á RÚV í dag ađ mćlt hefđi veriđ fyrir frumvörpum - ekki einu, ekki tveimur heldur ţremur - til laga um greiđsluađlögun. Ţó ađ metingur hafi veriđ um frumkvćđiđ er nćsta - og mikilvćgasta - verkefniđ ađ bera saman hvert frumvarpanna ţriggja er best til ţess falliđ ađ koma til móts viđ hagsmuni neytenda í miklum skuldavanda af ţví ađ fá úrlausn hjá opinberum, hlutlausum fagađila hvort fella megi hluta skuldanna niđur ef ekki er raunhćft í fyrirsjáanlegri framtíđ ađ standa undir ţeim skuldbindingum.

 

Hinu má gjarnan halda til haga ađ eftir ađ ég tók viđ embćtti talsmanns neytenda var ţađ núverandi forsćtisráđherra, Jóhanna Sigurđardóttir, sem fyrst hreyfđi málinu međ ţví ađ bera fram ţessa fyrirspurn til viđskiptaráđherra fyrir rúmum tveimur árum:

 

Er ráđherra reiđubúinn til ađ beita sér fyrir löggjöf um greiđsluađlögun fyrir fólk í verulegum greiđsluerfiđleikum líkt og gert hefur veriđ í Danmörku og Noregi?

 

Ţáverandi viđskiptaráđherra, Jón Sigurđsson, óskađi álits míns sem talsmanns neytenda - og var ţađ mjög jákvćtt og rökstutt ítarlega:

 

Ađ lokum vil ég árétta ađ ég tel mjög brýnt ađ sett verđi lög um greiđsluađlögun í ţví skyni ađ koma á fót raunhćfu og skilvirku úrrćđi til ţess ađ takast á viđ fjárhagsvandrćđi einstaklinga.

 

Eins og ţar kemur fram hafđi ţá a.m.k. fimm sinnum veriđ lagt fram frumvarp um greiđsluađlögun og ef mig misminnir ekki átti ţar í hlut sami ţingmađur - núverandi forsćtisráđherra. Árum saman var sem sagt ekki beinlínis keppst um ađ leggja slík mál fyrir Alţingi í frumvarpsformi - hvađ ţá ađ samţykkja ţau. Erum viđ ţó í ţessu efni um aldarfjórđungi á eftir norrćnum frćndum okkar.

 

Viđbrögđ viđskiptaráđherra fyrir tveimur árum voru hins vegar skjót og góđ - enda ţingkosningar í nánd - ţví hann skipađi nefnd til ađ semja frumvarp um máliđ. Sú nefnd starfađi fram yfir kosningar og fram á síđasta ár. Fyrir vikiđ taldi ég raunar óţarfa ađ nefna greiđsluađlögun sem brýnt neytendamál ţegar fyrrverandi ríkisstjórn tók viđ í maí 2007 er ég vakti athygli á fjórum meginatriđum sem ný ríkisstjórn stćđi frammi fyrir í neytendamálum

 

Afurđina taldi ég ţó ekki eins góđa ţegar drög ađ frumvarpi til laga um greiđsluađlögun leit dagsins ljós síđsumars í fyrra - skömmu fyrir kreppu; síđan virtist máliđ týnast í Stjórnarráđinu um nokkurra mánađa skeiđ. Nú geta ţeir sem gćta eiga hagsmuna og réttinda neytenda hins vegar einbeitt sér ađ ţví ađ leggja mat á hvađa frumvarp hentar best.

 

Ađ mínu mati er hér um ađ rćđa félagslegt úrrćđi sem best er fyrir komiđ hjá félagsmálaráđuneyti - en áđur en lengra er haldiđ er best er ađ bera saman frumvörpin ţrjú sem mbl.is birti í dag:

 

Frumvarp dómsmálaráđherra

Frumvarp sjálfstćđismanna

Frumvarp framsóknarmanna


mbl.is Mćlt fyrir frumvörpum um greiđsluađlögun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ kaupir mađur ţegar mađur kaupir tónlistardisk?

