Áfangi í áralangri vinnu við neytendavernd barna

Nú þegar tímamót eru í stjórnmála- og jafnvel stjórnskipunarþróun Íslands vekur svona frétt um aukna neytendavernd barna skiljanlega ekki mikla athygli en hér er um að ræða lausnarmiðaðan árangur af meira en 3ja ára samstarfi okkar umboðsmanns barna með samráði við um 100 aðila. Með leiðbeinandi reglum, sem við gáfum formlega út í gær um aukna neytendavernd barna, er leitast við að finna gott jafnvægi varðandi mörk við markaðssókn fyrirtækja gagnvart börnum og unglingum.

Í fréttinni á vefsíðu talsmanns neytenda segir: 

Frá og með 15. mars nk. eiga engar sjónvarpsauglýsingar að vera í barnatíma, skorður eru settar við kostun og annarri markaðssókn í skólum og  forðast skal markaðssókn gagnvart börnum á matvælum með hátt innihald sykurs, salts, fitu og transfitusýru samkvæmt leiðbeinandi reglum sem talsmaður neytenda og umboðsmaður barna gáfu út í gær. Eins og þessi dæmi gefa til kynna og nánar er rökstutt í formála og rakið í skýringum við leiðbeiningarnar er megin áhersla á þessi þrjú atriði, þ.e.

  • áhrifaríka miðla á borð við sjónvarp,
  • vettvang sem á að vera laus undan markaðsáreiti gagnvart börnum eins og skólastofnanir og
  • innihald sem getur verið skaðlegt í miklu magni svo sem óholl matvara.

Í fréttinni á vefsíðu talsmanns neytenda er bent á að lykilatriði sé við að virkja leiðbeininingarnar að stjórnvöld verði við óskum talsmanns neytenda og umboðsmanns barna um að taka upp opinbert hollustumerki eins og hin norrænu ríkin hafa gert. Þá verði virkt svohljóðandi ákvæði: 

"Hollustumerki
Ef opinbert hollustumerki verður tekið upp skal leitast við að aðeins matvæli, sem uppfylla kröfur þess hollustumerkis, séu
- nærri kassa,
- auglýst í kringum bíósýningar og á DVD-diskum fyrir ung börn;
- markaðssett með aðstoð kaupauka sem höfðar sérstaklega til barna;
- markaðssett með þekktum teiknimyndafígúrum eða frægum persónum sem höfða sérstaklega til barna,
- auglýst eða boðin til sölu á áberandi stað í sundlaugum og íþróttamannvirkjum; - framvegis með nafngift, sem gefur í skyn hollustu og eru sérstaklega ætluð fyrir börn."


mbl.is Neytendavernd barna aukin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: au

Frábært! Baráttukveðja um neytendavernd. SDÞ stj. NS

au, 30.1.2009 kl. 00:18

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna er um tímamótaviðburð að ræða og gríðarlegan áfangasigur á svið barnaverndar. En eins og þú segir réttilega, þá drukknar svona frétt í því ógnarflóði sem dynur yfir. Til hamingju með þennan merka áfanga.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband