Föstudagur, 3. október 2008
Vetur og góđar vonir
Kominn er (óvćntur) vetur - í tvenns konar skilningi - en innviđir landsins eru traustir eins og lesa má um hér um lífeyrissjóđakerfi Íslands sem stendur flestum öđrum framar.
Hrina árekstra í hálkunni | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fimmtudagur, 2. október 2008
Hvađ tryggir Tryggingarsjóđur innistćđueigenda og fjárfesta?
Hér er ítarlegt yfirlit á vefsíđu talsmanns neytenda yfir tryggingarvernd ţeirra, sem eiga innistćđur og verđbréf í íslenskum fjármálastofnunum, sem Tryggingarsjóđur innistćđueigenda og fjárfesta hefur ađ beiđni talsmanns neytenda tekiđ saman.
Eins og fram hefur komiđ eru innistćđur betur tryggđar en verđbréf ţví markađsverđmćti verđbréfasjóđa er ekki tryggt.
Sjá nánar hér.
Í kvöld eđa á morgun verđur á sama stađ vćntanlega birt sambćrileg samantekt á vernd lífeyrissparnađar frá Landssamtökum lífeyrissjóđa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţriđjudagur, 30. september 2008
Tvćr góđar fréttir fyrir neytendur
Ég tjái mig ekki ađ sinni í embćttis nafni um ţessi ummćli og ađstćđur viđ ríkisvćđingu Glitnis en vil - vegna hagsmuna neytenda - vekja athygli á tveimur jákvćđum fréttapunktum fyrir neytendur, sem fram komu í 10-fréttum RÚV nú í kvöld:
- Forystumađur repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaţing lýsir fullvissu um nauđsyn og framkvćmd ađgerđa af hálfu stjórnvalda til ţess ađ tryggja fjármálastöđugleika ţarlendis sem hafa munu áhrif víđa um heim.
Sameining Glitnis og Landsbanka ólíkleg | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.10.2008 kl. 12:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Ţriđjudagur, 30. september 2008
Neytendur njóta trygginga gagnvart innistćđum
Á vefsíđu talsmanns neytenda áréttađi ég í morgun ađ gefnu tilefni hvađa trygginga neytendur njóta sem eigendur sparifjár í bönkum - bćđi lögbundins lágmarks (í dag rúmar 3 millj. kr. í hverjum banka eftir gengishrun krónunnar) og óbeinnar ríkisábyrgđar sem sýndi sig međ yfirtöku ríkisins á Glitni banka í gćr. Ţar kemur einnig fram ađ hlutafé er áhćttufjárfesting í eđli sínu og nýtur ţví ekki sömu verndar og bankainnistćđur.
Sjá nánar frétt á vef talsmanns neytenda og upphaflega frétt frá í febrúar um lögbundnar lágmarkstryggingar.
Nćsta verkefni ríkisins er ađ styrkja krónuna en gengisvísitalan nálgast 200!
Erfiđir gjalddagar framundan | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ţriđjudagur, 30. september 2008
Komiđ út úr skápnum - of seint!
Sorgleg finnst mér sú endurtekna tilfinning ađ stjórnmálamenn geti ekki komiđ út úr skápnum međ raunverulegar stjórnmálaskođanir sínar, sem varđa ţjóđahag, fyrr en ţeir hafa látiđ - eđa eru í ţann mund ađ láta - af völdum. Ég nefni engin nöfn enda fellur nýlegasta dćmiđ hérlendis ekki undir stjórnarskrárákvćđi (ađ mig minnir frá upphafi, 1874) um ađ ţingmenn skuli fylgja sannfćringu sinni einni.
Ísland eđa Sviss | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Laugardagur, 27. september 2008
Ekki koma heim, Geir...
Fyrir réttu hálfu ári skrifađi ég um ţá tilfinningu neytenda og launţega ađ vera í Matadorspili - ekki sem leikmenn, heldur sem leiksoppar; sú tilfinning hefur ekki breyst - heldur styrkst. Ekki bara af ţví tilfinningin virtist rétt 10 dögum síđar heldur vegna ţess ađ á ţeim 6 mánuđum sem síđan hafa liđiđ hefur ástandiđ hríđversnađ; lungann úr september hafa íslensku Matadorpeningarnir náđ nýju lágmarki annan hvern dag. Ţá hafđi krónan á 3ur mánuđum "ađeins" falliđ um u.ţ.b. 30% gagnvart helstu gjaldmiđlum frá áramótum en nú hefur hún á 9 mánuđum ársins falliđ yfir 50%!
Ţá taldi ég teikn á lofti um ađgerđir af hálfu stjórnvalda; ţćr voru seinar ađ sýna sig og ţó ađ ýmsir vćru sakađir um bráđlćti sýndu flestir biđlund. Nú er liđiđ hálft ár frá upphaflega gengishruninu um páskana og í dag kom enn og aftur betur í ljós ađ tilraunir stjórnvalda eru ekki ađ bera árangur.
Á međan blćđir fólki og fyrirtćkjum (út). Sem talsmađur neytenda hef ég almennt taliđ ţađ utan minnar lögsögu ađ tjá mig um efnahags- og gengismál - hvađ ţá ađ skipta mér af ţeim; ţađ er verkefni sem stjórnmálamenn eiga ađ sjá um.
Talsmanni neytenda er ekki faliđ ađ leggja til úrbćtur á öđru en reglum
er varđa neytendur sérstaklega,
en á hinn bóginn er talsmanni neytenda einnig faliđ af sjálfum löggjafanum ađ
standa vörđ um hagsmuni og réttindi neytenda
og
bregđast viđ ţegar hann telur brotiđ gegn réttindum og hagsmunum neytenda [.]
Ţar sem flestir neytendur landsins
- gjalda fyrir ţetta fordćmalausa gengisfall daglega í verslun undanfarna mánuđi,
- finna ţađ mánađarlega í afborgunum og daglega á höfuđstól lána í erlendri mynt eđa
- sjá ţađ reglulega á höfuđstól og mánađarlega á afborgunum verđtryggđra lána í íslenskum krónum ţrátt fyrir afborganir
var mér nóg bođiđ síđdegis í gćr - eftir 2ja sólarhringa biđ eftir skýringu frá stjórnvöldum eđa Seđlabanka Íslands. Ţá hafđi engin skýring borist - ţrátt fyrir gríđarlegan ţrýsting fjölmiđla, greiningardeilda banka o.fl. - á ţví ađ minnsta ríki heimsins međ sjálfstćđa sérstaka mynt var ekki taliđ ţurfa ađ vera međ ţegar systurríki gerđu fyrr í vikunni samninga um gjaldmiđlaskipti sem hagfrćđingar frćđasamfélagsins og greiningardeilda bankanna virtust sammála um ađ Ísland hefđi ţurft ađ eiga sambćrilega ađild ađ - sem eins konar tryggingu gegn enn verra ástandi (en ţar - hvađ ţá hér - ríkir).
Svörin sem ég fékk frá New York frá efnahagsráđgjafa forsćtisráđherra voru í stuttu máli ađ hann vissi lítiđ meira en ég (um skýringu ţessa); ég er ekki sérfrćđingur í efnahagsmálum - eins og margir málsmetandi hagfrćđingar landsins eru duglegir ađ benda á eđa gefa í skyn ţegar ég efast um réttmćti gildandi fyrirkomulags á tengingu neytendalána viđ vísitölu neysluverđs (svonefndrar verđtryggingar).
Svörin frá Seđlabanka Íslands voru síđur efnisleg - heldur ţau ađ ekki vćri unnt ađ ná í bankastjórnina en frétt yrđi birt á vef bankans um eđa eftir kl. 16:00, ţ.e. viđ lokun markađa - sem var ágćtt ţví inntak yfirlýsingarinnar var rýrt (hér er fréttatilkynningin í heild):
Eins og komiđ hefur fram í fréttum hefur Seđlabanki Bandaríkjanna gert tvíhliđa gjaldmiđlaskiptasamninga viđ fjóra seđlabanka til ţess ađ leysa úr bráđaţörf fyrir Bandaríkjadali sem upp kom í viđkomandi löndum. Samningar ţessir eru annars eđlis en ţeir sem Seđlabanki Íslands gerđi viđ ţrjá norrćna seđlabanka í maí sl.
Seđlabanki Íslands hefur átt viđrćđur viđ Seđlabanka Bandaríkjanna á undanförnum vikum. Ekki voru taldar ástćđur eđa efni til ţess ađ gera á ţessu stigi saming viđ Seđlabanka Íslands. Alls ekki vćri ţó útilokađ ađ slíkur samningur yrđi gerđur síđar ef ađstćđur gefa tilefni til.
Ég las ekki út úr ţessu svariđ sem RÚV birti í gćrkvöldi, ţ.e. hvort um vćri ađ rćđa
- viljaleysi (sem ég vildi ekki trúa) eđa
- upplýsingaleysi, ţ.e. ađ Íslendingum hefđi ekki veriđ kunnugt um fyrirhugađa samninga (sem hefđi mátt bćta úr í kjölfariđ).
Samkvćmt RÚV er svariđ hvorugt - heldur getuleysi:
Vildu ekki semja viđ Seđlabankann
Seđlabanki Íslands rćddi viđ Seđlabanka Bandaríkjanna um gjaldeyrisskiptasamninga. Bandaríski seđlabankinn sá hins vegar ekki tilefni til ađ gera samning viđ Seđlabanka Íslands á ţessu stigi. Ingimundur Friđriksson seđlabankastjóri segir ađ Seđlabanki Bandaríkjanna hafi séđ sjálfum sér hag í ţví ađ gera samninga viđ ákveđna banka. Samningar bandaríska Seđlabankans hafi veriđ gerđir gagngert til ađ bregđast viđ bráđaţörf á ţessum tilteknu mörkuđum.
Mér brá í brún; hvernig munu markađir (međ krónu, skuldatryggingarálag, hlutabréf o.fl.) bregđast viđ ţessu á mánudagsmorgun? Fyrir rúmum 4rum árum sagđi á forsíđu íslensks dagblađs eitthvađ á ţessa leiđ:
Komdu heim, Ólafur Ragnar.
Ţá var ég í útlöndum og vonađi í stíl viđ fyrirsögnina; forsetinn brást mér ekki heldur dreif sig heim langan og erfiđan veg og beitti ţví synjunarvaldi sem ég kaus hann til. Nú er forsćtisráđherra í útlöndum en ég sit heima; ţví segi ég (ţó ađ ég viti ađ stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi um annađ ađ hugsa ţessa dagana ţessar klukkustundirnar):
Ekki koma heim, Geir - fyrr en ţú hefur samiđ viđ vini okkar í Bandaríkjunum (viđ erum međ varnarsamning viđ ţá), helst fyrir opnun markađa á mánudagsmorgun.
Ekki ţótti ástćđa til ađ gera gjaldmiđlaskiptasamning | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fimmtudagur, 25. september 2008
Skjótar og traustvekjandi ađgerđir stjórnvalda
Mér finnast ţessar ađgerđir viđ fyrstu sýn hljóma sem skynsamleg málamiđlun milli upphaflegra tillagna stjórnvalda og gagnrýni á ţćr undanfarna daga. Raunar finnast mér viđbrögđ stjórnvalda ţarlendis undanfarnar vikur bćđi hafa veriđ traustvekjandi, samkvćmar, skjótar og virkar - ţó ađ auđvitađ eigi ţađ eftir ađ koma betur í ljós međ tímanum en markađir hafa ţegar brugđist vel viđ.
Forsetinn virđist ekki bara hafa skipađ faglega sterkan seđlabankastjóra og hćfan og skjótráđan fjármálaráđherra međ reynslu úr fjármálageiranum heldur tryggir bandaríska stjórnskipulagiđ - ađ ţar er ekki ţingrćđi heldur veitir hver handhafi ríkisvaldsins (dómsvalds, framkvćmdarvalds og löggjafarvalds) hinum nokkuđ ađhald - ađ fólk neyđist til ađ hlusta, tala saman og ná samkomulagi.
Síđast en ekki síst finnst mér ţessi viđbót góđ fyrir neytendur, ţ.e. ađ ekki er ađeins hugsađ um kerfiđ og hluthafa:
Nýja tillagan mun ađstođa fasteignareigendur, koma taumhaldi á launa til stjórnenda fyrirtćkja sem leita hjálpar og tryggja yfirsýn yfir framkvćmdir fjármálaráđuneytisins.
Ný útfćrsla björgunarpakkans | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Miđvikudagur, 24. september 2008
"Nú skaltu hćkka, elskan"
Ég var ađ hrađsmella yfir helstu fréttir á vefnum og á textavarpi til ađ vera öruggur um ađ hafa ekki misst af neinu markverđu undanfarnar klukkustundir eftir skammvinna og skemmtilega - en svolítiđ erfiđa - fjarveru frá helstu fréttaveitum.
Á sama tíma var ég ađ reyna ađ sinna smávćgis foreldraskyldum og sagđi ţetta annars hugar - eftir nokkrar ítrekanir á hefđbundnum skilabođum á ţessum tíma kvölds:
Nú skaltu hćkka, elskan.
Ţriđjudagur, 23. september 2008
Nćstum gilt svar - pólitík er list hins mögulega
Ţađ, sem ekki er sótt um, fćst ekki. Ekki vil ég segja ađ ţetta séu óvćntar fréttir frá félaga Olla Rehn - frekar en ađ ESB-ađildarviđrćđur Íslands munu taka innan viđ ár.
Hvern á ađ spyrja?
Ţetta fréttist strax á fyrsta degi (eđa kvöldi) heimsóknar Evrópunefndar ríkisstjórnarflokkanna til höfuđborgar Evrópusambandsins (ESB). Sem meyja og lögfrćđingur er ég hins vegar svolítill "formalisti" og held enn ađ ekki sé víst ađ "rétt" svar fáist viđ spurningu Björns Bjarnasonar dómsmálaráđherra og áđur Valgerđar Sverrisdóttur, ţáverandi viđskiptaráđherra, um tvíhliđa (auka)ađild ađ evru fyrr en Barrosso, formađurinn sjálfur, f.h. framkvćmdarstjórnar ESB, verđur spurđur - formlega [eđa enn frekar pólitískir leiđtogar ESB eins og hinn formađurinn bendir hér á]. (Hins vegar finnst mér traustvekjandi hversu marga nefndin hittir samkvćmt fréttinni til ađ spyrja ţessarar spurningar - enda kemur fram ađ á morgun, miđvikudag, verđi rćtt um mögulegar lagalegar hindranir viđ tvíhliđa leiđinni.)
Hver á ađ spyrja?
Ekki er síđur mikilvćgt ađ spurningin komi frá réttum ađila, utanríkisráđherra landsins, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Um forsendur ţeirrar (hjá)leiđar vísa ég til fćrslu minnar á byltingardaginn franska ţar sem m.a. sagđi í niđurlagi:
[...] Eins og dómsmálaráđherra áréttađi strax í gćr er hann ekki ađ viđra möguleikann á einhliđa upptöku evru sem var útilokuđ endanlega á Viđskiptaţingi í vor [...]. Dómsmálaráđherra er ađ stinga upp á svipađri lausn og tveir prófessorar hafa reifađ - ađ semja um aukaađild Íslands ađ myntbandalaginu án fullrar ESB-ađildar.
Um er ađ rćđa frćđilegan möguleika sem verđur ekki kannađur frekar frćđilega - ađeins eftir formlegum leiđum hjá til ţess bćrum ađilum í Brussel enda hefur embćttisfulltrúi ESB gagnvart Íslandi ţegar áréttađ ađ ţessi möguleiki sé útilokađur. Allt sem er frćđilega mögulegt er hins vegar pólitískt mögulegt ef réttur ađili er spurđur (viđ réttar ađstćđur).
Réttur ađili ţarf líka ađ spyrja. Tvíhöfđa Evrópunefnd forsćtisráđherra (eđa frćđimenn á hennar vegum) getur ţví ekki kannađ ţennan möguleika eins og forsćtisráđherra virtist ćtlast til međ ummćlum í RÚV síđdegis og í kvöld; tvíhöfđa nefndin getur ađeins tekiđ undir hugmyndina (eđa hafnađ henni) og lagt til ađ ríkisstjórnin kanni hana formlega međ ţví ađ leita samninga um hana.
Međ stjórnarskrárbundiđ vald forseta til ţess ađ gera samninga viđ önnur ríki fer utanríkisráđherra.
Ţá vil ég minna á sýn mína á tímaröđ sem ég sá - og sé enn - fyrir mér ef ákveđiđ verđur ađ kanna ESB-ađild; neytendur hafa ţegar gert upp hug sinn.
Tvíhliđa upptaka evru óraunhćf | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. september 2008
"Til lengri tíma litiđ..."
Bankamenn velja orđ sín af kostgćfni. Í gćr endurtók forstjóri Glitnis, Lárus Welding, ţađ svar sitt í Silfri Egils ađ
Til lengri tíma litiđ er ţađ ekki banka í hag ađ krónan sveiflist eđa sé veik.
Ég hjó eftir ţessu sama orđalagi hans ţegar hann var spurđur í sumar eđa vor sömu spurningar, ţ.e.:
hvort ţađ sé eitthvađ til í ţví ađ íslensku bankarnir setji gengi krónunnar niđur viljandi ţegar kemur ađ ţví ađ skila árshlutauppgjöri [...]
Eins og bankamenn velja lögfrćđingar orđ sín af kostgćfni en ţeim er kennd gagnályktun í háskóla; mér finnst nćrtćkt ađ gagnálykta frá ţessu endurtekna svari bankaforstjórans ađ til skemmri tíma hafi ţeir hagsmuni af ţví ađ krónan sé veik - viđ ársfjórđungsuppgjör eins og margir benda á. Eftir stendur hvort bankarnir veiki hana viljandi.