Næstum gilt svar - pólitík er list hins mögulega

Það, sem ekki er sótt um, fæst ekki. Ekki vil ég segja að þetta séu óvæntar fréttir frá félaga Olla Rehn - frekar en að ESB-aðildarviðræður Íslands munu taka innan við ár.

 

Hvern á að spyrja?

Þetta fréttist  strax á fyrsta degi (eða kvöldi) heimsóknar Evrópunefndar ríkisstjórnarflokkanna til höfuðborgar Evrópusambandsins (ESB). Sem meyja og lögfræðingur er ég hins vegar svolítill "formalisti" og held enn að ekki sé víst að "rétt" svar fáist við spurningu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og áður Valgerðar Sverrisdóttur, þáverandi viðskiptaráðherra, um tvíhliða (auka)aðild að evru fyrr en Barrosso, formaðurinn sjálfur, f.h. framkvæmdarstjórnar ESB, verður spurður - formlega [eða enn frekar pólitískir leiðtogar ESB eins og hinn formaðurinn bendir hér á]. (Hins vegar finnst mér traustvekjandi hversu marga nefndin hittir samkvæmt fréttinni til að spyrja þessarar spurningar - enda kemur fram að á morgun, miðvikudag, verði rætt um mögulegar lagalegar hindranir við tvíhliða leiðinni.)

 

Hver á að spyrja?

Ekki er síður mikilvægt að spurningin komi frá réttum aðila, utanríkisráðherra landsins, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Um forsendur þeirrar (hjá)leiðar vísa ég til færslu minnar á byltingardaginn franska þar sem m.a. sagði í niðurlagi:

 

[...] Eins og dómsmálaráðherra áréttaði strax í gær er hann ekki að viðra möguleikann á einhliða upptöku evru sem var útilokuð endanlega á Viðskiptaþingi í vor [...]. Dómsmálaráðherra er að stinga upp á svipaðri lausn og tveir prófessorar hafa reifað - að semja um aukaaðild Íslands að myntbandalaginu án fullrar ESB-aðildar.

 

Um er að ræða fræðilegan möguleika sem verður ekki kannaður frekar fræðilega - aðeins eftir formlegum leiðum hjá til þess bærum aðilum í Brussel enda hefur embættisfulltrúi ESB gagnvart Íslandi þegar áréttað að þessi möguleiki sé útilokaður. Allt sem er fræðilega mögulegt er hins vegar pólitískt mögulegt ef réttur aðili er spurður (við réttar aðstæður).

 

Réttur aðili þarf líka að spyrja. Tvíhöfða Evrópunefnd forsætisráðherra (eða fræðimenn á hennar vegum) getur því ekki kannað þennan möguleika eins og forsætisráðherra virtist ætlast til með ummælum í RÚV síðdegis og í kvöld; tvíhöfða nefndin getur aðeins tekið undir hugmyndina (eða hafnað henni) og lagt til að ríkisstjórnin kanni hana formlega með því að leita samninga um hana.

 

Með stjórnarskrárbundið vald forseta til þess að gera samninga við önnur ríki fer utanríkisráðherra.

 

Þá vil ég minna á sýn mína á tímaröð sem ég sá - og sé enn - fyrir mér ef ákveðið verður að kanna ESB-aðild; neytendur hafa þegar gert upp hug sinn.


mbl.is Tvíhliða upptaka evru óraunhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband