Mætti ég biðja um nýtt skinkumál?

Rúmum 14 árum síðar þyrftu neytendur kannski á nýju skinkumáli að halda því ég verð að taka undir með Finni um minni hömlur á innflutningi erlendis frá - enda þótt samkeppni á matvörumarkaði þyrfti einnig að vera virkari hérlendis.


mbl.is Verulegar verðhækkanir á matvælum framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Fólk vill ódýrari matvæli sem er Skiljanlegt. það væri hægt að lækka innlent svínakjöt og kjúklinga um tugi prósenta með því byrja á því leyfa innlendum framleiðendum að nota hormóna og fúkkalyf til að auka vaxtahraðan eins og í USA. Um 75% af öllum fúkkalyfjunum er notað í landbúnaði í heiminum. Eins er þetta eftirlit með kamfíló og salmonellu alla lifandi að drepa vegna kostnaðar. Ég tala nú ekki um ódýrt vinnuafl. Auðvelt að fá fólk fyrir 18.000 20.000 þúsund á mánuði. Eigum við ekki að byrja á þessu.  Hvað segirðu um það

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 25.3.2008 kl. 13:23

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Ekki sammála enda er ég að reyna að benda á leiðir sem samrýmast lögum, kjarasamningum og réttarvitund hér á landi - og hagsmunum neytenda, m.a. af öruggri matvöru sem hægt er að finna víðar en hérlendis. GT

Gísli Tryggvason, 25.3.2008 kl. 13:42

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég hef séð í verslunum svínakjöt frá Tyson í Bandaríkjunum sem er næst stærsti svínakjötsframleiðandi í heiminum með  800 þúsund gyltur

Hérna er ég með frétt úr Landbrugs Avisen sem segir að þeir (Tyson) hafi ekki áhuga á að flytja kjöt til Kína vegna þess að Kínverjar leyfa ekki vaxtahormónið Ractoparmin. Ef þeir fá ekki að nota það borgar sig ekki flytja kjötið kjötið þangað.

Ég spurðist fyrir hvernig stæði á því að þetta sterakjöt væri í verslunum hér.

Svarið sem ég fékk hjá Matvælastofnun var að ekki væri gerð krafa hér á Íslandi um  sterafrítt kjöt ef um elduð matvæli væri að ræða. 

Þetta er samkvæmt lögum og finnst þér þetta eðlileg samkeppni? 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 25.3.2008 kl. 14:26

4 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ps. Svínakjötið sem hingað hefur verið flutt er stærstum hluta frá Spáni og Ítalíu meira að sega lundir sem sagðar voru danskar reyndust frá Spáni og þegar krafist er upprunavottorðs marghækkar verðið. Einu tilfelli salmonellu á íslandi 2006 voru ferðamenn frá Spáni og Búlgaríu. Stærstu framleiðsluhéruð Ítalíu eru í kringum og fyrir norðan Napólí en mafían hefur stjórnað sorphirðunni þar og tekið efnaúrgang frá allri Evrópu grafið þar þangað til nýlega mafíósarnir voru teknir og allir vita hvernig ástandið er þar núna, göturnar fullar af sorpi. Engin vill sjá vörur frá þessum efnamenguðu svæðum en en búðirnar hér fullar af þeim og ódýrar nema hvað

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 25.3.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.