"Til lengri tíma litið..."

Bankamenn velja orð sín af kostgæfni. Í gær endurtók forstjóri Glitnis, Lárus Welding, það svar sitt í Silfri Egils

 

Til lengri tíma litið er það ekki banka í hag að krónan sveiflist eða sé veik.

 

Ég hjó eftir þessu sama orðalagi hans þegar hann var spurður í sumar eða vor sömu spurningar, þ.e.

 

hvort það sé eitthvað til í því að íslensku bankarnir setji gengi krónunnar niður viljandi þegar kemur að því að skila árshlutauppgjöri [...]

 

Eins og bankamenn velja lögfræðingar orð sín af kostgæfni en þeim er kennd gagnályktun í háskóla; mér finnst nærtækt að gagnálykta frá þessu endurtekna svari bankaforstjórans að til skemmri tíma hafi þeir hagsmuni af því að krónan sé veik - við ársfjórðungsuppgjör eins og margir benda á. Eftir stendur hvort bankarnir veiki hana viljandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Að mínu mati er ekki vafi á því sj´ðau til það róast allt eftir uppgjörið um mánaðarmmótin

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.9.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.