Bótaskylda viðurkennd vegna brots á jafnræði neytenda

Nú - einu ári og einum degi eftir neyðarlögin - fellur loks fyrsti efnisdómurinn (og það aðeins á fyrra dómstigi) um afleiðingar og aðdraganda hrunsins og tengdra atvika; neytendur sjálfir (og aðrir tjónþolar) þurftu að reka þetta mál en opinberir aðilar komu þar lítið nærri - sem að mínu mati sýnir að árið hefur ekki verið nægilega vel nýtt af til þess bærum aðilum!

 

Auk þess fellst dómurinn aðeins á svokallaða viðurkenningarkröfu (varakröfu í málinu) en í því felst að ef ekki verður samkomulag um útreikning til uppgjörs tjóninu, sem dómurinn fellst á að bæta skuli, getur þurft annað dómsmál um útreikning tjónsins eins og reyndar er fremur algengt í skaðabótamálum.

 

Án þess að ég hafi gefið mér tíma til að greina dóminn í smáatriðum má hér greina meginrökin í forsendum fjölskipaðs héraðsdóms sem eru:

 

að á það er fallist með [neytanda] að hlut­deildar­skírteinishöfum hafi verið mismunað í aðdraganda að lokun sjóðsins 6. október 2008 eftir því hvort þeir innleystu hlutdeild sína eða ekki. 

 

Mismununin fól í sér brot gegn jafnræði sjóðfélaga sem skylt var að mati dómsins að gæta að.

 

Þeir, sem innleystu hlutdeild sína frá 10. september 2008 til lokunar 6. október s.á., fengu of hátt verð fyrir eignarhlut sinn í sjóðnum sem leiddi til þess að eign þeirra, sem eftir sátu, rýrnaði að sama skapi. 

 

Með þessu bökuðu Landsvaki og Landsbankinn sér bótaskyldu gagnvart neytandanum sem var meðal þeirra sem höfðuðu mál. Fróðlegt verður að sjá hvaða afstöðu Hæstiréttur tekur ef málinu verður áfrýjað - svo og hvernig neytendum og öðrum tjónþolum gengur að innheimta kröfur sínar.

 

Ég tek fram að ættingi minn var skamma hríð, töluvert eftir hrunið og tjónið, forsvarsmaður Landsvaka.


mbl.is Bótaskylda Landsvaka viðurkennd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú árið er liðið...

Í dag er merkisdagur; ég man þennan dag í fyrra eins og sumir muna 22. nóvember 1963, er Kennedy var myrtur, og eins og ég man 28. febrúar 1986 er Palme var skotinn! Þá hrundi heimurinn - að einhverju leyti - eins og við töldum okkur þekkja hann.

 

Ég hef ekkert nægilega gáfulegt nýtt að segja á þessum ársdegi - en minni á færslu mína rúmri viku fyrir hrunið enda verða nánari upplýsingar og minningar líklega að bíða betri tíma. Fyrir utan það, sem þar kom fram, læt ég nægja að segja að þá helgi hitti ég hátt settan mann, sem átti að vera mun betur tengdur en ég, sem virtist áhyggulaus miðað við mig!


Ber forsetinn einhverja ábyrgð?

Einu athugasemdirnar sem ég hef fengið við færsluna frá í gær (og það aðeins á öðrum vettvangi) um mögulega ábyrgð á hruninu af hálfu ýmissa hópa - eru annars vegar að hugsanlega beri alþjóðleg matsfyrirtæki einhverja ábyrgð, sem kann að vera en ég þarf að íhuga nánar, og að forsetinn beri ábyrgð (en reyndar fjallaði ég aðeins um hópa en ekki einstaka aðila); af því tilefni vil ég vekja athygli á að í stjórnarskránni segir í 11. gr.:

 

11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis.
Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna1) Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.
Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.

 

Í færslunni frá í gær segir:

 

"Nú þegar liðið er ár frá neyðarlögum og bankahruni og aðeins mánuður er þar til skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður birt gæti verið fróðlegt að velta fyrir sér fræðilegum möguleikum á ábyrgð á

  • aðdraganda hrunsins og
  • afleiðingum þesa.

 

Ábyrgð getur bæði komið til vegna

  • verka einstakra aðila og
  • athafnarleysi þeirra sem áttu að sýna frumkvæði.

 

Ég ætla að freista þess að greina í einfaldri og lítt rökstuddri töflu:

  1. einstaka hópa (en ekki persónur) sem almennt kunna að verða látnir bera ábyrgð,
  2. líkindi á ábyrgð að mínu mati,
  3. tegund ábyrgðar - f.o.f. lagaleg (og þá einkum bótaábyrgð og refsiábyrgð) en annars t.d. starfsleg eða pólitísk,
  4. hvaða aðili fer með aðalfrumkvæði að rannsókn og
  5. hver fer væntanlega með lokaúrskurðarvald í því efni.
 

Aðilar

Líkindi

Tegund

Aðalfrumkvæði

Úrskurðarvald

Ráðherrar

Líklegt

Lagaleg

Alþingi

Landsdómur

Þingmenn

Líklegt

Pólitísk

Rannsóknarnefndin

Kjósendur

Embættismenn

Ólíklegt

Starfsleg

Rannsóknarnefndin

Ráðherrar

Opinberir stjórnarmenn

Ólíklegt

Lagaleg

Rannsóknarnefndin

Ráðherrar

Endurskoðunarfyrirtæki

Líklegt

Bótaábyrgð

Lögmenn (ríkis)

Dómstólar

Kröfuhafar

Tap (hluta)

Skilanefndir

Dómstólar

Lántakendur

Skuldahækkun

Alþingi

Dómstólar

Hlutabréfaeigendur

Tap

Á vart við

Eðli áhættufjár

Innistæðueigendur

Nei

Full ábyrgð

Stjórnvöld

Alþingi

Peningamarkaðssjóðfélagar

Tap hluta

Stjórnvöld

Dómstólar

Bankar

Ekki til

Á vart við

Alþingi

Kröfuhafar

Stjórnarmenn banka

Líklegt

Refsi-/ bóta-

Saksókn, lögmenn

Dómstólar

Æðstu stjórnendur banka

Líklegt

Refsi-/ bóta-

Saksókn, lögmenn

Dómstólar

Millistjórnendur banka

Ólíklegt

Refsi-/ bóta-

Saksókn, lögmenn

Dómstólar

Aðrir starfsmenn banka

Nei

Refsi-/ bóta-

Saksókn, lögmenn

Dómstólar

Fjölmiðlar

Ólíklegt

Markaðsleg

Netið

Lesendur

 

Vafalaust gleymi ég einhverjum og má þá bæta úr því í athugasemdum, svo og ef ég ofmet eða vanmet ábyrgð einhverra aðila. Sama er að segja um rökstuðning sem eðli málsins samkvæmt er knappur í slíku töfluformi. Loks þarf ekki að deila um það að borgarar landsins og ekki síst skattborgarar (hérlendis og erlendis) munu augljóslega bera byrðar vegna hrunsins á endanum."


Hverjir bera mögulega ábyrgð?

Nú þegar liðið er ár frá neyðarlögum og bankahruni og aðeins mánuður er þar til skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður birt gæti verið fróðlegt að velta fyrir sér fræðilegum möguleikum á ábyrgð á

  • aðdraganda hrunsins og
  • afleiðingum þesa.

 

Ábyrgð getur bæði komið til vegna

  • verka einstakra aðila og
  • athafnarleysi þeirra sem áttu að sýna frumkvæði.

 

Ég ætla að freista þess að greina í einfaldri og lítt rökstuddri töflu:

  1. einstaka hópa (en ekki persónur) sem almennt kunna að verða látnir bera ábyrgð,
  2. líkindi á ábyrgð að mínu mati,
  3. tegund ábyrgðar - f.o.f. lagaleg (og þá einkum bótaábyrgð og refsiábyrgð) en annars t.d. starfsleg eða pólitísk,
  4. hvaða aðili fer með aðalfrumkvæði að rannsókn og
  5. hver fer væntanlega með lokaúrskurðarvald í því efni.
 

Aðilar

Líkindi

Tegund

Aðalfrumkvæði

Úrskurðarvald

Ráðherrar

Líklegt

Lagaleg

Alþingi

Landsdómur

Þingmenn

Líklegt

Pólitísk

Rannsóknarnefndin

Kjósendur

Embættismenn

Ólíklegt

Starfsleg

Rannsóknarnefndin

Ráðherrar

Opinberir stjórnarmenn

Ólíklegt

Lagaleg

Rannsóknarnefndin

Ráðherrar

Endurskoðunarfyrirtæki

Líklegt

Bótaábyrgð

Lögmenn (ríkis)

Dómstólar

Kröfuhafar

Tap (hluta)

Skilanefndir

Dómstólar

Lántakendur

Skuldahækkun

Alþingi

Dómstólar

Hlutabréfaeigendur

Tap

Á vart við

Eðli áhættufjár

Innistæðueigendur

Nei

Full ábyrgð

Stjórnvöld

Alþingi

Peningamarkaðssjóðfélagar

Tap hluta

Stjórnvöld

Dómstólar

Bankar

Ekki til

Á vart við

Alþingi

Kröfuhafar

Stjórnarmenn banka

Líklegt

Refsi-/ bóta-

Saksókn, lögmenn

Dómstólar

Æðstu stjórnendur banka

Líklegt

Refsi-/ bóta-

Saksókn, lögmenn

Dómstólar

Millistjórnendur banka

Ólíklegt

Refsi-/ bóta-

Saksókn, lögmenn

Dómstólar

Aðrir starfsmenn banka

Nei

Refsi-/ bóta-

Saksókn, lögmenn

Dómstólar

Fjölmiðlar

Ólíklegt

Markaðsleg

Netið

Lesendur

 

Vafalaust gleymi ég einhverjum og má þá bæta úr því í athugasemdum, svo og ef ég ofmet eða vanmet ábyrgð einhverra aðila. Sama er að segja um rökstuðning sem eðli málsins samkvæmt er knappur í slíku töfluformi. Loks þarf ekki að deila um það að borgarar landsins og ekki síst skattborgarar (hérlendis og erlendis) munu augljóslega bera byrðar vegna hrunsins á endanum.


mbl.is Samþykktu Icesave blindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ójafnræði gagnvart eignarformum og skuldavandi heimilanna

Fréttin staðfestir löngu fram komna umræðu um ójafnræði milli aðgerða í þágu þeirra sem áttu fé í sjóðum (og bönkum) og gagnvart íbúðareigendum og skuldurum neytendalána.

 

Þó að ég hafi fyrir tæpu ári tekið frumkvæði sem talsmaður neytenda að því að aðstoða neytendur, sem töpuðu fé í peningamarkaðssjóðum, við að ná rétti sínum - bæði gagnvart bönkum og skattyfirvöldum - hef ég ekki notað jafnræðisrök til stuðnings tillögum um frekari aðgerðir og endanlegar lausnir gagnvart skudavanda heimilanna. Ástæðan er sú að ég hef einskorðað mig við lagaleg sjónarmið - sem halda mætti fram fyrir dómi (eða gerðardómi eins og ég hef lagt til við stjórnvöld og síðar kröfuhafa); í lögfræði er almennt talið að ójafnræði til ívilnunar í þágu eins aðila eða hóps geti ekki rennt lagalegum stoðum undir sambærilega kröfu annars aðila eða hóps. Slík rök hafa hins vegar - og geta væntanlega - notað þeir sem starfa í þágu hagsmunaaðila á pólitískari grunni en ég sem embættismaður með lögbundið hlutverk.

 

Í þessu sambandi má einnig nefna að í hrunvikunni milli yfirtöku Glitnis 29. september 2008 og neyðarlaganna viku síðar, 6. október sl., leitaðist ég við að upplýsa neytendur um rétt þeirra samkvæmt lögum um innistæðutryggingar o.fl. og takmarkanir hans og ráðleggja þeim almennt vegna þeirra takmarkana. Síðan hafa stjórnvöld ítrekað sýnt í verki að og lýst yfir að í gildi sé ótakmörkuð ábyrgð á innistæðum í bönkum - án þess þó að löggjafinn hafi beinlínis staðfest þá ábyrgð eins og stjórnarskráin áskilur.

 

Æ betur sést hins vegar að jafnræði hefur ekki verið í heiðri haft gagnvart þeim, sem áttu peningalegar eignir (og töpuðu að hluta), annars vegar og hins vegar þeim, sem orðið hafa fyrir tjóni vegna hrunsins sem íbúðareigendur og skuldarar neytendalána - bæði íbúðarlána og bílalána.


mbl.is Of hátt mat á virði bréfa í peningamarkaðssjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmisaga neytanda úr viðskiptalífinu

Ég er stundum gagnrýndur af félögum mínum í seinni tíð fyrir að vera ekki nógu harður á mínu enda er ég ragur við að standa á rétti mínum þar sem ég er hræddur við að vera sakaður um að misbeita stöðu minni eða hagnast á lagaþekkingu minni og þarf því að vera sérlega viss í minni sök til að láta ekki vaða yfir mig sem neytanda. Í dag var ég þó nokkuð viss um að hafa stöðu almenns neytanda og hafði tíma til að gera það sem flestir neytendur eiga að reyna að gera þegar aðstæður bjóða.

 

Sagan er svona:

 

Ég hafði fyrir um tveimur vikum misst dýran hlut heima og brotið rafhlöðulok og fór í umboðsverslunina og spurði hvað nýtt lok kostaði; svarið var 1.250 kr. en það skipti mig máli þar sem ég hefði getað látið mér nægja (í bili a.m.k.) að laga eldra lokið með lími eða límbandi ef það yrði mikið dýrara að kaupa nýtt lok. Fyrir um viku síðan var hringt og sagt að lokið, sem pantað var fyrir mig, væri komið; af rælni (eða smá paranoiu) spurði ég aftur hvert verðið væri og það var sagt hið sama: 1.250 kr.; var ég ánægður með að allir virtust nú orðið vita að samningar skulu standa. Klukkan var að nálgast lokunartíma og ég sagðist þá sækja lokið í næstu viku. Svo gaf ég mér ekki tíma fyrr en í síðdegis í dag til að sækja lokið og hafði sæmilega rúman tíma. Er ég hugðist greiða sagði afgreiðslumaðurinn (og ég tek fram að þjónustan fyrr og síðar var í alla aðra staði til fyrirmyndar, bæði hvað varðar gæði, þjónustu, hraða og annað) að verðið væri 2.190 kr. Þó að ég sé úr máladeild fann ég strax að þetta var hátt í 1.000 kr. hærra en umsamið verð. Nánar til tekið er þetta 940 kr. hærra eða 75% hækkun. Ég bar mig illa og sagði að ég hefði spurt fyrir pöntun - og til öryggis eftir að pöntuð vara var komin í hús - og verðið hefði því verið umsamið og töluvert lægra. Sölumaðurinn sagði að þetta væru mistök og gamalt verð eða eldri listi og bauð mér ljúflega 10% afslátt (219 kr.). Af því að ég var aldrei þessu vant ekki að flýta mér og ekki með fjölda þreyttra barna með í för sagði ég að það væri ekki það sem um var samið. Sölumaðurinn sagði þá að umrætt verð (1.250 kr.) væri svo lágt að verslunin myndi tapa á að selja á því verði; kannski hafði ég betri samningsstöðu en ella þar sem um sérpöntun var að ræða og tapið væri meira ef ég gengi út! Hins vegar spurði ég - án þess að fá svar - hvert innkaupsverðið var; gaf sölumaðurinn sig þá og seldi mér lokið á umsömdu verði og án þess að neinir eftirmálar yrðu.

 

Þetta nefni ég (í trausti þess að staða mín og lagaþekking hafi ekki spilað inn í eins og ég nefndi í upphafi) til þess að neytendur viti að réttur þeirra - t.d. til þess að krefjast þess að (munnlegir) samningar standi - er oft mikill; það sem alltof oft vantar er staða, aðstæður, úrræði eða þekking til að ná rétti sínum. Meðal þess sem nota má til að bæta úr þessu er Leiðakerfi neytenda (www.neytandi.is).


Hví ekki að leysa hratt úr óvissu um (ó)lögmæti gengislána?

Rétt er það hjá bankanum - eins og hér er rakið - áfram er óvissa um (ó)lögmæti gengislánanna sjálfra þó að ég og fleiri lögmenn og fræðimenn hafi haldið fram ólögmæti þeirra. Þá má á www.talsmadur.is lesa um endurteknar tilraunir mínar til þess að fá leyst úr þeirri óvissu - með gerðardómi - hraðar en almenna dómskerfið býður upp á sem felur í sér allt að 2ja ára bið og ómældan kostnað neytenda, banka og þjóðfélagsins sjálfs.

 

Hér má lesa nánar um úrskurðinn og afleiðingar hennar þar sem m.a. segir:

 

Taldi nefndin í úrskurði sínum að í raun gæfu skilmálarnir bankanum "sjálfdæmi" um hverjir vextirnir skyldu vera.

 

Í fréttinni eru eðlilega vangaveltur um hvað gerist í kjölfarið. Að mínu mati er fordæmisgildi þessa úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar væntanlega töluvert og ekki einskorðað við aðila þessa máls, Nýja Kaupþing og viðskiptavin þess, heldur nær fordæmið væntanlega til

  • annarra neytenda,
  • annarra lánastofnana og
  • annarra tegunda neytendalána, t.d. í öðrum myntum, þ.m.t. íslenskum krónum (þó að lögin löghelgi því miður verðtryggingu sem sett er á fót með öðrum lögum).

 

Hins vegar þarf væntanlega niðurstöðu dómstóla til þess að koma fram bótaábyrgð [...]


mbl.is Á aðeins við um hluta af vöxtum lánanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfdæmi um vaxtaálag stenst ekki lög - en vafi er enn um gengislánin sjálf

Gott er að loksins er komin niðurstaða - eftir um eins árs bið - um að óljósar einhliða heimildir lánastofnana til þess að breyta vöxtum til hækkunar standast ekki lög. Enn stendur eftir annað og e.t.v. stærra mál - hvort gengisbundin lán standast yfirleitt önnur lög en úr því geta aðeins dómstólar - almennir eða gerðardómur - skorið.

 

Nánar til tekið kveður ákvörðun Neytendastofu og úrskurðar áfrýjunarnefndar á um að ólögmætt sé að hafa í samningum um neytendalán skilmála um breytilegt vaxtaálag án þess að tilgreint sé eins og lögin áskilja

 

með hvaða hætti vextirir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytast.

 

Taldi nefndin í úrskurði sínum að í raun gæfu skilmálarnir bankanum "sjálfdæmi" um hverjir vextirnir skyldu vera.

 

Í fréttinni eru eðlilega vangaveltur um hvað gerist í kjölfarið. Að mínu mati er fordæmisgildi þessa úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar væntanlega töluvert og ekki einskorðað við aðila þessa máls, Nýja Kaupþing og viðskiptavin þess, heldur nær fordæmið væntanlega til

  • annarra neytenda,
  • annarra lánastofnana og
  • annarra tegunda neytendalána, t.d. í öðrum myntum, þ.m.t. íslenskum krónum (þó að lögin löghelgi því miður verðtryggingu sem sett er á fót með öðrum lögum).

 

Hins vegar þarf væntanlega niðurstöðu dómstóla til þess að koma fram bótaábyrgð sem bent er á í ákvörðun Neytendastofu - bæði samkvæmt sérreglum laganna og samkvæmt almennum reglum. Sama á við um endurgreiðsluskyldu ef gengislán sem slík reynast ólögmæt eins og ég o.fl. hafa haldið fram en í lögum um vexti og verðtryggingu er svofellt ákvæði:

 

Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.


mbl.is Skilmálar myntkörfulána voru ólögmætir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur prófessors á hugtakinu "þingræði"

Hér fer Gunnar Helgi, prófessor í stjórnmálafræði, ekki nákvæmlega með hugtök af sviði stjórnlagafræði (lögfræði). Hugtakið "þingræði" felur að mínum lærdómi í sér eftirfarandi:

 

Ríkisstjórn (og einstakir ráðherrar) þurfa sem æðstu handhafar framkvæmdarvalds (hvort sem þeir eru einnig kjörnir þingmenn eður ei) að njóta trausts meirihluta þings eða a.m.k. að ljóst sé að meirihluti þings sé ekki sannanlega reiðubúinn til þess að samþykkja vantraust á ríkisstjórn eða ráðherra.

 

Afleiðingin af þessari stjórnskipunarreglu hefur að vísu hérlendis undanfarna áratugi orðið ofræði ríkisstjórnar og ráðherra - einkum sem handhafa frumkvæðisvalds að breytingum á löggjöf og fjárstjórn; þessi afleiðing er vissulega á sviði prófessors Gunnars Helga - sem er stjórnmálafræði.

 

Af þessari óheppilegu (og kannski óhjákvæmilegu) afleiðingu þingræðisreglunnar virðist prófessor Gunnar Helgi draga þá ályktun að þingið og þingmenn ráði litlu eða engu en ráðherrar og ríkisstjórn öllu eða miklu; hann breytir í stuttu máli lagareglu um þingræði í stjórnmálakenningu um að þingið ráði engu; það er erfitt að kalla

 

þingræði!


mbl.is „Hér er þingræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningar og svör vegna tillagna talsmanns neytenda

Hér eru birt svör mín sem talsmanns neytenda hér á neytendablogginu í gær við spurningum Sigðurðar M. Grétarssonar vegna tillagna minna og tilmæla um niðurfærslu skulda neytenda með gerðardómi og samhengi þeirra við aðrar hugmyndir og afstöðu mína til þeirra:

Inngangur SMG:

Mér leikur forvotni á að vita út á hvað þínar hugmyndir ganga nákvæmlega út á og hvernig þú metur lagalega stöðu þeirra, sem skulda verðtryggð lán í íslenskum krónum. Nú hafa Hagsmunasamtök heimilanna talað eins og þú styðjur þeirra kröfur en mér hefur sýnst af athugasemdum þínum á annarri bloggsíðu að þér hugnist þeirra útgáfa ekki og talar um mismunandi lækkun skulda eftir því hvernær menn tóku lánin og þá eins og mig minnir þig hafa orðað það einhvern veginn "eftir staðsetningu í íbúðvarðsbólukúrfunni. Því vakna nokkrar spurningar hjá mér.

 

Inngangur GT

Þakka þér áhugann og málefnalegar spurningar, Sigurður, sem sýnir - eins og umfjöllun þín víðar á blogginu - að þú hefur reynt að setja þig inn í tillögur mínar og taka upplýsta afstöðu til þeirra. Það er meira en hægt er að segja um marga sem þó hafa talið sér fært að tjá sig um þær opinberlega! Kjarninn er að mínar tillögur eru ekki efnislegar - um tiltekna niðurfærslu eða réttu lausnina, öfugt við aðrar tillögur sem ég hef heyrt; mínar tillögur lúta einungis að málsmeðferð við að finna rétta eða ásættanlega lausn.

Hér má lesa upphaflega frétt á vefsíðu embættisins um fyrri tillöguna - sem beindist að ríkisstjórninni - og þar eru tenglar inn á ítarlega tillöguna sjálfa eftir útdrátt úr kjarnanum: http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1038.

Hér er svo frétt um aðra útgáfu af gerðardómstilmælum - til banka og annarra kröfuhafa, sem þeir eru að svara þessa dagana - fjórum mánuðum síðar ásamt sambærilegum tenglum: http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1080.

*** 
Spurning 0. En hvar á ríkisstjórnin að finna peninga til að greða fyrir niðurfærsluna? Hvar á að hækka skatta og hvar á að skera niður ríkisútgjöld til að mæta kostnaði skattgreiðenda af slíkri niðurfærslu?

Svar 

0. Hvergi; ríkið á ekki að blæða - heldur kröfuhafar - verði fallist á "niðurfærslu," "afskriftir,"" leiðréttingu" eða "endurskipulagningu" skulda eins og þetta hefur helst verið nefnt. Kröfuhafar - þ.m.t. erlendir - hafa lánað íslenskum neytendum í gegnum bankana (og sjálfsagt Íslandi og fyrirtækjum, sem er ekki í minni lögsögu) of mikið og með hæpnum - og í mörgum tilvikum ólögmætum - hætti af hálfu bankanna og annarra fjármálafyrirtækja. Tap ríkisins er því einungis sem kröfuhafa, beins eða afleidds - eins og mér hefur verið bent á í kjölfar tillögu minnar.

Hafi ríkið ætlað að endurreisa bankana með efnahagsreikning á nafnvirði þessara hæpnu lánaeigna er hins vegar rétt að þetta er "á kostnað" ríkisins og skattgreiðenda en því hef ég hvorki trúað né tekið það gilt - frekar en hinn mæti og talnaglöggi bloggari Vilhjálmur Þorsteinsson sem fullyrti í færslu um daginn (sem þú tjáðir þig m.a. um) að kröfur á útrásarvíkinga lentu ekki á ríkinu; ég sagði aðeins að sama ætti við um kröfur (einkum gengislánakröfur) é hendur neytendum. Uppskar ég reiði Vilhjálms - sem sagðist þó áður ætla að kynna sér tillögur mínar og gefa álit sitt á þeim.

Svar mitt við þessari spurningu þinni er því að ég tel mér hvorki rétt né skylt að ráða handhöfum fjárveitingar- eða skattlagningarvalds heilt af þessu tilefni.

 

Spurning 1. Styður þú kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna um að færa vísitölu neysluverðst til verðtryggingar og gengi myntkörfulána til janúar 2008?

 

Svar 

1. Ég hef reynt að forðast að taka afstöðu - jákvæða eða neikvæða - til einstakra efnistillagna (HH sem annarra, svo sem Framsóknarflokksins - þó að ég hafi talið mig knúinn til að svara á bloggi nefnds Vilhjálms Þorsteinssonar, eins og þú hefur bent á, að ég hafi ekki verið fylgjandi flatri tillögu Framsóknar) enda finnst mér þá ég vera að fara fram úr mér þar sem málsmeðferðartillögur mínar ganga út frá að að hagsmunaaðilar eða aðrir hæfir menn leggi til eða ákveði í gerðardómi hina "réttu" lausn.

Tillögu um 1.1.08 sem viðmiðun hef ég ekki tekið skarpa afstöðu til en mér skilst að sú dagsetning byggist á almanaks- og efnisrökum sem mér finnast ekki langsótt þó að ég hafi viljað hafa meiri sveigju (eða parabólu) í spádómum mínum um réttláta niðurstöðu - sbr. húsnæðisbóluna sem þú hefur bent á í athugasemdum á bloggi Vilhjálms Þorsteinssonar að ég aðhyllist.

 

Spurning 2. Telur þú að gerðardómur eins og þú villt koma á muni fyrst og fremst leggja til lækkun verðtryggðra lána í íslenskum krónum til þeirra, sem keyptu sína fyrstu íbúð á íbúðaverðbóluárunum 2004 til 2008 eða telur þú að þar yrði um víðtækari lækkun að ræða?

 

Svar 

2.  Já; það finnst mér ekki ólíklegt - auk gengistryggðra íbúðarkaupalána ekki síður enda hafa þau hækkað mun meira (auk þess sem þar er beinlínis deilt um lögmæti út frá settum lögum frá Alþingi en ekki aðeins óréttmæti og forsendubrest skv. skráðum og óskráðum reglum).

Ég svara játandi þar sem þú orðar spurninguna sem "fyrst og fremst" en ég vil þó, sem sagt, forðast að gefa mér niðurstöðuna sem gerðardómur er betur fallinn til að leggja til eða ákveða.

 

Spurning 3. Ef dæmið er skoðað frá janúar 2000 til júlí 2009 þá hefur vísitala neysluverðs til verðtryggingar hækkað um 74% á því tímabili en launavísitala hefur hækkað um rúm 90% og vísitala húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu um rúm 130%. Telur þú að gerðardómur eins og þú villt setja upp muni ákvaðra lækkun láns til aðila, sem keypti íbúð í janúar 2000 og tók til þess verðtryggt lán, sem hann er enn með?

Svar 

3. Varla; a.m.k. ekki eins mikla og þeirra sem þú spyrð umí 2. tl., sbr. rök í fyrri athugasemdum; í þeim möguleika á sveigjanleika felst að mínu mati kosturinn við mínar málsmeðferðartillögur - en á móti hefur verið bent á að þær gefi færi á of flóknum og ógagnsæjum lausnum en við flóknum vandamálum eigi við einfaldar lausnir. Þá hefur einnig verið bent á víða að hlutfallslegt tjón allra sé hið sama óháð krónutölunni - en ég tek undir með forsendunni í spurningu þinni að jafna megi því tjóni út á móti eignahækkun í húsnæðisbólunni ef töluglöggir gerðardómsmenn finna slíku stað.

Í kjölfarið hefur mér verið bent á að taka yrði tillit til verðtryggðra eigna skuldara (niðurfærslu"þega").  

 

Spurning 4. Telur þú að slíkur aðili ætti möguleika í málsókn ef hann færi út í að stefna baknanum sínum eða Íbúðalánasjóði og krefðist lækkunar á láninu vegna forsendubrests.

Svar 

4. (Skil spuninguna svo að hún vísi til aðila skv. 3. tl.) Já; möguleika en ekki eins mikla og þeir sem tóku gengisbundin lán. Slík mál eiga frekar heima í pólitískri lausn eins og fyrri gerðardómstillagan minnir á heldur en lagalegri eins og sú síðari lýtur að. Svo er möguleikinn að taka til varna frekar en að sækja mál með því að stefna! Það kann að verða næsta skref ef ekkert gerist í næstu viku.

 

Spurning 5. Hverja telur þú líklegustu niðursöðuna ef farið verður að kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna og vísitala neysluvarðs til verðtryggingar verður færð aftur til janúar 2008 með lögum frá Alþingi og einhver stór eigandi varðtryggðra skuldabréfa, til dæmis lífeyrissjóður, fer í mál við ríkið vegan síns taps á grunvelli eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar?

Svar 

5. Tap kröfuhafans, t.d. lífeyrissjóðsins - einkum ef farnar verða eðlilegar og réttlátar málsmeðferðarleiðir eins og ég hef lagt til með tillögu minni um stjórnskipaðan gerðardóm í kjölfar eignarnáms í lok apríl og svo tilmælum í lok ágúst um samningsbundinn gerðardóm. Önnur málsmeðferð kann að eiga vel við - en enginn virðist hafa lagt slíkt til nema ég; flestir einblína á sína patent-efnisniðurstöðu. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband