Frysting gengislána og verðtrygging

Að þessu hef ég hugað og bent á og bíð viðbragða stjórnvalda, sbr. útdrátt:

 

Rétt í þessu var því lýst yfir á blaðamannafundi forsætis- og viðskiptaráðherra að skoðaðar yrðu leiðir til þess að frysta íbúðarlán neytenda í erlendri mynt vegna ástands á gengismörkuðum. Talsmaður neytenda fagnar þessu og áréttar ósk sína um viðræður til að tryggja hag neytenda í þessu efni.

 

Niðurlag fréttarinnar á vef talsmanns neytenda hljóðar svo:

 

Mikill stuðningur neytenda og jafnræði við verðtryggð lán

Þess má geta að fjölmargir neytendur hafa haft samband við talsmann neytenda undanfarið og tekið undir þetta auk þess sem sumir hafa bent á að gæta þurfi jafnræðis gagnvart íbúðarlánum í verðtryggðum krónum - sem einnig hefur verið bent á lengi af hálfu talsmanns neytenda.

 


mbl.is Jafnræði milli lántakenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er alveg sammála þér varðandi gengistryggð íbúðarlán.

En hvað með bílalánin, sem gera ansi mörgum erfitt fyrir?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.10.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sæll félagi.

Þar er bæði eðlis-, form- og stærðarmunur.

Í fyrsta lagi er íbúðarlánum (og gjarnan námslánum, t.d. í norrænum ríkjum) í flestum lagakerfum gert hærra undir höfði - skattalega, lánalega og út frá greiðslubyrði og jafnvel endanlegri ábyrgð eins og við þekkjum úr sögu námslána og íbúðarlána hér; ástæðan er jú sá velferðarmissir sem það veldur að (hafa ekki (eigið) húsnæði eða) að vera rekinn úr (eigin) húsnæði. Jafnvel í bílaborgum eins og hér og í BNA er ekki eins slæmt að vera bíllaus og húsnæðislaus. Í öðru lagi er í neyðarlögum kveðið á um að íbúðarlán megi taka yfir af ríkinu (án þess að spyrja lántakanda) en ekkert minnst á bílalán eða (önnur) neyslulán. Í þriðja lagi eru bílalán varla meira en fáar millj. kr. og minna hjá þeim sem eru nægjusamir í því efni en fæstir eiga íbúðarhúsnæði undir 20-25 millj. kr. en auðvitað er skuld- og veðsetningarhlutfall mjög mismunandi.

Gísli Tryggvason, 9.10.2008 kl. 23:50

3 identicon

ég skil ekki hvað fólk er blint á óveðrið sem bíður í formi verðtryggðu lánanna.  ég sé ekki betur en verðtryggingin tryggi að smáfólkið, almenningur, fái reikninginn fyrir ruglinu, með vöxtum.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband