Lögin, skynsemin og úrrćđi neytenda

Nú í dag hefjast breytingar vestan hafs er lögfrćđingurinn Obama tekur viđ á forsetastóli af Georg II - eins og leiđarahöfundur The Economist kallar hann međ skírskotun til kúgunartilburđa konunga Breta sem Bandaríkjamenn börđust viđ fyrir sjálfstćđi sínu fyrir tveimur öldum og ţriđjungi betur.
 
 
 
 
Lögin gegn almennri skynsemi ( Law v common sense)
 
Í pistlinum er vel rökstutt ađ í Bandaríkjum Norđur-Ameríku feli ţessi stađhćfing - um ađ lögin (séu oft í) stríđi gegn almennri skynsemi - í sér ađ of mikill lagalegur réttur sé veittur ţeim sem enga réttmćta hagsmuni hafi - á kostnađ hinna sem séu í rétti. Orđrétt segir:
 
 
Og ţó ađ lagakerfinu sé ćtlađ ađ vera hlutlaust, síga vogarskálarnar ţeim ávallt í hag sem er í órétti. Vegna ţess hve málsmeđferđin er dýr og kviđdómar svo ófyrirsjáanlegir, fellst fólk án nokkurrar sakar oft á sćttir gagnvart haldlausum kröfum.
 
 
Hérlendis er ţessu eins fariđ ađ mínu mati - međ öfugum formerkjum ţó; hér er alltof algengt ađ neytendur og ađrir sem eiga á brattann ađ sćkja gagnvart sterkari viđsemjendum ţurfi ađ láta réttlátan málstađ niđur falla af sömu ástćđu, ţ.e. vegna ţess hve erfitt, dýrt, óvisst og tímafrekt getur veriđ ađ sćkja mál.
 
Viđ ţessu geta neytendur ađ vísu spornađ međ ţví ađ nýta sér vannýtt úrrćđi sem felst í sáttamiđlun sýslumanna í neytendamálum og önnur úrrćđi - svo sem fjölda kćru- og úrskurđarnefnda - sem nýta má međ ađstođ Leiđakerfis neytenda (á www.neytandi.is).
 
Ţetta eru úrrćđi samkvćmt gildandi reglum.
 
 
Auk ţeirra ţarf af ofangreindum ástćđum ađ gera úrbćtur á gildandi lögum, svo sem međ  auđveldari smámálameđferđ í smćrri og einfaldari neytendamálum, t.d. vegna vörukaupa, og ekki síđur međ sérstökum reglum um hópmálsókn eins og ég hef imprađ á oftar en einu sinni.
 

mbl.is Gífurlegt fjölmenni í Washington
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband