Um stjórnarskipti og áfanga í neytendamálum

Nú þegar stjórnarskipti eru nýorðin vestra og verða væntanlega hérlendis í kringum helgina er gaman að sjá hvað Obama Bandaríkjaforseti er skjótráður; aðeins 10 dögum eftir embættistöku hefur hann fengið samþykktan á þinginu efnahagspakka og hefur forsetinn þingið þó ekki "í vasanum. " Það kemur neytendum - jafnvel um allan heim - vel.

 

Um miðja vikuna var ég í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 þar sem fjallað var um neytendamál - bæði það sem áunnist hefði í tíð fráfarandi stjórnar - t.d. innheimtulög sem tóku gildi um sl. áramót - og þau verkefni sem væntanleg minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur stæði frammi fyrir í neytendamálum - t.d. lög um greiðsluaðlögun, sem vill svo vel til að er gamalt baráttumál Jóhönnu. Slík lög hafa verið í gildi í hinum norrænu ríkjunum í 15-25 ár og voru löngu tímabær - jafnvel fyrir kreppu þegar drög að slíku frumvarpi litu dagsins ljós í viðskiptaráðuneytinu síðsumars.

 

Um þetta má lesa nánar á vefsíðu talsmanns neytenda: www.talsmadur.is.

 

Einnig er í viðtalinu sagt frá nýjum leiðbeiningum okkar umboðsmanns barna um aukna neytendavernd barna, eftirlit með verðmerkingum, ESB, aukið aðhald fjölmiðla með fyrirtækjum o.fl. brýn neytendamál.


mbl.is Efnahagspakkinn samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Obama er vel skipulagður, hugrakkur, víðsýnn og réttlátur. Mikið hefur heimurinn beðið lengi eftir svona leitoga í Hvíta húsið. Nú er sú bið á enda og það er vel. Gott að þú metur hans verk til hagsbóta fyrir neytendur um allan heim. Ekki veitir af. Áfram Obama

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2009 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband