Hér eru jákvæðar fréttir

Hér eru jákvæðar fréttir um vernd innistæðna í bönkum og sterka lífeyrissjóði.
mbl.is Hvetja til aðgátar í umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég hef fylgst með blogginu þínu undanfarið og það er upplýsandi. Samt miðað við orðalag ráherra þá er ég ekki viss hvernig þessi vernd virkar.

  1. Ef t.d. banki fer á hausinn á morgun, hversu langur tími líður þar til þú getur tekið sparifé þitt út að nýju? (Þ.e. þá hámarksupphæð sem ríkið tryggir.) Eru það klukkustundir, dagar, vikur eða mánuðir?
  2. Hvernig nálgast maður þessa tryggingu ef illa fer? (Hjá hverjum, hvar?)
  3. Þeir tala alltaf um sparifé, gildir þessi trygging líka fyrir inneignir á veltureikningum?
  4. Oft er það þannig að veltureikningar eru á yfirdrætti og laun lögð inná þá. Þannig að staða reikningsins er í mínus þó úttektarheimildin er mun hærri. Er í slíkum tilfellum ekki útilokað að fá eitthvað af mánaðarlegum launum sínum til baka ef bankinn fer í gjaldþrot?
  5. Ertu með einhverja tilvísun í heimasíðu með lögum um þetta?

Mér finnst dálítið skorta ítarlegar upplýsingar um þetta. Það er bara hampað á því að allt sé öruggt en oft þegar á reynir þá er til smátt letur. Sem auðvita er ekkert minnst á þegar talað er opinberlega. Það væri ágætt, ef þú hefur tök á, að upplýsa um þessa þætti sem ég spyr um hér að ofan.

Sumarliði Einar Daðason, 3.10.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Þakka þér Sumarliði. Ég hef alla vikuna á þessu neytendabloggi (http://neytendatalsmadur.blog.is/) og á formlegri vefsíðu embættis talsmanns neytenda (http://www.talsmadur.is/) freistað þess - að eigin frumkvæði - að slá á óþarfa ótta í þessu efni sem var fyrirsjáanlegur og sýndi sig með vaxandi þunga eftir því sem leið á vikuna. Þetta hef ég gert með fréttum og pistlum á morgnana á vefsíðuna - bæði með skrifum sjálfur og með gestaskrifum, þ.e. í gær, fimmtudag (með frétt um upplýsingar frá Tryggingarsjóði innistæðueigenda og fjárfesta), og í dag föstudag (með gestapistli frá Landssamtökum lífeyrissjóða). Hér eru tenglar á sjálf skrifin ásamt dagsetningu og fyrirsögn - en bloggið hefur fyrst og fremst vísað á þau vefskrif enda bloggið meira lesið:

Í fyrsta og síðasta tilvikinu er vísað á nánari vefsíður, lög eða pistla en í hinu tilvikinu eru svör við flestum spurningum sem vaknað hafa og lúta flest að þínum spurningum og vona ég að þar séu svör við þínum spurningum í 1.-5. tl. Hafðu annars endilega samband.

Gísli Tryggvason, 4.10.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Miðað við tilvísanir þínar þá sýnist mér að Fjármálaeftirlitið geti tekið sér hátt í þrjár vikur til þess að afgreiða kröfu. Hins vegar er ekkert getið um hvenær sjálf krafan verði greitt sé hún sönnuð með öllu (sem er frekar erfitt þegar þú kemst ekki í heimabankann eða í útibúið þegar bankinn er farinn á hausinn). Fyrir venjulegan launamann með venjulegan launareikning hjá einhverjum banka, sem gæti farið á hausinn, þá gæti hann staðið fyrir því að mánaðarlaun hans eru horfin í vikur eða mánuði nema viðkomandi taki út laun sín í reiðufé strax. Hvað á viðkomandi að gera þegar launin eru hirt af honum í þetta langan tíma? Viðkomandi þarf að borga sín eigin lán og lifa.

Miðað við mína túlkun þá virðist vera best að taka út reiðufé sem dekka þennan tíma og eiga nóg af dósamat, hveiti, sykri og þess háttar. Athugaðu að ég er að tala um þennan venjulega launamann þar sem launin hrökkva vart fyrir mánaðarútgjöldum. Það er mjög stór hópur á Íslandi!

Því skil ég það vel að flest útibú bankanna voru troðfull í dag.

Sumarliði Einar Daðason, 4.10.2008 kl. 02:21

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ps. þetta snýst allt um tíma og peninga. Ríkisstjórnin hefur nefnt peninga í þessu sambandi en ekki tíma.

Sumarliði Einar Daðason, 4.10.2008 kl. 02:23

5 Smámynd: Gísli Tryggvason

Þakka þér Sumarliði; það er rétt að samkvæmt þessum svörum tryggingarsjóðsins við algengum spurningum getur tekið mánuði að fá innistæður greiddar út enda er tilgangur hans væntanlega fyrst og fremst að tryggja lágmark (miðað við evrugengi nú rúmar 3 millj. kr. á hverja kennitölu í hverjum banka) uppsafnaðs sparnaðar neytenda - en ekki daglegt veltufé neytenda sem þú minnist á.

Auðvitað er það svo rétt hjá þér að tími er peningar - einkum í því hávaxta- og verðtryggingarumhverfi sem við höfum búið við hér. Við þessa lögbundnu lágmarkstryggingu bætist óbeina ábyrgðin sem ég minntist á í fréttum á vefnum 11.2.08 og 30.9.08 (http://www.talsmadur.is/Pages/55?NewsID=892) og ráðherrar áréttuðu nú í vikulokin; nú vona ég að ríkisstjórn, lífeyrissjóðir og aðilar vinnumarkaðarins séu þessar klukkustundirnar að finna lausn á því að ríkið - og gjaldmiðillinn - standi undir þeirri óbeinu ábyrgð. Talandi um gjaldmiðilinn þá er þar áhætta sem er orðin óbærileg neytendum - bæði skuldurum vegna gengis- eða verðtryggingar - og eigendum vegna hruns verðgildis krónunnar undanfarið.

Gísli Tryggvason, 4.10.2008 kl. 16:24

6 Smámynd: Anna

Hvað verður um fermingapeninga dóttur minnar sem lagt var inn fyrir 2 árum??? Sem voru 200.000 kr þá?

Anna , 5.10.2008 kl. 13:02

7 Smámynd: Gísli Tryggvason

Fermingarpeningar eru varðir með sama hætti og annað fé, sbr. nánar á http://www.talsmadur.is/, en þeir hafa vonandi ávaxtast eitthvað á þessum 2ur árum. Nú hefur krónan að vísu misst mjög verðgildi sitt á undanförnu ári og það er einn stærsti (neytenda)vandinn. Ef fólk er sátt við að halda fé í krónunni er þessi fjárhæð hins vegar vel innan lágmarkstryggingarinnar sem rakin er í skrifum á tilvísuðum vef: http://www.talsmadur.is/. Hafðu endilega samband ef eitthvað er óljóst.

Gísli Tryggvason, 5.10.2008 kl. 19:51

8 Smámynd: Anna

Þakka þer fyrir þessar upplýsingar.

Anna , 7.10.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.