Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"Oh, ég vona að við vinnum..."

Oh, ég vona að við vinnum - af því að ég á afmæli á morgun,

 

sagði dóttir mín strax eftir lagið "okkar". Sammála. Ekki meira að segja um það.


mbl.is Flutningur Eurobandsins gekk vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, æ

Æ, æ; of seinn - í fyrsta skipti sem tækifæri gafst vegna aldurs. Nei, nei; ég er mjög ánægður með Ólaf og kaus hann í fyrsta skiptið og annað skiptið og myndi kjósa hann aftur.


mbl.is Forsetinn sjálfkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Palli var einn í heiminum

Svona er að vera upptekinn af vinnunni. Ég fylgist nú ekki betur með en svo að þegar ég kom úr sundi með börnin skildi ég ekkert í því hvað búðin var fámenn og göturnar tómar; eru allir farnir að hjóla? Ég var samt óvenju fljótur að átta mig því að Eurovision var hafið - en ég horfði bara á það á RÚV+ eins og fréttirnar að vanda.

 

Við stóðum okkur bara mjög vel (annars hefði ég sagt að "þau" hefðu nú ekki alveg verið að gera sig); nú held ég enn og aftur að við vinnum (næstum því). Eldri dóttir mín benti réttilega á - það sem ég hafði ekki heldur fattað - að þetta væri mamma stelpunnar sem er með yngri dótturinni á leikskóla.


mbl.is Örlögin í höndum Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Merking skal ekki vera blekkjandi [...] að því er varðar [...] uppruna"

Talsmanni neytenda ber lögum samkvæmt m.a. að standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og kynna réttarreglur um neytendamál. Ég hef áður bent hlutaðeigandi stjórnvöldum á þetta en rétt er að íhuga formlegri ábendingu úrbætur á reglum sem um þetta gilda:

 

Merking skal ekki vera blekkjandi fyrir kaupanda eða móttakanda, einkum að því er varðar sérkenni matvælanna, nánar tiltekið [...], uppruna, [...]

 

Sjá færslu mína hér frá í gær.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert

Athyglisvert er að þótt yfirleitt séu flettingar um 50%-100% fleiri en innlit - ef vel á að vera - þá er hástökkvari dagsins (frekar en vikunnar), nr. 4 á þessum lista, með hvorki meira né minna en 600% fleiri flettingar en innlit.

 

Hvernig stendur á þessu?


Þetta kalla ég rit-stjórn - en ekki þetta

Mér finnst Eyjunni rit-stýrt - sem er tilgangur hennar; reyndar finnst mér henni líka vel ritstýrt en það er annar handleggur. Mogganum fannst mér hins vegar aldrei ritstýrt - yfirhöfuð; ég er hræddur um að það sama sé að gerast með moggabloggið - sem reyndar virðist velja vissa bloggara (þ.m.t. mig, að ég held) úr, eftir einhverjum sjónarmiðum sem ég þekki ekki. Sjá rök mín og afstöðu hér.


Ekki má blekkja neytendur varðandi uppruna grænmetis

Talsmanni neytenda ber lögum samkvæmt m.a. að standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og kynna réttarreglur um neytendamál. Miðað við þessa frétt hefur ekki dugað til fyrirspurn mín ekki alls fyrir löngu til Umhverfisstofnunar, sem þá fór með þennan málaflokk (nú Matvælastofnun), og óformleg ábending mín í kjölfarið til ónefndrar heilbrigðisnefndar - en eftirlitssvæðin eru um 10 talsins á landinu.

 

Rétt er því að íhuga formlegri ábendingu um framkvæmd eftirlits eða jafnvel úrbætur á reglunum sem um þetta gilda en þær eru nú ekki gegnsærri en svo að:

 

Merking skal ekki vera blekkjandi fyrir kaupanda eða móttakanda, einkum að því er varðar sérkenni matvælanna, nánar tiltekið [...], uppruna, [...]

 

og:

 

Skylt er að merkja matvæli með eftirfarandi:

[...]

8. Upplýsingar um uppruna eða framleiðsluland ef skortur á slíkum upplýsingum gæti villt um fyrir neytendum hvað varðar réttan uppruna matvælanna [áhersla GT].

 

Vandinn virðist ekki bara vera óskýrar reglur heldur hugsanlega einnig ósamstæð framkvæmd því:

 

Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga [10 talsins] undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar [nú Matvælastofnunar], fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt.


mbl.is Grænmeti þvegið úr íslensku vatni og selt sem íslenskt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rasismi og ritskoðun eða ritstjórn og ruglingur

Miðað við viðbrögð hér á moggablogginu, sem ég sá seint (eins og myndina sjálfa), verð ég að taka þá áhættu að gerast - eða koma út úr skápnum sem - pólitískur rétthugsari; ég segi bara: Nú verðum við Norðmenn að passa okkur. Við Norðmenn þurfum ekki sérstaka mannréttindavernd eins og sumt fólk hefur þurft - sem er með tiltekinn litarhátt, hefur ákveðna trú, er af vissum uppruna eða hefur aðra kynhneigð en meirihlutinn. Haldið þið að það sé tilviljun að rauðhærðir njóta ekki sérstakrar lagaverndar en börn, fatlaðir og ýmsir svokallaðir minnihlutahópar gera það?

 

Stóra Sigmunds-málið snýst auðvitað ekki um ritskoðun - nema kannski eðlilega sjálfsritskoðun.

 

Eins og ég sagði fráfarandi ritstjóra Morgunblaðsins fyrir nærri 10 árum í áheyrnarviðtali okkar forsvarsfólks hagsmunasamtaka, sem ég vann þá fyrir og vildu njóta sannmælis, hef ég lengi talið að ritstjóri eigi að vera einmitt það: rit-stjóri - ekki krani eins og Jónas Kristjánsson hefur réttilega og lengi gagnrýnt okkur íslenska blaðamenn fyrir að hafa verið. Þetta fannst ritstjóranum ólýðræðisleg afstaða en hún markaðist m.a. af reynslu minni af alvöru dönskum dagblöðum á unglingsárum, síminnkandi tíma og sífellt vaxandi upplýsingaflóði. Ritstjóri á sem sagt að stýra upplýsingaflóðinu að mínu mati en ég hefði haldið að flestir gætu verið sammála um að hann á líka að stjórna því hvað birtist á prenti - texti, myndir o.s.frv. - og  hvað ekki.

 

Ritskoðun er fyrirfram athugun (af hálfu fulltrúa ríkisins með valdboði) hvort eitthvað megi birta eða því dreifa. Frá ritskoðun höfum við á Vesturlöndum, sem betur fer, notið almenns frelsis í yfir 200 ár. Hæstiréttur Íslands gerðist t.d. svo merkur og frægur fyrir 65 árum 1943 að stöðva handhafa löggjafarvalds (Alþingi) og framkvæmdarvalds (menntamálaráðherra) í slíku athæfi (en svonefndur Hrafnkötludómur hefur því miður ekki fengið nægilega kynningu í íslenskri samtímasögu). Þetta kallast í stjórnlagafræði formlegt tjáningarfrelsi. Það höfum við (a.m.k. nánast óskert).

 

Þýðir það að við megum segja - eða teikna - hvað sem er? Nei. Svarið við því álitamáli snýst um efnislegt tjáningarfrelsi. Það er takmarkað - bæði í mannréttindasáttmálum og stjórnarskrá - með lögum - t.d.

