Festing gengis myntkörfulána og verðtrygging

Hér er enn eitt raunhæfa dæmið um harðan skell íbúðarlána í erlendri mynt gagnvart ungu fjölskyldufólki. Sjá hér nýjustu fréttina af þessu á vefsíðu talsmanns neytenda og viðtal við mig hér á rás 1 hjá RÚV í morgun þar sem ég rek m.a. að sum sjónarmið að baki ósk um viðræður við félagsmálaráðherra um festingu gengis myntkörfulána - fast eða varanlega - eins og nánar er útfært hér af Marinó G. Njálssyni á bloggsíðu hans.

 

Í jafnræðisskyni þarf svo að gera eitthvað við svonefndri verðtryggingu neytendalána eins og ég hef lengi bent á og Marinó rökstyður og útfærir hér


mbl.is Afborgunin fór úr 107 í 198 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frysting gengislána og verðtrygging

Að þessu hef ég hugað og bent á og bíð viðbragða stjórnvalda, sbr. útdrátt:

 

Rétt í þessu var því lýst yfir á blaðamannafundi forsætis- og viðskiptaráðherra að skoðaðar yrðu leiðir til þess að frysta íbúðarlán neytenda í erlendri mynt vegna ástands á gengismörkuðum. Talsmaður neytenda fagnar þessu og áréttar ósk sína um viðræður til að tryggja hag neytenda í þessu efni.

 

Niðurlag fréttarinnar á vef talsmanns neytenda hljóðar svo:

 

Mikill stuðningur neytenda og jafnræði við verðtryggð lán

Þess má geta að fjölmargir neytendur hafa haft samband við talsmann neytenda undanfarið og tekið undir þetta auk þess sem sumir hafa bent á að gæta þurfi jafnræðis gagnvart íbúðarlánum í verðtryggðum krónum - sem einnig hefur verið bent á lengi af hálfu talsmanns neytenda.

 


mbl.is Jafnræði milli lántakenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalgata eða Borgartún?

Í nótt kepptust bandarísku forsetaframbjóðendurnir um hvor stæði betur með almennum neytendum við að létta af þeim óhóflegri byrði íbúðarlána sem þeir hafa komist (komið sér, segja sumir) í.

 

Þarlendis er þó hvorki verðtrygging né útbreiddur flótti frá henni yfir í lántöku í öðrum gjaldmiðlum.

 

Í Bandaríkjunum er sem sagt keppst við að standa við bakið á Main Street - almennum neytendum í Aðalgötu - ekki síður en bankakerfið á Wall Street (kerfinu í Borgartúni). Í bandaríska þinginu tóku þjóðkjörnir fulltrúar sér drjúgan tíma (um tvær vikur) í að meta tillögur stjórnvalda og vega hagsmuni allra á vogarskálunum; hér voru að lokum sett neyðarlög á nokkrum klukkustundum - þannig að hagsmunir neytenda komust ekki til umfjöllunar hjá löggjafanum sjálfum.

 

Þess vegna áréttaði ég sem talsmaður neytenda í gær við félagsmálaráðuneytið umsögn minni til Alþingis í fyrrakvöld - í þágu neytenda - þar sem ég vísa til lagaheimildar félagsmálaráðherra til útfærslu á eignarnámi íbúðarlána neytenda gagnvart bankakerfinu. Í erindinu benti ég á nokkrar mögulegar leiðir til þess að tryggja hag neytenda við yfirtöku ríkisins á íbúðarlánum í erlendri mynt - og óska eftir viðræðum á grundvelli eftirfarandi sjónarmiða:

 

Talsmaður neytenda bendir á fimm konar meginsjónarmið til stuðnings sértækri breytingu á stöðu íbúðarlána í erlendri mynt við yfirtöku Íbúðarlánasjóðs á þeim:

  • neytendasjónarmið,
  • samfélagsleg sjónarmið,
  • stjórnskipuleg sjónarmið,
  • lögfræðileg sjónarmið og
  • hagfræðileg sjónarmið.

 

Sjá frétt www.mbl.is hér.


mbl.is Obama og McCain deildu um fjármálakreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"[...] brostnar forsendur..."

Athyglisvert er að þarna hafnar fráfarandi stjórn bankans meintri lagaröksemd ríkisins af sama tagi  og ég notaði ("forsendubrestur") í opinberri umsögn talsmanns neytenda í fyrrakvöld um frumvarp til neyðarlaga sem þá var til meðferðar í þinginu og eru nú grundvöllur þvingaðrar yfirtöku - bæði bankakerfis og íbúðarlána neytenda.

 

Í umsögninni sagði ég um þetta atriði til að rökstyðja fast gengi við yfirtöku íbúðarlána í erlendri mynt (eins og ítrekað var við félagsmálaráðuneytið í gær):

 

 

Nauðsynlegt að festa gengi íslensku krónunnar

Af framangreindum sökum telur talsmaður neytenda rétt að gengi íslensku krónunnar - sem hefur samkvæmt alþjóðlegum og innlendum fréttum ekki verið í eðlilegri verðmyndun síðan í síðustu viku - verði fastsett með sömu lögum sem heimila ríkisvæðingu bankakerfisins og íbúðarlána í heild. Er ljóst að gengishrun undanfarinna vikna í kjölfar gengisfalls undangenginna mánuða veldur framangreindum hagsmunum neytenda gríðarmiklu tjóni grípi löggjafinn ekki inn í samhliða þessari neyðarlöggjöf.

 

Að öðrum kosti telur talsmaður neytenda hugsanlegt að forsendubrestur hafi orðið hvað varðar þá samninga sem standa að baki framangreindum lánsviðskiptum - sem frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkið yfirtaki.


mbl.is FME tekur Glitni yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég brá mér aðeins frá - hefur eitthvað gerst?"

Einu sinni sá ég mynd um konu í Austur-Þýskalandi sem hafði - að mig minnir - fallið í dá og vaknað aftur eftir 9. nóvember 1989 en sonur hennar vildi forða henni frá sjokkinu við breytinguna í kjölfar þess að Berlínarmúrinn féll skyndilega; sjálfur man ég þá stund vel og viðbrögð eldri Dana við nýju "Stór-Þýskalandi." 

 

En hvað ef maður hefði farið í langa göngu á Hornstrandir eða eitthvert annað þar sem ekki ku vera GSM-samband (hvar sem það nú skyldi vera) - og verið utan fjölmiðlasambands, t.d. síðan síðdegis sunnudaginn 28. september sl. (þegar bara sumir voru með smá í maganum út af lánalínuleysi Íslands o.þ.h.). Sú var sjálfsagt tíðin að maður gat skroppið í frí í viku, tíu daga (og fyrir rúmum áratug var fólk ekki með GSM-síma) án þess að veröldin umturnaðist á meðan.

 

Eins og andleg og veraldleg "yfirvöld" okkar standa sig vel í að árétta þessa dagana hefur veröldin ekkert umturnast - en fréttafíkill hefði verið nokkuð undrandi að koma heim í dag eftir að "neyðarlög" voru sett á Íslandi í gærkvöldi og 1-2 bankar teknir yfir af ríkinu síðan síðast. 


mbl.is Baksvið: Hvaða „vinir" brugðust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnaðarefni

Ég fagna því sem haft er eftir viðskiptaráðherra á www.dv.is í dag:

 

að þau lán sem um ræðir verði tekin inn í Íbúðalánasjóð sem samkvæmt heimild muni lækka þau til samræmis við það gengi sem var þegar lánið var tekið.

 

Í gærkvöldi sagði www.ruv.is frá umsögninni sem birtist hér á vef talsmanns neytenda og fjallað er um hér. Lesa má umræður um umsögnina hér á www.eyjan.is.

 

Ráðherrann segir einnig á sama stað:

 

,,Eitt af því mikilvægara sem við gerum er að koma til bjargar skuldugu fólki. Íbúðalánasjóður mun fá takmarkalausa heimild til að kaupa upp öll veðlán sem tengd eru húsnæðiskaupum,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra aðspurður um örlög fólksins í landinu sem tekið hefur húnsnæðislán tengd erlendri mynt og horfir nú upp á að eiga enga möguleika á því að standa undir afborgunm sem hafa hækkað í hlutfalli við fall krónunnar.


Evra stuðlar að minni sveiflum, krónan eykur sveiflurnar að mati aðalhagfræðings Seðlabankans

Á milli ekki-frétta helgarinnar um efnahagsvandann las ég viðtal við aðalhagfræðing Seðlabankans þar segir m.a.:

 

Mín niðurstaða hefur verið að þátttaka í gjaldmiðlabandalagi myndi stuðla að minni sveiflum. Ég dreg þá ályktun af því hvar óstöðugleikinn hjá okkur liggur. Ísland er fyrst og fremst frábrugðið öðrum löndum hvað áhrærir sveiflur í einkaneyslu. Sveiflurnar í einkaneyslu eru mjög nátengdar sveiflum krónunnar. Þannig að það virðast mjög veik rök fyrir því að við verðum að hafa sérstakan gjaldmiðil til að draga úr sveiflum. Þvert á móti eykur hann sveiflurnar.

 

Svo mælir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, í viðtali í októbertölublaði Mannlífs, bls. 14-23, en þessi ummæli er að finna á bls. 20. 


mbl.is Geir: Staðan mjög alvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Palin valin - eða fellur hún í valinn?

Þar sem ég er engu nær eftir efnahagsfréttabið helgarinnar datt mér í hug að vekja athygli á þessari stórfrétt að vestan um bandarísk stjórnmál en eins og ég sagði í þessari færslu getur ýmislegt gerst þar á elleftu stundu:

 

Þegar hefur verið bent á eina beinagrind - og það sem meira er: niðurstaðan úr rannsókn á réttmæti ásakana gagnvart Palin eiga að liggja fyrir nokkrum dögum fyrir forsetakosningarnar; hún er sökuð um að hafa sem fylkisstjóri Alaska misbeitt pólitísku valdi með því að víkja embættismanni úr embætti í kjölfar þess að hann hafnaði flutning í annað embætti - en ástæðan er sögð vera sú að embættismaðurinn neitaði að reka starfsmann sem átti í deilum við fyrrverandi konu sína, systur Palin.


mbl.is Bera vitni um störf Palin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlit yfir öryggi og áhættu vegna sparifjár neytenda

Frá upphafi þessarar gjörningaviku hef ég með aðstoð sérfræðinga og hagsmunaaðila leitast við að upplýsa neytendur um þær formlegu reglur og óbeinu viðhorf sem gilda um tryggingar á bankainnistæðum og áhættufé og nú síðast stöðu lífeyrissjóða. Þetta er fyrst og fremst gert til þess að

  • neytendur séu upplýstir um rétt sinn og hagsmuni en einnig gert í því skyni að
  • árétta mismunandi öryggi eftir því hvaða form er á sparnaði og loks til þess að
  • fyrirbyggja óþarfa ótta - sem var fyrirsjáanlegur og sýndi sig með vaxandi þunga eftir því sem leið á vikuna.

 

Þetta hef ég bæði gert á neytendabloggi þessu (http://neytendatalsmadur.blog.is/) og á formlegri vefsíðu embættis talsmanns neytenda (http://www.talsmadur.is/), svo og í fjölmiðlum eftir því sem þeir hafa séð fréttaefni til.

 

Reyndar birtist upphaflega frétt um lágmarksinnistæðutryggingar o.þ.h. á vefsíðu talsmanns neytenda í febrúar sl.

 

Hér á eftir er smá yfirlit yfir fréttir og pistla á vefsíðu talsmanns neytenda, þ.e. eigin skrif og með gestaskrifum fulltrúa þeirra sjóða sem um er að ræða, þ.e. á fimmtudag (með frétt um upplýsingar frá Tryggingarsjóði innistæðueigenda og fjárfesta), og föstudag (með gestapistli frá Landssamtökum lífeyrissjóða). Eftirfarandi eru tenglar á sjálf skrifin ásamt dagsetningu og fyrirsögn - en neytendabloggið hefur fyrst og fremst vísað á þau vefskrif enda er bloggið meira lesið:

 

Í fyrsta, öðru og síðasta tilvikinu er vísað á nánari vefsíður, lög eða pistla en í þriðja tilvikinu eru svör við flestum spurningum sem vaknað hafa hjá neytendum undanfarna daga.

 

Í vikulokin og um helgina hef ég leitast við að fá sérfróða aðila til þess að skrifa sambærilega kynningu á reglum og sjónarmiðum um öryggi og áhættu við séreignarlífeyrissparnað landsmanna.


Hér eru jákvæðar fréttir

Hér eru jákvæðar fréttir um vernd innistæðna í bönkum og sterka lífeyrissjóði.
mbl.is Hvetja til aðgátar í umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband