Föstudagur, 30. janúar 2009
Ákærður úr embætti fyrir að vilja selja þingsæti Obama
Með stjórnlagaþingi, sem hér stefnir í, mætti m.a. koma á svona virku aðhaldi þar sem við misbeitingu embættisvalds yrði brugðist með ákæru úr embætti - af hálfu sjálfstæðs þings. Í þessu tilviki var frávikningin byggð á því að fylkisstjóri Illinois var sakaður um að reyna að selja öldungadeildarþingsæti Obama forseta.
Gríðarmikill áhugi var - m.a. á bloggsíðum - á fréttum á vefnum í gær um stjórnlagaþingsskilyrði fyrir nýrri vinstristjórn; hér er hægt að kynna sér hvað átt er við með stjórnlagaþingi.
Blagojevich fundinn sekur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Áfangi í áralangri vinnu við neytendavernd barna
Nú þegar tímamót eru í stjórnmála- og jafnvel stjórnskipunarþróun Íslands vekur svona frétt um aukna neytendavernd barna skiljanlega ekki mikla athygli en hér er um að ræða lausnarmiðaðan árangur af meira en 3ja ára samstarfi okkar umboðsmanns barna með samráði við um 100 aðila. Með leiðbeinandi reglum, sem við gáfum formlega út í gær um aukna neytendavernd barna, er leitast við að finna gott jafnvægi varðandi mörk við markaðssókn fyrirtækja gagnvart börnum og unglingum.
Í fréttinni á vefsíðu talsmanns neytenda segir:
Frá og með 15. mars nk. eiga engar sjónvarpsauglýsingar að vera í barnatíma, skorður eru settar við kostun og annarri markaðssókn í skólum og forðast skal markaðssókn gagnvart börnum á matvælum með hátt innihald sykurs, salts, fitu og transfitusýru samkvæmt leiðbeinandi reglum sem talsmaður neytenda og umboðsmaður barna gáfu út í gær. Eins og þessi dæmi gefa til kynna og nánar er rökstutt í formála og rakið í skýringum við leiðbeiningarnar er megin áhersla á þessi þrjú atriði, þ.e.
áhrifaríka miðla á borð við sjónvarp, vettvang sem á að vera laus undan markaðsáreiti gagnvart börnum eins og skólastofnanir og innihald sem getur verið skaðlegt í miklu magni svo sem óholl matvara.
Í fréttinni á vefsíðu talsmanns neytenda er bent á að lykilatriði sé við að virkja leiðbeininingarnar að stjórnvöld verði við óskum talsmanns neytenda og umboðsmanns barna um að taka upp opinbert hollustumerki eins og hin norrænu ríkin hafa gert. Þá verði virkt svohljóðandi ákvæði:
"Hollustumerki
Ef opinbert hollustumerki verður tekið upp skal leitast við að aðeins matvæli, sem uppfylla kröfur þess hollustumerkis, séu
- nærri kassa,
- auglýst í kringum bíósýningar og á DVD-diskum fyrir ung börn;
- markaðssett með aðstoð kaupauka sem höfðar sérstaklega til barna;
- markaðssett með þekktum teiknimyndafígúrum eða frægum persónum sem höfða sérstaklega til barna,
- auglýst eða boðin til sölu á áberandi stað í sundlaugum og íþróttamannvirkjum; - framvegis með nafngift, sem gefur í skyn hollustu og eru sérstaklega ætluð fyrir börn."
Neytendavernd barna aukin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. janúar 2009
Viltu vita hvað hugtökin starfsstjórn, þjóðsstjórn, utanþingsstjórn o.fl. hugtök þýða?
Hér árétta ég skýringar í færslu hér að neðan á ýmsum mikilvægum hugtökum sem nú ber á góma, svo sem meirihlutastjórn, minnihlutastjórn, þingræðisstjórn, þjóðstjórn, utanþingsstjórn og starfsstjórn.
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Þjóðstjórn, starfsstjórn, utanþingsstjórn o.fl. hugtök
- Um leið og ég þakka Björgvin G. Sigurðssyni - fyrsta ráðherra landsins sem gekkst meðvitað við titlinum ráðherra neytendamála - fyrir samstarfið undanfarið rúmlega hálft annað ár vil ég að gefnu tilefni skýra fyrir lesendum nokkur hugtök sem eru ofarlega í umræðunni þessa dagana. Hugtökin get ég skýrt og rætt betur í athugasemdum ef óskað er en ekki eru tök á að hafa þetta fræðilegra eða lengra í þessari færslu.
- Meirihlutastjórn er sú sem nú situr, ríkisstjórn sem situr í skjóli yfirlýsts stuðnings meirihluta þingmanna. Langflestar ríkisstjórnir Íslands frá 1917 hafa verið meirihlutastjórnir en frá 1904 -1917 sat aðeins einn ráðherra og var með sama hætti "meirihlutaráðherra" enda er meirihlutastjórn meginreglan í þingræðisríkjum eins og Íslandi. Hugtakið á ekki við þar sem ekki ríkir þingræði, t.d. Bandaríkjunum og Frakklandi, þar sem ríkisstjórn er ekki háð þinginu heldur skipuð af þjóðkjörnum forseta án beins tillits til samsetningar þjóðþings.
- Minnihlutastjórn er sú sem ekki nýtur yfirlýst stuðnings meirihluta þings - en er líkleg til þess að verða varin falli (gegn vantraustsyfirlýsingu meirihluta þings) af nægilega mörgum þingmönnum þannig að skipun hennar stangist ekki á við svonefnda þingræðisreglu sem er talin felast í 2. gr. stjórnarskrárinnar eða a.m.k. stjórnskipunarvenju undanfarin nákvæmlega 105 ár (frá heimastjórn 1. febrúar 1904). Hugtakið á eins og meirhlutastjórn aðeins við í þingræðisríkjum. Minnihlutastjórn hefur verið algengari t.d. í Danmörku og Noregi en hér. Hér sat minnihlutastjórn um skamma hríð 1979 og nokkrum sinnum áður.
- Þjóðstjórn er það gjarnan nefnt þegar allir (eða flest allir) stjórnmálaflokkar, sem eiga fulltrúa á þjóðþingi eins og Alþingi, eiga fulltrúa í ríkisstjórn - sem þannig nýtur (nær) 100% stuðnings þingmanna. Slíkar ríkisstjórnir eru gjarnan skipaðar á stríðs- eða neyðartímum eins og gert var hér 17. apríl 1939 þegar uggvænlega horfði í okkar heimshluta (en sósíalistar þóttu ekki nægilega lýðræðissinnaðir til þess að vera "stjórntækir.")
- Meirihluta-, minnihluta- og þjóðsstjórnir mætti saman nefna þingræðisstjórnir þar sem þær njóta yfirlýsts stuðnings eða (yfirlýsts) hlutleysis meirihluta þjóðþings á borð við Alþingi.
- Utanþingsstjórn er kölluð ríkisstjórn sem skipuð er öðrum en þingmönnum og nýtur ekki yfirlýsts stuðnings Alþingis en varla væri fært að skipa slíka stjórn ef fyrir lægi fyrirfram sannanleg andstaða gegn henni á Alþingi; þá væri stjórnarkreppa. Utanþingsstjórn getur forseti Íslands skipað þegar stjórnmálaflokkum, sem eiga fulltrúa á Alþingi, hefur - þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir - mistekist að mynda þingræðisstjórn - hvort sem er meirihluta-, minnihluta- eða þjóðsstjórn. Þetta hafði nærri því gerst 1980 er Kristján Eldjárn var tilbúinn með ráðherralista í utanþingsstjórn þegar Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, rauf sátt við meirihluta Sjálfstæðisflokksins og náði að mynda stjórn með Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki auk nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokks sem þannig var meirihlutastjórn. Ríkisstjóri Íslands, sem var fyrirrennari forseta Íslands, 1941-1944, skipaði utan þingsstjórn 1942 sem sat til 1944 þegar hann taldi fullreynt um myndun þingræðisstjórnar. Sjálfstæðisflokkkurinn var ósammála því mati ríkisstjórans, Sveins Björnssonar, og galt honum lambið gráa með því að kjósa hann ekki sem fyrsta forseta Íslands 17. júní 1944 þannig að hann fékk færri atkvæði en ella en nóg þó (Alþingi kaus forseta fyrsta sinni en þjóðin eftir það). Ef utanþingsstjórn er skipuð þegar fullreynt er að ekki er fært að skipa þingræðisstjórn hefur hún væntanlega fullt umboð sem ríkisstjórn - öfugt við starfsstjórn, sbr. hér að neðan - en vitaskuld hefur hún minni líkindi fyrir því að ná fram málum á Alþingi, svo sem til þess að fá samþykkt svonefnd stjórnarfrumvörp.
- Starfsstjórn er það gjarnan kallað þegar ríkisstjórn hérlendis eða erlendis hefur beðist lausnar en forseti (eða annar sem fer með þjóðhöfðingjahlutverk) biður ríkisstjórnina að sitja áfram meðan ný (þingræðis)stjórn er skipuð. Slík stjórn er gjarnan talin hafa takmarkaðra umboð en ofangreindar stjórnir til veigamikilla ráðstafana.
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2009 kl. 06:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Uppskrift að nýju lýðveldi - sjálfstætt stjórnlagaþing sem þjóðin kýs til
Frábært framtak hér hjá www.nyttlydveldi.is að sameina þjóðina um nýjan þjóðfund; af þessu tilefni endurbirti ég kjarna úr færslu minni frá í gærkvöldi:
Stjórnlagaþing er það kallað þegar haldin er lögleg bylting.
Yfirgnæfandi stuðningur (95%) er við stjórnlagaþing - nýjan þjóðfund - sem endurskoði stjórnskipun landsins frá grunni - og leggi grundvöll að nýju lýðveldi. Ef sammæli er um að stjórnlagaþing sé eðlilegasta leiðin nú til þess að gera róttækar breytingar á stjórnskipan Íslands og stofna nýtt lýðveldi má hér finna uppskrift að stjórnlagaþingi í 12 skrefum:
Núverandi Alþingi afgreiðir stjórnarskrárbreytingu um tímabundið stjórnlagaþing sem fái vald til þess að semja nýja stjórnarskrá. Þing er rofið og kosið að nýju eins og skylt er þegar frumvarp um stjórnarskrárbreytingu er samþykkt. Stjórnlagaþing kemur saman þegar stjórnarskrárbreyting er samþykkt öðru sinni af nýkjörnu Alþingi. Ekki verði aðeins um smávægilegar lagfæringar að ræða eins og hingað til. Þingmenn og ráðherrar eigi ekki sæti á stjórnlagaþingi. Á stjórnlagaþing verði kjörnir í almennum kosningum fulltrúar þjóðarinnar. Einnig gætu almannasamtök og hagsmunasamtök fengið áheyrnarfulltrúa, t.d. í starfsnefndum stjórnlagaþings, en aðeins þjóðkjörnir fulltrúar hafi atkvæðisrétt. Sjálfstæði stjórnlagaþings sé tryggt með því að fulltrúar þar séu launaðir, stjórnlagaþing ákveði sjálft skipulag sitt, fundarsköp og starfshætti. Stjórnlagaþing geti ráðið sér sérfræðinga til aðstoðar. Starfstími stjórnlagaþings gæti verið um hálft ár. Alþingi og ríkisstjórn starfi áfram að sínum hefðbundnu úrlausnarefnum á meðan. Ný stjórnarskrá verði borin undir þjóðina í bindandi allsherjaratkvæðagreiðslu.
Áður er komið fram að gildandi stjórnarskrá er 135 ára og eftir nokkra daga verður 105 ára heimastjórnarafmæli; síðan hefur stjórnskipulag lítið breyst - sem m.a. endurspeglast í nánum tengslum þings og æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Meginröksemdir fyrir róttækri stjórnarskrárbreytingu eru þó þessi:
- Frumkvæði að stjórnarskrárbreytingum hefur hingað til aðeins getað komið frá Alþingi og stjórnmálaflokkunum sem þar eiga fulltrúa.
- Stjórnarskrárbreytingar hafa ávallt fallið í skugga almennra kosninga.
- Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur oft staðið til en alltaf mistekist.
- Vantraust er á stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum.
- Krafa er um beint lýðræði.
- Óskir eru uppi um róttæka heildarendurskoðun stjórnskipunarinnar.
Lagður verði grunnur að nýju lýðveldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Nýr þjóðfundur - um 95% hlynnt stjórnlagaþingi
Stjórnlagaþing er það kallað þegar haldin er lögleg bylting.
Yfirgnæfandi stuðningur virðist vera víða í samfélaginu um að kosið skuli til stjórnlagaþings sem endurskoði stjórnskipun landsins frá grunni - og leggi grundvöll að nýju lýðveldi eins og margir orða það. Af þeim um 250 sem sáu færslu mína á fimmtudagskvöld með skoðanakönnun um stjórnlagaþing sem ég hafði áður birt uppskrift að greiddi að vísu innan við helmingur atkvæði en af þeim svöruðu tæp 94% eftirfarandi spurningu játandi:
Á að kjósa til sérstaks stjórnlagaþings á árinu 2009, óháð Alþingi, sem semji nýja stjórnarskrá sem borin verði undir þjóðina?
Það mætti segja mér að atburðir dagsins - og þá á ég ekki bara við breytingarferlið sem hófst með embættistöku Obama fyrir 5 klst. síðan - hafi ýtt undir kröfuna um og þörfina á stjórnlagaþingi - nýjum þjóðfundi.
Eins og hér kom fram átti fyrsta stjórnarskráin okkar 135 ára afmæli fyrr í þessum mánuði en hana fengum við að gjöf frá konungi okkar og Dana 1874. Eftir um 10 daga verður heimastjórnin 105 ára því hún tók til starfa 1. febrúar 1904; síðan hefur stjórnskipulag lítið breyst - sem m.a. endurspeglast í nánum tengslum þings og æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Meginröksemdir fyrir róttækri stjórnarskrárbreytingu eru þó þessi:
- Frumkvæði að stjórnarskrárbreytingum hefur hingað til aðeins getað komið frá Alþingi og stjórnmálaflokkunum sem þar eiga fulltrúa.
Stjórnarskrárbreytingar hafa ávallt fallið í skugga almennra kosninga. Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur oft staðið til en alltaf mistekist. Vantraust er á stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum. Krafa er um beint lýðræði. Óskir eru uppi um róttæka heildarendurskoðun stjórnskipunarinnar.
Ef sammæli er um að stjórnlagaþing sé eðlilegasta leiðin nú til þess að gera róttækar breytingar á stjórnskipan Íslands og stofna nýtt lýðveldi má hér finna uppskrift að stjórnlagaþingi í 12 skrefum:
Núverandi Alþingi afgreiðir stjórnarskrárbreytingu um tímabundið stjórnlagaþing sem fái vald til þess að semja nýja stjórnarskrá. Þing er rofið og kosið að nýju eins og skylt er þegar frumvarp um stjórnarskrárbreytingu er samþykkt. Stjórnlagaþing kemur saman þegar stjórnarskrárbreyting er samþykkt öðru sinni af nýkjörnu Alþingi. Ekki verði aðeins um smávægilegar lagfæringar að ræða eins og hingað til. Þingmenn og ráðherrar eigi ekki sæti á stjórnlagaþingi. Á stjórnlagaþing verði kjörnir í almennum kosningum fulltrúar þjóðarinnar. Einnig gætu almannasamtök og hagsmunasamtök fengið áheyrnarfulltrúa, t.d. í starfsnefndum stjórnlagaþings, en aðeins þjóðkjörnir fulltrúar hafi atkvæðisrétt. Sjálfstæði stjórnlagaþings sé tryggt með því að fulltrúar þar séu launaðir, stjórnlagaþing ákveði sjálft skipulag sitt, fundarsköp og starfshætti. Stjórnlagaþing geti ráðið sér sérfræðinga til aðstoðar. Starfstími stjórnlagaþings gæti verið um hálft ár. Alþingi og ríkisstjórn starfi áfram að sínum hefðbundnu úrlausnarefnum á meðan. Ný stjórnarskrá verði borin undir þjóðina í bindandi allsherjaratkvæðagreiðslu.
Aðeins 4,5% voru andvíg því að kosið yrði til stjórnlagaþings og innan við 2% voru hlutlausir eða vildu ekki svara.
Beittu kylfum á mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Lögin, skynsemin og úrræði neytenda
Lögin gegn almennri skynsemi ( Law v common sense)
Og þó að lagakerfinu sé ætlað að vera hlutlaust, síga vogarskálarnar þeim ávallt í hag sem er í órétti. Vegna þess hve málsmeðferðin er dýr og kviðdómar svo ófyrirsjáanlegir, fellst fólk án nokkurrar sakar oft á sættir gagnvart haldlausum kröfum.
Gífurlegt fjölmenni í Washington | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Hæpin ákvörðun sýslumanns
Meðal stefnumála Hagsmunasamtaka heimilanna sem sett voru á fót fyrir helgi, mun vera að breyta lögum þannig að ekki sé hægt að gera gera hærri fjárnámskröfur en sem nemur markaðsverði húsnæðis sem stendur að veði fyrir skuld. Hvað sem þeirri róttæku hugmynd líður líst mér illa á frétt af sýslumanninum á Selfossi sem birtist undir kvöld - bæði í kvöldfréttum sjónvarps RÚV og - tvívegis - á mbl.is en þegar blogga átti um fyrri fréttina bar svo við að hún var horfin og allar bloggtengingar við hana; hvað um það.
Af þessu tilefni er rétt að fara yfir aðrar reglur stjórnsýsluréttar en þá sem sýslumaður byggir formlegar valdheimildir sínar á en það er regla í svonefndum lögum um aðför - sem virðist nú vera réttnefni; lögin eru 20 ára gömul í ár og þar er svohljóðandi reglu að finna um þá aðstöðu að ekki næst í skuldara eða einhvern sem getur svarað fyrir hann með góðu:
Meðal annars er lögreglu í þessu skyni skylt að boði sýslumanns að leita [skuldara] og boða hann til að mæta til gerðarinnar eða færa hann til hennar.
Af þessu tilefni tel ég nauðsynlegt að minna á að sýslumaður er við ákvörðun um beitingu slíkra valdheimilda bundinn af
- jafnræðisreglu stjórnsýslulaga en samkvæmt henni er vart rétt að eitt umdæmi taki skyndilega upp allt aðra stefnu en hinir u.þ.b. 20 sýslumenn landsins við innheimtu,
- meðalhófsreglu stjórnsýslulaga um að önnur og vægari úrræði dugi örugglega ekki til þess að ná sama tilgangi og
- óskrárðri reglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat.
Síðastnefnda reglan felur í sér að hæpið er að ákveða í eitt skipti fyrir öll - nær 400 tilvik samkvæmt fréttum - að beita þessu úrræði; meta ber hvert tilvik fyrir sig.
Hátt í 400 handtökuskipanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Á að boða til sjálfstæðs stjórnlagaþings á árinu 2009? Skoðanakönnun
Í fyrradag birti ég uppskrift mína að stjórnlagaþingi - eða nýjum þjóðfundi - sem semdi nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina; nú þætti mér vænt um að lesendur svöruðu spurningakönnun hér til vinstri - á að boða til stjórnlagaþings á árinu, já eða nei? Könnunin stendur í sólarhring.
Hér eru meginrökin:
Af því tilefni vil ég nefna nokkur meginatriði um þetta hugðarefni mitt.
Stjórnarskráin er 135 ára í þessum mánuði að stofni til. Í 105 ár, frá heimastjórn 1904, hefur stjórnskipulag lítið breyst með nánum tengslum þings og ráðherra/ríkisstjórnar. Frumkvæði að stjórnarskrárbreytingum hefur hingað til aðeins getað komið frá Alþingi og stjórnmálaflokkunum sem þar eiga fulltrúa. Stjórnarskrárbreytingar hafa ávallt fallið í skugga almennra kosninga. Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur oft staðið til en alltaf mistekist. Vantraust er á stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum. Krafa er um beint lýðræði. Óskir eru uppi um róttæka heildarendurskoðun stjórnskipunarinnar.
Lesa uppskrift mína að stjórnlagaþingi.
Lagt til að kosið verði til stjórnlagaþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Lífeyrissjóðir verða ekki þjóðnýttir
Ugg setti að mörgum - og aðrir undruðust - í gærkvöldi þegar Guðmundur Ólafssson, hagfræðingur og háskólakennari, hélt því fram í Kastljósi að til álita kæmi að lífeyrissjóðir yrðu þjóðnýttir - já annað er varla hægt að kalla þá hugmynd sem Guðmundur lýsti. Guðmundur lýsti því ítrekað yfir að segja yrði sannleikann, umbúðalaust.
Tekið skal fram að Guðmundur virðist ekki hafa verið að lýsa eigin skoðun heldur bar hann á borð orðróm um að þetta kynni að standa til - af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórnarinnar. Guðmundur ræðir í annars ágætu Kastljósviðtali um "yfirtöku" lífeyrissjóðanna og má (mis)skilja það á ýmsa vegu en segir svo að hann geti "ekki borið ábyrgð á því" - heldur hafa heyrt þetta "á skotspónum." Slíkt tal getur hins vegar ekki verið án ábyrgðar og vil ég þess vegna svara þessum orðrómi eins og unnt er.
Þegar þessi kvittur komst á kreik fyrr í vetur í kjölfar bankahruns og neyðarlaga tók ég ekki mark á því - og tek ekki nú enda gæti slíkt ekki staðist. Vegna þeirrar óvissu sem slíkt gæti haft í för með sér hjá sjóðfélögum og öðrum hagsmunaðilum ef tekið yrði mark á þessu er ástæða til þess að fara nokkrum orðum um að slík áform - væru þau fyrir hendi - stæðust ekki, hvorki lagalega né eftir öðrum mælikvörðum.
Eins og ég hef áður bloggað um er einn helsti styrkur Íslands lífeyrissjóðakerfið en reynslu okkar af því kerfi gætum við miðlað öðrum þjóðum í því skyni að vera ekki aðeins þiggjendur í samstarfi milli ríkja. Styrkur lífeyrissjóðanna er gjarnan talinn s-in þrjú - eða fjögur að mínu mati:
- skylduaðild,
- sjóðssöfnun,
- samtrygging og
- stjórnarfyrirkomulag.
Fyrstu þrjú atriðin njóta líklega víðtækrar viðurkenningar en það síðasta er að mati mínu einn helsti styrkurinn þar sem hlutaðeigandi stofnaðilar - lýðræðisleg samtök launafólks annars vegar og samtök atvinnurekenda hins vegar - tilnefna helming stjórnarfulltrúa hvor og horfa fyrst og fremst til þess markmiðs að ávaxta fé sjóðfélaganna sem best en líta fram hjá öðrum markmiðum. Allar ákvarðanir - einkum stefnumarkandi og stórvægilegar - þurfa því að njóta víðtæks stuðnings þessara þjóðfélagsafla sem að lífeyrissjóðunum standa. M.a. af þeirri ástæðu yrðu áform um þjóðnýtingu aldrei liðin.
Hitt er ekki síður ljóst í mínum huga að þjóðnýting af hálfu ríkisins stæðist ekki lagalega enda er eignarréttur varinn af stjórnarskránni og má ekki taka eign eignarnámi nema
- samkvæmt lögum,
- í þágu almannahagsmuna og - síðast en ekki síst -
- gegn fullum (ekki sanngjörnum, heldur fullum) bótum.
Markleysa væri að taka fé lífeyrissjóðanna eignarnámi og bæta það svo með fé að fullu. Eins og ég hef skoðað sérstaklega og rökstutt á fræðilegum vettvangi um sambærilegt dæmi er vafalaust að lífeyrissjóðirnir - eins og þeim er komið á fót og stjórnað sem sjálfstæðum lögaðilum í þágu tiltekins skýrs markmiðs - njóta verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Hafi Guðmundur (eða heimildarmaður hans) átt við leigunám - sem einnig eru til fordæmi um - þannig að fé verði fengið að láni gildir hið sama að greiða þarf fullar bætur - þ.e. leiguverð (svonefnda vexti) fyrir; eðlilegast væri að ræða slíkt við stjórnir lífeyrissjóðanna og semja um slík lán eða aðrar ráðstafanir í þágu lands og þjóðar - eins og mun hafa verið reynt og rætt helgina fyrir neyðarlögin í byrjun október.
Eins og Guðmundur sagði í viðtalinu:
[...] hagfræðin fjallar ekki um réttlæti [...]; þetta mál er eiginlega komið út úr hagfræðinni fyrir löngu [...]