"Ég brá mér aðeins frá - hefur eitthvað gerst?"

Einu sinni sá ég mynd um konu í Austur-Þýskalandi sem hafði - að mig minnir - fallið í dá og vaknað aftur eftir 9. nóvember 1989 en sonur hennar vildi forða henni frá sjokkinu við breytinguna í kjölfar þess að Berlínarmúrinn féll skyndilega; sjálfur man ég þá stund vel og viðbrögð eldri Dana við nýju "Stór-Þýskalandi." 

 

En hvað ef maður hefði farið í langa göngu á Hornstrandir eða eitthvert annað þar sem ekki ku vera GSM-samband (hvar sem það nú skyldi vera) - og verið utan fjölmiðlasambands, t.d. síðan síðdegis sunnudaginn 28. september sl. (þegar bara sumir voru með smá í maganum út af lánalínuleysi Íslands o.þ.h.). Sú var sjálfsagt tíðin að maður gat skroppið í frí í viku, tíu daga (og fyrir rúmum áratug var fólk ekki með GSM-síma) án þess að veröldin umturnaðist á meðan.

 

Eins og andleg og veraldleg "yfirvöld" okkar standa sig vel í að árétta þessa dagana hefur veröldin ekkert umturnast - en fréttafíkill hefði verið nokkuð undrandi að koma heim í dag eftir að "neyðarlög" voru sett á Íslandi í gærkvöldi og 1-2 bankar teknir yfir af ríkinu síðan síðast. 


mbl.is Baksvið: Hvaða „vinir" brugðust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neiii svo sem ekkert merkilegt gerðist ja nema það að nú er Rússland orðinn besti og eini vinur okkar!!!!!!!!!!!!!!!!!! í augnablikinu

Elín (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband