Hvađ kaupir mađur ţegar mađur kaupir tónlistardisk?

Eftir ađ hafa í liđnum mánuđi hlýtt á skýrslutökur í máli STEF gegn Istorrent ehf. og stjórnanda ţess er ég ekki hissa á ţeirri frétt ađ stađfest hafi veriđ međ dómi ţessum lögbann gegn rekstri vefsíđunnar torrent.is og fallist á skađabótaskyldu enda var sýnt fram á í málinu ađ brotiđ var međ virkum hćtti gegn höfundarétti međ skráarskiptum á tónlist.

 

Ţađ er ekki neytendamál ađ geta tekiđ höfundarréttarvarin verk ófrjálsri hendi og hvorki réttur neytenda né hagsmunir ađ komast hjá ţví ađ greiđa rétthöfum endurgjald fyrir verkin - ţví annars yrđu ţau ekki til. Á hinn bóginn hef ég bent á ósamrćmiđ í ţví ađ rukka aftur fyrir höfundaréttinn en ekki bara "umbúđirnar" - t.d. geisla- eđa mynddiskinn - ef geisladiskurinn skemmist. Ađ mínu mati eiga neytendur vćntanlega rétt á ţví ađ fá nýjan disk gegn lćgra efnis- og e.t.v. umsýslugjaldi ef diskurinn - umbúđir tónlistar, kvikmyndar eđa annars höfundarverks - skemmist. Náist ekki lausn á ţessu - ţarf ađ mínu mati ađ setja lög eđa ađrar reglur sem tryggja ţennan rétt neytenda og virkja hann.

 

Ţetta er útskýrt í tveggja ára gamalli frétt á vefsíđu talsmanns neytenda undir fyrirsögninni og međ eftirfarandi útdrćtti:

 

Neytendur greiđa oft fyrir sama afnotaréttinn

Í talhorninu í gćr veltir talsmađur neytenda upp ţeirri spurningu hvort réttlćtanlegt er ađ neytendur greiđi oft fyrir sama afnotaréttinn ađ tónlist eđa mynd - og svarar neitandi og leggur til lausn. 

 

Máliđ er nánar rakiđ í pistli mínum í talhorninu daginn áđur undir ţessari fyrirsögn og útdrćtti: 

 

Hver á ţennan disk? Og hvađ međ lögin?

Í talhorninu veltir talsmađur neytenda fyrir sér samspili höfundaréttar og afnotaréttar neytenda og bendir á ađ neytendur eigi hagsmuni af - og e.t.v. rétt á - ţví ađ fá nýjan disk ef sá gamli skemmist.  


mbl.is Lögbann á Torrent stađfest
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gísli, hvađ ţá međ ţá vitleysu ađ menn borgi höfundarréttargjald af tómum geisladiskum, af ţví ađ mađur gćti hugsanlega notađ ţá til ađ skrifa á ţá höfundarréttarvariđ efni.  Ţetta er svo arfavitlaust.  Auk ţess er ósamrćmiđ í skattlagningunni mikiđ.  Af hverju er ţá ekki sett hföundarréttargjald á tölvur, minnislykla, ljósritunarpappír, málningu, penna og margt fleira.  Ţađ er hćgt ađ nota ţetta allt itl ađ brjóta höfundarrétt.

Ţađ er ekkert sem bannar mér ađ brenna geisladisk međ uppáhaldslögunum mínum, ef ég hef greitt fyrir tónlistina.  Af hverju á ég ţá ađ borga fyrir ţađ í verđi geisladisksins? Einnig er ţađ eđlileg varúđarráđstöfun ađ taka afrit af frumeintakinu og nota afritiđ, en geyma frumeintakiđ á öruggum stađ, t.d. ţegar mađur er mikiđ ađ ţvćlast međ disk.  Af hverju ţessi sérstaka skattheimta af tölvufólki í nafni höfundarréttar á tónlist?  Og af hverju er ţađ bara STEF sem fćr ţessar tekjur?  Er ţađ vegna sérlegs áhuga fyrrverandi dómsmálaráđherra á tónlist?

Ţađ ţarf ađ taka ţessi lög í gegn og fćra ţau til nútímans. 

Marinó G. Njálsson, 4.2.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Nýi Jón Jónsson ehf

Ţetta mál er fáránlegt međ öllu og ég vona ađ ţetta verđi kćrt til hćstaréttar og Svavari veriđ dćmdar bćtur og málskostnađur felldur á SMÁÍS.

Nýi Jón Jónsson ehf, 4.2.2009 kl. 12:51

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Áhugaverđ grein hjá ţér

Ingibjörg Hinriksdóttir, 4.2.2009 kl. 19:45

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk; ţetta finnst mér réttmćt ábending Marinó en hún lýtur ţó ađ stjórnvöldum eins og ţú áréttar. Stjórnvöld hafa, sem sagt, ákveđiđ ađ skattleggja neytendur til ađ bćta höfundarétthöfum međ ţessum hćtti algengan skađa - áđur fyrr a.m.k.  Mín endurtekna ábending laut ađ höfundarétthöfum sem ég notađi ţeirra eigin- réttmćtu - röksemd um ađ um sé ađ rćđa eignarrétt sem ekki megi ; međ sama hćtti á ađeins ađ greiđa einu sinni fyrir afnotaréttinn af ţeirri eign höfundanna - en ekki aftur ef umbúđirnar, diskurinn, skemmast.

Sömuleiđis árétta ég viđ Einar Bergmund ađ um er ađ rćđa skattlagningu til ađ bćta hugsanlegt tjón - en ekki refsing fyrir vćntanlegan glćp.

Gísli Tryggvason, 6.2.2009 kl. 00:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband