Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Stóra brjóstaberunarmáliđ; stefnir í nokkuđ afdráttarlausa niđurstöđu (1:4)
Nú ţegar óformlegri skođanakönnun er í ţann mund ađ ljúka um hvort leyfa eigi konum ađ vera berbrjósta á almennum sundstöđum á Íslandi er ljóst ađ niđurstađan er nokkuđ skýr - og virđist hafa veriđ nokkuđ viđvarandi tilhneiging frá upphafi skođanakönnunarinnar fyrir tveimur sólarhringum:
Mikill meirihluti (80%) ţeirra sem greiddu atkvćđi (rúmlega 150) úr hópi atkvćđisbćrra, ţ.e. lesenda bloggsins (rúmlega 550), er hlynntur ţví ađ leyfa konum ađ bera sig ađ ofan á sundstöđum. Fáir voru hlutlausir og um 20% voru ţví andvígir.
Ég er nokkuđ hissa og er enn á ţví ađ niđurstađan yrđi öndverđ ef á reyndi međal reglulegra sundlaugargesta - án ţess ađ ég lofi ađ gera könnun um ţađ í heita pottinum á morgun. Ţađ sem skiptir máli er afstađa ţeirra sem ráđa ţessu líklega í raun (sveitarstjórnarfulltrúa) - og ţó enn fremur kvennanna sjálfra ţví ég er viss um ađ meirihluti ţeirra mun ekki breyta háttum sínum.
Laugardagur, 26. apríl 2008
Á ađ leyfa ber brjóst í sundi? Óformleg skođanakönnun
Nú ţarf mađur ađ fara ađ passa sig ef alvöru samkeppni verđur á sundlaugarbakkanum; ég er reyndar nýkominn frá Danmörku - og missti af ţessu, ţó ađ ég hafi bćđi veriđ međ sundskýlu og fylgst nokkuđ vel međ fréttum! Ađ öllu gamni slepptu held ég ađ viđ Norđmenn séum ekki tilbúnir í ţetta frjálslyndi á almennum sundstöđum á Íslandi eins og ég hef áđur vikiđ ađ.
Danir hafa áđur veriđ á "undan" öđrum Norđurlandabúum í ýmsu fleiru - sem ég nefni auđvitađ ekki í sömu andrá og ţetta frjálsrćđi - enda eru ber brjóst auđvitađ ekki klám eins og hér var réttilega bent á. En hvađ sem frjálslyndum bloggurum finnst um ţetta - svona frćđilega - held ég enn ađ reglulegir sundgestir, neytendur almennt, séu íhaldssamari en svo ađ ţeir séu hlynntir ţví ađ konur séu berar ađ ofan á almennum sundstöđum á Íslandi (utan sólarbekkja). Mér finnst líklegt ađ ţetta eigi nokkuđ jafnt viđ um konur og karla sem sćkja sundstađi en erfitt er reyndar ađ sannreyna ţađ.
Rétt er ađ prófa ţessa kenningu međ ţví ađ endurtaka óvísindalega tilraun međ einfaldri skođanakönnun hér til vinstri um ţetta efni - sem stendur í tvo sólarhringa. Spurningin felur auđvitađ í sér ađ bannađ sé (áfram) ađ konur séu berar ađ ofan á almennum sundstöđum á Íslandi - en ég er ekki viss um ađ mikiđ hafi reynt á ţađ (óformlega) bann hingađ til.
![]() |
Konur mega bera brjóstin í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Föstudagur, 25. apríl 2008
Breskir bankar töpuđu FIT-prófmáli
Nú FITna fćrri á kostnađ neytenda. Bresku bankarnir hafa tapađ prófmáli um FIT-kostnađ. Í fréttum BBC í gćrkvöldi sá ég ađ breskir bankar hafa tapađ prófmáli um FIT-kostnađ, ţ.e.a.s. ţegar neytandi fer yfir á reikningi. Sjá nánar hér - m.a. um ţýđingu málsins fyrir neytendur á Íslandi.
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Norđmenn eru bestir
Í anda umdeilanlegrar "gćđaröđunar" ţjóđa hér á bloggi Hammurabis í dag leyfi ég mér ađ alhćfa svona - sem mađur á auđvitađ ekki ađ gera - en nei, ég á ekki viđ í íţróttum; ég segi ţetta heldur ekki bara af ţví ađ ég er staddur á ráđstefnu í Noregi (sjá fréttir hér en efniđ tengist samstarfsverkefni okkar umbođsmanns barna um frekari mörk viđ markađssókn sem beinist ađ börnum); enn síđur alhćfi ég svona af ţví ađ ég er fćddur í Noregi enda man ég ekkert eftir búsetu minni hér.
Ţađ sem vakti mig til ţess ađ alhćfa međ ţessum hćtti í fyrisögninni hér ađ ofan er upprifjun á reynslu minni í ţá tćpu tvo áratugi sem ég hef tekiđ ţátt í norrćnu samstarfi - fyrst sem "danskur" og svo sem íslenskur laganemi í nokkur ár, ţá sem framkvćmdarstjóri íslenskra heildarsamtaka háskólamanna í tćp 7 ár og nú undanfarin 3 ár sem talsmađur neytenda - en norrćnir umbođsmenn neytenda hafa um árabil átt međ sér náiđ og gott samstarf í ţágu neytenda.
Reynsla mín er kannski tilviljunarkennd en ţrátt fyrir ađ ég ţykist tala dönsku eins og innfćddur og kunni vel viđ Finna af augljósum ástćđum og dáist ađ Svíum sem skipulögđum en samt félagslega sinnuđum alţjóđasinnum eru ţađ - af einhverjum ástćđum - oft Norđmenn sem hafa, á margvíslega vísu, reynst mér best í norrćnu samstarfi enda eigum viđ ýmislegt sameiginlegt, annađ en upprunann og fiskveiđihagsmuni, svo sem ađ vera aukaađilar ađ ESB.
Grćnlendingum hef ég ađeins kynnst takmarkađ og ţá helst af hálfdönskum uppruna á námsárum mínum í Danmörku. Fćreyingum hef ég ţví miđur ekki kynnst síđan fallegar stúlkur frá landi ţeirra komu til Akureyrar á táningsárum mínum. Svo má auđvitađ ekki gleyma okkur Íslendingum sjálfum; viđ erum ágćtir.
Sumariđ er komiđ í Ţrándheimi; gleđilegt sumar.
Hér má lesa einstaka fréttir um fróđlegt efni ráđstefnunnar um "Child and Teen Consumption".
Miđvikudagur, 23. apríl 2008
Gott hjá dómaranum
Gott hjá dómaranum ađ kveđa skýrt ađ orđi um ađ ţađ er ekki hlutverk hans ađ leggja línur í neytenda- og neyslupólitík:
"Ţađ [er] ekki hlutverk dómstóla á ákveđa ađ ćskilegt sé ađ neytendur velji frekar eina tegund áfengis en ađra og gera ţannig upp á milli áfengistegunda á ţann hátt, sem ákćrđi heldur fram ađ beri ađ gera. Ţví síđur ađ slá ţví föstu ađ neysla áfengs bjórs sé fólki hollari en til dćmis drykkja brennivíns. Sýknukröfu ákćrđa á ţessum grundvelli er ţví hafnađ."
Ţetta er auđvitađ hlutverk löggjafans - ef ekki neytenda sjálfra. Frá sjónarhóli talsmanns neytenda er eftirfarandi hins vegar mikilvćgasta innleggiđ, sbr. pistil minn fyrir rúmu ári um ábyrgđ á áfengisauglýsingum, ţ.e.a.s. fyrirtćkiđ er nafngreint í auglýsingunni og ţví ber framkvćmdarstjórinn ábyrgđ - en annars er ţađ ritstjórinn eins og ég hef rökstutt:
"Auglýsingin var á vegum fyrirtćkisins sem greiddi fyrir birtingu hennar. Fyrirtćkiđ er tilgreint í auglýsingunum međ nafni á flöskunum og liggur ţví fyrir nafngreining í skilningi 15. gr. laga um prentrétt nr. 75/1956. Ákćrđi, sem framkvćmdastjóri fyrirtćkisins, er ţví ábyrgur fyrir birtingu auglýsingarinnar og breytir engu ţar um ţótt ađrir starfsmenn ţess hafi í starfi sínu annast ţađ ađ semja eđa láta semja auglýsingarnar, koma ţeim á framfćri og greitt fyrir birtinguna."
![]() |
Dćmdur í sekt fyrir ađ birta áfengisauglýsingar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Miđvikudagur, 23. apríl 2008
Landsins versti bílasali
Er ekki rétt ađ huga ađ öđrum ţáttum neytendamála fyrir bílaneytendur? Sá á neytendaţćttinum Kontant á danska ríkissjónvarpinu í gćrkvöld ítarlega umfjöllun um vonsvikna neytendur sem höfđu orđiđ fyrir barđinu á bílasala - sem hafđi ekki bara selt bíla er ekki stóđust vćntingar heldur stóđust hvorki yfirlýsingar hans um ađ bílar vćru nýskođađir o.ţ.h. né fór hann ađ álitum úrskurđarnefndar í neytendamálum í mörgum málum gegn honum. Umfjöllunin, sem var beinskeytt og fól m.a. í sér rökstuddar ásakanir um svik og skjalafals, er liđur í kjöri neytendaţáttarins á Danmarks vćrste brugtvognsforhandler.
Rćtt var viđ marga neytendur sem höfđu ţurft ađ draga nafngreindan bílasalann fyrir úrskurđarnefndir og jafnvel dómsmál en allt kom fyrir ekki ţví ţegar kom ađ ţví ađ fullnusta dóminn borgađi hann ekki og neytandinn bar sönnunarbyrđi fyrir ţví ađ hann ćtti eignir. Ţađ var ekki fyrr en fjárnám hafđi veriđ tekiđ í bílum , sem sannađist ađ hann ćtti, og komiđ var ađ ţví ađ fjarlćgja ţá ađ hann endurgreiddi bíla sem var skilađ í kjölfar riftunar. Ţátturinn sýnir hversu brýnt getur veriđ ađ nafngreina svörtu sauđina - og hafa fjölmiđla sem sinna rannsóknarblađamennsku fyrir neytendur. Danska neytendakerfiđ er líkt hinu íslenska pĺ godt og ondt en íslenskir neytendur hafa ţađ kannski fram yfir danska ađ geta fariđ á einn stađ á Leiđakerfi neytenda og leitađ réttar síns međ gagnvirkum hćtti á www.neytandi.is. Ţađ sem vantar á Íslandi er virkur neytendaţáttur í sjónvarpi á borđ viđ ţennan eins og ég hef bent útvarpsstjóra ítrekađ á.
Ţriđjudagur, 22. apríl 2008
Hćstiréttur skammar dómara en leyfir ţeim ađ sleppa
Á mannamáli sýnist mér Hćstiréttur ţarna vera ađ segja: Hćstiréttur getur ekki skipađ ţessum dómurum ađ dćma aftur í ţessu máli ţar sem lög kveđa á um ađ dómstjóri úthluti málum og dómarar geti beđist undan ţví ađ dćma í máli - ţó ađ ţeir teljist ekki vanhćfir. Athyglisvert er ađ í ţví felst ađ um nýtt mál sé ađ rćđa. Ţannig stađfestir Hćstiréttur í raun niđurstöđu hérađsdóms um ađ sömu dómarar ţurfi ekki ađ dćma aftur í málinu; Hćstiréttur fellst hins vegar ekki á ţćr röksemdir hérađsdóms ađ í fyrri hćstaréttardómi felist ţrýstingur, sem hérađsdómur fann - ađ mínu mati réttilega - fyrir, um ađ komast ađ gagnstćđri niđurstöđu í ţessu nauđgunarmáli.
Hćstiréttur skammar hérađsdómarann hins vegar fyrir ađ kalla ţann ţrýsting stjórnarskrárbrot - og gefur til kynna ađ einfalt hefđi veriđ ađ víkja sér undan ţví ađ dćma aftur í málinu án ţess ađ úrskurđa sig vanhćfan međ ţessum hćtti.
Kjarni málsins er ţó ađ kerfiđ er vandinn eins og rakiđ er hér af félaga mínum og hér af mér.
![]() |
Dómarar fá ekki ađ víkja |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ţriđjudagur, 22. apríl 2008
Sáttamiđlun í deilu um málfrelsi!
Öđrum ţrćđi er ţetta neytendamál - hvađ á neytandi rétt á ađ skrifa og hversu langt má notandi bloggheima leyfa sér gagnvart rekstrarađila - og öđrum notendum, bloggneytendum? Tjáningarfrelsi má samkvćmt stjórnlagafrćđinni skipta í formlegt tjáningarfrelsi sem er nćr takmarkalaust á Íslandi; ríkiđ getur yfirleitt ekki komiđ á ritskođun eđa annarri fyrirfram takmörkun á tjáningu fólks. Efnislegt tjáningarfrelsi er hins vegar takmörkum háđ, m.a. vegna réttinda annars fólks - bćđi einstaklinga á grundvelli meiđyrđalöggjfar, skađabóta- og höfundaréttar o.fl. og hópa á grundvelli stjórnlaga og hegningarlaga.
Mér sýnast stjórnendur bloggsins hafa byggt á efnislegum takmörkunum og notendaskilmálum og e.t.v. hafa ţeir litiđ til hugsanlegrar međábyrgđar viđ ákvörđun sína. Af yfirborđskenndum lestri bloggs undanfarna daga um ţetta deilumál um lokun bloggsíđu međ gagnrýni á íslam virđist mér ađ ađferđarfrćđi sáttamiđlunar eigi fullt erindi til deilenda, bćđi í ţessu sérstaka máli og í hinni stćrri deilu ađ baki. Ég var á námskeiđi um sáttamiđlun í lok síđustu viku - einmitt í Skálholti ţar sem sambćrileg deila var fyrir 458 árum útkljáđ međ dauđadómi.
Ég hef veriđ ađ koma sáttamiđlun á framfćri viđ neytendur undanfariđ, ţ.e.a.s. gjaldfrjáls sáttamiđlun sýslumanna í neytendamálum. Ađferđarfrćđin á ađ mínu mati erindi í bćđi smáum sem stórum deilumálum og hentar oft betur en lögfrćđileg nálgun sem rakin er stuttlega hér ađ framan.
![]() |
Óánćgja međ lokun umdeilds bloggs |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Hagrćđi af hinum látnu
Sé ađ fleiri bloggarar hafa rekiđ augun í ţessa skemmtilegu fyrirsögn sem minnir á fyrirsögn sem varđ frćg fyrir mörgum árum Degi á Akureyri um ţađ leyti sem ég var ţar sumarblađamadur: "Látnir ţvo slökkviliđsbíla á nóttunni" - sem var ţó í hagrćđingarskyni (ţví um var ad rćđa slökkviliđsmenn, ef ég man rétt) en ekki í viđurlagaskyni eins og í ţessi frétt, sem er líka skemmtileg ađ efni til.
![]() |
Látnir tína upp plastpoka |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Sunnudagur, 20. apríl 2008
Quid pro quo - skemmtilegar, myndrćnar o.s.frv.
Eins og Hannibal Lecter (í Silence of the Lambs) benti réttilega á eru samskipti - líka á blogginu - eins og hver önnur viđskipti. "Upplýsingar eru gjaldmiđillinn," sagđi umsćkjandi um starf, sem ég féll fyrir - fyrir vikiđ - og réđ í umrćtt starf; ég sé ţađ alltaf betur og betur ađ mađurinn, sem var reyndar sérmenntađur í ţessum frćđum, hafđi a.m.k. frćđilega rétt fyrir sér.
Gjaldmiđillinn á blogginu er, sem sagt, upplýsingar - hvort sem er frćđilegar, taktískar, umrćđuhvetjandi, tćknilegar, skemmtilegar, stuđandi, myndrćnar, fyndnar, hljóđrćnar, ögrandi - eđa hvađ sem er. Ţađ er ţađ sem mín mánađar reynsla hér segir mér ađ skilji feigan frá ófeigum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)