Eftir ađ hafa í liđnum mánuđi hlýtt á skýrslutökur í máli STEF gegn Istorrent ehf. og stjórnanda ţess er ég ekki hissa á ţeirri frétt ađ stađfest hafi veriđ međ dómi ţessum lögbann gegn rekstri vefsíđunnar torrent.is og fallist á skađabótaskyldu enda var sýnt fram á í málinu ađ brotiđ var međ virkum hćtti gegn höfundarétti međ skráarskiptum á tónlist.

 

Ţađ er ekki neytendamál ađ geta tekiđ höfundarréttarvarin verk ófrjálsri hendi og hvorki réttur neytenda né hagsmunir ađ komast hjá ţví ađ greiđa rétthöfum endurgjald fyrir verkin - ţví annars yrđu ţau ekki til. Á hinn bóginn hef ég bent á ósamrćmiđ í ţví ađ rukka aftur fyrir höfundaréttinn en ekki bara "umbúđirnar" - t.d. geisla- eđa mynddiskinn - ef geisladiskurinn skemmist. Ađ mínu mati eiga neytendur vćntanlega rétt á ţví ađ fá nýjan disk gegn lćgra efnis- og e.t.v. umsýslugjaldi ef diskurinn - umbúđir tónlistar, kvikmyndar eđa annars höfundarverks - skemmist. Náist ekki lausn á ţessu - ţarf ađ mínu mati ađ setja lög eđa ađrar reglur sem tryggja ţennan rétt neytenda og virkja hann.

 

Ţetta er útskýrt í tveggja ára gamalli frétt á vefsíđu talsmanns neytenda undir fyrirsögninni og međ eftirfarandi útdrćtti:

 

Neytendur greiđa oft fyrir sama afnotaréttinn

Í talhorninu í gćr veltir talsmađur neytenda upp ţeirri spurningu hvort réttlćtanlegt er ađ neytendur greiđi oft fyrir sama afnotaréttinn ađ tónlist eđa mynd - og svarar neitandi og leggur til lausn. 

 

Máliđ er nánar rakiđ í pistli mínum í talhorninu daginn áđur undir ţessari fyrirsögn og útdrćtti: 

 

Hver á ţennan disk? Og hvađ međ lögin?

Í talhorninu veltir talsmađur neytenda fyrir sér samspili höfundaréttar og afnotaréttar neytenda og bendir á ađ neytendur eigi hagsmuni af - og e.t.v. rétt á - ţví ađ fá nýjan disk ef sá gamli skemmist.  


mbl.is Lögbann á Torrent stađfest
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Greiđsluađlögun vantađi hjá fyrri ríkisstjórn, vantar enn og hefur vantađ í 25 ár - en ţađ er ekki nóg

Ţađ mun mćđa á nýjum félagsmálaráđherra - eins og allri nýju ríkisstjórninni. Í gćr bar ég saman verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar og mat mitt sl. föstudag á helstu áskorunum hennar í neytendamálum og komst ađ ţví ađ ţar virđist ágćtt samrćmi enda var helst á dagskrá á báđum stöđum viđbrögđ viđ íbúđarskuldavanda heimilanna í kjölfar gengishruns, stóraukinnar verđbólgu og fasteignaverđfalls eftir ađ bankarnir féllu og kreppa skall á.

 

Einnig bar ég saman sl. föstudag árangur fyrrverandi ríkisstjórnar og mat mitt í maí 2007 á helstu áskorunum sem hún stćđi ţá frammi fyrir. Ţó ađ erfitt sé ađ horfa fram hjá framangreindum atvikum haustsins gaf ég ţeirri ríkisstjórn góđa einkunn í neytendamálum óháđ kreppu ţar sem hún hefđi náđ árangri í 1 1/2 máli af fjórum, sem ég tilgreindi, á 1 1/2 ári.

 

Ţađ er ţó ofmat ađ einu leyti eins og gaf í skyn í gćr. Ástćđan er sú ađ ekki tókst ađ koma í gegn lögum um greiđsluađlögun - en ţađ atriđi var ekki sett inn í upphafsmat mitt á verkefnum í neytendamálum viđ myndun fyrrverandi ríkisstjórnar í maí 2007 enda lágu ţá fyrir áform um ţađ í fyrri ríkisstjórn. Eins og deilur Jóhönnu Sigurđardóttur forsćtisráđherra og Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráđherra, sýna er hér um ađ rćđa nauđsynlegt - en ţó ekki nćgilegt - úrrćđi fyrir heimilin í landinu. En um hvađ snýst deilan - og hvađ er greiđsluađlögun?

 

Eins og fram kom í viđtali viđ mig í síđustu viku snýst greiđsluađlögun - eđa skuldaađlögun eins og dómsmálaráđuneytiđ mun hafa fariđ ađ kalla ţađ í vetur - um rétt skuldara - einkum neytenda - til ţess ađ fá niđurfelldar skuldir sínar samkvćmt úrskurđi óháđs ađila ađ ţví marki ađ raunhćft sé ađ neytandinn komi skikk á fjármál sín. Um er ađ rćđa félagslegt úrrćđi til handa neytendum - sem ţví ćtti ađ vera í félagsmálaráđuneytinu en hvorki í viđskipta- né dómsmálaráđuneyti. Sjá nánar umsögn mína um drög ađ frumvarpi til laga um greiđsluađlögun í ágúst 2008 ţar sem lýst var mikilli ánćgju međ áformin en frumvarpsdrögin gagnrýnd međ ítarlegum rökstuđningi.

 

Slíkt úrrćđi hefur veriđ til stađar í hinum norrćnu ríkjunum í um eđa yfir aldarfjórđung og verđur vćntanlega eitt af fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar ađ koma í gegn; ţađ er ţó úrrćđi sem nýtist fyrst og fremst viđ einstaklingsbundna yfirferđ á skuldum hvers og eins miđađ viđ hans ađstćđur. Eins og fram hefur komiđ undanfariđ á www.talsmadur.is og verđur rökstutt frekar á nćstunni í samráđi viđ Hagsmunasamtök heimilanna o.fl. er vandinn nú mun stćrri og meiri; af ţeim sökum ţarf ađ mínu mati ađ koma til almennari niđurfćrsla íbúđarskulda - bćđi í erlendri mynt og verđtryggđum íslenskum krónum.

 

Nýjum félagsmálaráđherra, Ástu Ragnheiđi Jóhannesdóttur, óska ég velfarnađar í embćtti - eins og ríkisstjórninni allri.


mbl.is Stjórnin verđur á velferđarvaktinni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Viđtal um stjórnlagaţing á ÍNN

Auđvitađ var ég ekki einn um ađ muna tímamótin í gćr ţegar heimastjórn átti 105 ára afmćli; Björn Bjarnason minntist ţeirra vitaskuld einnig. Annars var ég í viđtali í kvöld kl. 21:30 á ÍNN um annađ umtalsefni pistla síđustu daga: stjórnlagaţing - hvađ ţađ er og hvernig skuli stađiđ ađ bođun ţess og umgjörđ, svo og nokkrar hugmyndir um umfjöllunarefni stjórnlagaţings.

 

Ţćttirnir eru endursýndir á 2ja klst. fresti.


Er ţađ bara ég sem fagna...

... 105 ára afmćli heimastjórnar - sem ber (vćntanlega fyrir hreina tilviljun) upp á nákvćmlega sama dag og ţann merka viđburđ ađ í fyrsta skipti er kona skipuđ forsćtisráđherra? Vonbrigđum veldur ţó orđalag í verkefnaskrá um stjórnlagaţing. Um ţetta atriđi fjalla ég í viđtali sem Ólína Ţorvarđardóttir tók viđ mig sl. föstudag og britist á sjónvarpsstöđinni ÍNN annađ kvöld, mánudag, kl. 21:30.

 

Eins og ég nefndi í fyrri fćrslu minni í gćr í tilefni af ţessari afmćlisstjórn marka hvor tveggja stjórnarskiptin - 1. febrúar 1904 og 2009 - tímamót í stjórnskipunar- og stjórnmálaţróun ţví ađ ţessi minnihlutastjórn er ađeins sú fjórđa á lýđveldistímanum; um leiđ virđist hún lofa ađ verđa viđ skilyrđi Framsóknarflokksins fyrir ţví ađ verja stjórnina fyrir vantrausti og kröfu ţjóđarinnar um "nýtt lýđveldi. Orđalagiđ er svona:

 

Lög verđa sett um skipan og verkefni stjórnlagaţings.

 

En eins og ég rakti í síđari fćrslu minni í gćr og grasrótarhópurinn www.nyttlydveldi.is hefur safnađ tćpum 7.000 undirskriftum fyrir á rúmri viku felst í stjórnlagaţingi ađ

 

ţjóđkjörnu stjórnlagaţingi er međ sérstakri stjórnarskrárbreytingu faliđ umbođ til ţess ađ endurskrifa stjórnarskrána frá grunni - og bera svo undir ţjóđina í allsherjaratkvćđagreiđslu.

 

Rétt er ađ leiđrétta algengan misskilning; stjórnlagaţing er ekki hćgt ađ bođa međ 

  • lögum,
  • ţingsályktun eđa
  • erindisbréfi ráđherra eđa ţvíumlíkt. 

 

Ţetta telst ţví vonandi misritun í verkefnalistanum ađ setja eigi (almenn) lög um stjórnlagaţing - enda er verkefninu ţá teflt í tvísýnu eins og rökstutt var í gćr.

 

Hitt er einnig vafasamt ađ mínu mati ađ skilgreina fyrirfram hvađa verkefni stjórnlagaţing eigi ađ hafa - og hver ekki - enda virđist víđtćk krafa um endurskođun stjórnarskrárinnar frá grunni og í heild.


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kraftaverk í stjórnháttum - ljúkum verkinu sem Trampe greifi stöđvađi

Í ţessum fréttum felst ţó möguleiki fyrir ţjóđina á kraftaverki í stjórnháttum ţví í ţessum fréttum felst vćntalega ađ stjórnarflokkarnir hafa - eins og grasrótarhópurinn www.nyttlydveldi.is hefur gert og ţegar safnađ tćpum 7.000 undirskriftum fyrir á tćpri viku - fallist á tillögu Framsóknarflokksins um stjórnlagaţing. Í ţví felst ađ ţjóđkjörnu stjórnlagaţingi er međ sérstakri stjórnarskrárbreytingu faliđ umbođ til ţess ađ endurskrifa stjórnarskrána frá grunni - og bera svo undir ţjóđina í allsherjaratkvćđagreiđslu.

 

Rétt er ađ leiđrétta algengan misskilning; stjórnlagaţing er ekki hćgt ađ bođa međ 

  • lögum,
  • ţingsályktun eđa
  • erindisbréfi ráđherra eđa ţvíumlíkt. 

 

Ef ţađ vćri gert vćri ađeins um ađ rćđa enn einn borgarafund úti í bć - sem eru ágćtir en eru ađeins til ţess ađ rćđa málin og undirbúa ţannig stjórnlagaţing; niđurstöđur slíkra funda hafa ekkert gildi - t.d. gagnvart Alţingi ef ţví líst ekki á niđurstöđuna. Ef sá háttur vćri notađur vćri ţví ađeins um ígildi enn einnar stjórnarskrárnefndarinnar - en ţćr hafa sjaldnast náđ saman um breytingar á stjórnskipan nema um smávćgilegar breytingar á kjördćmaskipan í stađ ţeirrar heildarendurskođunar sem ţjóđinni var lofađ 1944 og hefur beđiđ eftir í 135 ár frá ţví ađ Danakonungur gaf okkur ţýđingu á dönsku stjórnarskránni (sem var einmitt samin á stjórnlagaţingi Dana 25 árum áđur).

 

Ég hef undanfarnar vikur leitast viđ ađ sannfćra margan lögfrćđinginn, stjórnmálamanninn og grasrótarbaráttukonuna um ađ ef ekki vćri bođađ til alvöru stjórnlagaţings - međ umbođ samkvćmt stjórnarskrárnni - gćti sagan endurtekiđ sig en 1851 sleit fulltrúi konungs, Trampe greifi, ţjóđfundinum ţegar honum leist ekki á hvert fundurinn stefndi undir forystu Jóns Sigurđssonar forseta sem vildi rćđa stöđu Íslands í danska ríkinu, ţ.e. stjórnarskrármál. Eftir mótmćli Jóns tók fundurinn undir međ honum međ hinum fleygu orđum:

 

Vér mótmćlum allir!

 

Sjá nánar ítrekađar fćrslur á bloggi mínu

 

Fréttin felur ţví vissulega í sér möguleika á ađ ţjóđin sjálf vinni kraftaverk hvađ varđar breytta stjórnarhćtti. Vonandi verđur ţađ stađfest á morgun - ţegar ţjóđin á 105 ára heimastjórnarafmćli.

 


mbl.is Lofum engum kraftaverkum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Afmćlisstjórnin

Ţađ fer vel á ţví ađ ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - Grćns frambođs - taki viđ á morgun 1. febrúar - ekki bara vegna 33ja ára afmćlis Katrínar Jakobsdóttur, verđandi menntamálaráđherra, heldur á sjálf heimastjórnin 105 ára afmćli á morgun, 1. febrúar. Ţann dag áriđ 1904 tók Hannes Hafstein fyrstur Íslendinga viđ embćtti ráđherra Íslands og međ ţví fćrđist ćđsta handhöfn framkvćmdarvalds frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur - sem hafđi veriđ áralangt baráttumál og deiluefni í íslenskum stjórnmálum. Á sama tíma hófst sú óslitna stjórnskipunarvenja - sem síđan er stjórnarskrárvarin - ađ skipun ráđherra (frá 1917 ríkisstjórnar) ţurfi ađ styđjast viđ meirihluta Alţingis eđa njóta a.m.k. hlutleysis meirilhluta alţngismanna. Sú regla er kennd viđ ţingrćđi. Fyrir réttum 15 árum, á 90 ára afmćli heimastjórnar og ţingrćđis, hélt Orator, félag laganema (viđ lagadeild Háskóla Íslands), upp á tímamótin međ göngu niđur ađ Stjórnarráđshúsi. Svo vel vildi til ađ afmćliđ bar upp á ţriđjudag, ađ mig minnir, reglulegan fundardag ríkisstjórnar. Af ţví tilefni hélt ég sem ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema, rćđu f.h. Orators fyrir ţáverandi ríkisstjórn, fyrsta ráđuneyti Davíđs Oddssonar, sem kölluđ var út á Stjórnarráđströppurnar í tilefni dagsins. Kannski ég birti rćđuna hér á morgun til ađ fagna ţessum tímamótum. Ég óska fyrsta ráđuneyti Jóhönnu Sigurđardóttur alls velfarnađar í mikilvćgum störfum sínum á nćstu mánuđum.


mbl.is Stjórnin mynduđ á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um stjórnarskipti og áfanga í neytendamálum

Nú ţegar stjórnarskipti eru nýorđin vestra og verđa vćntanlega hérlendis í kringum helgina er gaman ađ sjá hvađ Obama Bandaríkjaforseti er skjótráđur; ađeins 10 dögum eftir embćttistöku hefur hann fengiđ samţykktan á ţinginu efnahagspakka og hefur forsetinn ţingiđ ţó ekki "í vasanum. " Ţađ kemur neytendum - jafnvel um allan heim - vel.

 

Um miđja vikuna var ég í viđtali í morgunútvarpi Rásar 2 ţar sem fjallađ var um neytendamál - bćđi ţađ sem áunnist hefđi í tíđ fráfarandi stjórnar - t.d. innheimtulög sem tóku gildi um sl. áramót - og ţau verkefni sem vćntanleg minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurđardóttur stćđi frammi fyrir í neytendamálum - t.d. lög um greiđsluađlögun, sem vill svo vel til ađ er gamalt baráttumál Jóhönnu. Slík lög hafa veriđ í gildi í hinum norrćnu ríkjunum í 15-25 ár og voru löngu tímabćr - jafnvel fyrir kreppu ţegar drög ađ slíku frumvarpi litu dagsins ljós í viđskiptaráđuneytinu síđsumars.

 

Um ţetta má lesa nánar á vefsíđu talsmanns neytenda: www.talsmadur.is.

 

Einnig er í viđtalinu sagt frá nýjum leiđbeiningum okkar umbođsmanns barna um aukna neytendavernd barna, eftirlit međ verđmerkingum, ESB, aukiđ ađhald fjölmiđla međ fyrirtćkjum o.fl. brýn neytendamál.


mbl.is Efnahagspakkinn samţykktur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ákćrđur úr embćtti fyrir ađ vilja selja ţingsćti Obama

Međ stjórnlagaţingi, sem hér stefnir í, mćtti m.a. koma á svona virku ađhaldi ţar sem viđ misbeitingu embćttisvalds yrđi brugđist međ ákćru úr embćtti - af hálfu sjálfstćđs ţings. Í ţessu tilviki var frávikningin byggđ á ţví ađ fylkisstjóri Illinois var sakađur um ađ reyna ađ selja öldungadeildarţingsćti Obama forseta.

 

Gríđarmikill áhugi var -  m.a. á bloggsíđum - á fréttum á vefnum í gćr um stjórnlagaţingsskilyrđi fyrir nýrri vinstristjórn; hér er hćgt ađ kynna sér hvađ átt er viđ međ stjórnlagaţingi.


mbl.is Blagojevich fundinn sekur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Áfangi í áralangri vinnu viđ neytendavernd barna

Nú ţegar tímamót eru í stjórnmála- og jafnvel stjórnskipunarţróun Íslands vekur svona frétt um aukna neytendavernd barna skiljanlega ekki mikla athygli en hér er um ađ rćđa lausnarmiđađan árangur af meira en 3ja ára samstarfi okkar umbođsmanns barna međ samráđi viđ um 100 ađila. Međ leiđbeinandi reglum, sem viđ gáfum formlega út í gćr um aukna neytendavernd barna, er leitast viđ ađ finna gott jafnvćgi varđandi mörk viđ markađssókn fyrirtćkja gagnvart börnum og unglingum.

Í fréttinni á vefsíđu talsmanns neytenda segir: 

Frá og međ 15. mars nk. eiga engar sjónvarpsauglýsingar ađ vera í barnatíma, skorđur eru settar viđ kostun og annarri markađssókn í skólum og  forđast skal markađssókn gagnvart börnum á matvćlum međ hátt innihald sykurs, salts, fitu og transfitusýru samkvćmt leiđbeinandi reglum sem talsmađur neytenda og umbođsmađur barna gáfu út í gćr. Eins og ţessi dćmi gefa til kynna og nánar er rökstutt í formála og rakiđ í skýringum viđ leiđbeiningarnar er megin áhersla á ţessi ţrjú atriđi, ţ.e.

  • áhrifaríka miđla á borđ viđ sjónvarp,
  • vettvang sem á ađ vera laus undan markađsáreiti gagnvart börnum eins og skólastofnanir og
  • innihald sem getur veriđ skađlegt í miklu magni svo sem óholl matvara.

Í fréttinni á vefsíđu talsmanns neytenda er bent á ađ lykilatriđi sé viđ ađ virkja leiđbeininingarnar ađ stjórnvöld verđi viđ óskum talsmanns neytenda og umbođsmanns barna um ađ taka upp opinbert hollustumerki eins og hin norrćnu ríkin hafa gert. Ţá verđi virkt svohljóđandi ákvćđi: 

"Hollustumerki
Ef opinbert hollustumerki verđur tekiđ upp skal leitast viđ ađ ađeins matvćli, sem uppfylla kröfur ţess hollustumerkis, séu
- nćrri kassa,
- auglýst í kringum bíósýningar og á DVD-diskum fyrir ung börn;
- markađssett međ ađstođ kaupauka sem höfđar sérstaklega til barna;
- markađssett međ ţekktum teiknimyndafígúrum eđa frćgum persónum sem höfđa sérstaklega til barna,
- auglýst eđa bođin til sölu á áberandi stađ í sundlaugum og íţróttamannvirkjum; - framvegis međ nafngift, sem gefur í skyn hollustu og eru sérstaklega ćtluđ fyrir börn."


mbl.is Neytendavernd barna aukin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.