  • með hegningarlögum sem vernda minnihlutahópa sem sögulega séð hafa ekki notið sannmælis, svo ekki sé meira sagt (sem á ekki við um Kópavogsbúa, lögfræðinga, blaðamenn eða landsbyggðarfólk - svo ég taki dæmi um fjóra hópa sem ég hef tilheyrt án þess að hafa orðið fyrir mannréttindamissi fyrir þær sakir);
  • með neytendalöggjöf sem verndar neytendur fyrir því að markaðssetning geti takmarkalaust sett fram gylliboð eða jafnvel villandi auglýsingar eða tilboð; og
  • með jafnréttislöggjöf sem á m.a. að stuðla að því að staðalmynd konunnar í eldhúsinu og á öðrum vel völdum stöðum festist ekki í sessi þannig að dætur okkar - og synir - sjái að fortíðin er ekki lögmál (að öllu leyti).

Tjáið ykkur endilega.


mbl.is Myndasaga Sigmunds gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neytendur og foreldrar fylgist með - aukin neytendavernd barna

Ég vil hvetja neytendur - og ekki síst foreldra - til þess að kynna sér þetta samstarfsverkefni talsmanns neytenda og umboðsmanns barna hér. Um er að ræða nýmæli þar sem stefnt er að sem mestri sátt um þau mörk sem flestir virðast sammála um að þurfi að setja - með þessum hætti, þ.e. samkomulagi eða leiðbeiningum frekar en löggjöf.

080520

Nú ríður á að fjölmiðlar, almenningur og allir hagsmunaaðilar fylgist með - og taki þátt í - verkefni okkar umboðsmanns barna og niðurstöðunni en nú eru væntanlega síðustu forvöð til þess að koma með ábendingar um það sem betur má fara í þessum áfanga.


mbl.is Vilja vernda börn fyrir markaðssókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Borgar sig að biðjast afsökunar"

LÖGMENN sem gefa sjúkrahúsum í Bandaríkjunum ráð vegna málsókna sjúklinga í kjölfar mistaka, eru sumir hættir að segja þeim að neita sekt en gangast þess í stað við mistökum þegar þau hafi verið gerð.

 

Svo segir í stuttfréttum á bls. 15 í prentútgáfu Morgunblaðsins í dag en þetta kemur heim og saman við lærdóm okkar nærri 20 lögfræðinga, félagsráðgjafa, lögreglumanna o.fl. sem vorum að ljúka 7 daga alþjóðlegu námskeiði í sáttamiðlun á vegum fagfélags sáttamanna, Sáttar. Reyndir kennarar sögðu m.a. svona sögur - sem einnig ríma vel við reynslu mína af neytendamálum og réttinda- og starfsmannamálum. Ég hef undanfarið reynt að koma þessu úrræði á framfæri við neytendur - en neytendum býðst ókeypis sáttamiðlun hjá sýslumönnum ef þeir geta sannfært gagnaðilann, seljandann, um að reyna það. Sáttamiðlun hefur enga áhættu í för með sér en ýmsa kosti eins og fleiri sögur sýna.

 

Ég fann fréttina ekki á vefnum en svona hljóðar hún úr gagnasafni Morgunblaðsins:


 LÖGMENN sem gefa sjúkrahúsum í Bandaríkjunum ráð vegna málsókna sjúklinga í kjölfar mistaka, eru sumir hættir að segja þeim að neita sekt en gangast þess í stað við mistökum þegar þau hafi verið gerð. Segja þeir að ástæða þess að sjúklingur höfði mál sé oft að hann sé hneykslaður á því að reynt hafi verið að leyna mistökunum og hafi áhyggjur af því að sams konar atburðir muni endurtaka sig.

Þetta nýja viðhorf til læknamistaka er nú við lýði á sjúkrahúsi Illinois-háskóla í Chicago, að sögn The New York Times. Tapas K. Gupta, 76 ára gamall krabbameinsskurðlæknir, segist nýlega hafa viðurkennt slæm mistök. Hann hafi fjarlægt hluta úr öðru rifi í konu en ætlunin hafi verið.

„Eftir öll þessi ár get ég samt ekki gefið ykkur neina skýringu,“ sagði hann þegar hann ræddi við konuna og eiginmann hennar. „Þetta er bara nokkuð sem gerist. Ég hef í einhverjum mæli valdið þér skaða.“

Reynslan af þessari hreinskilni á spítölum er að sögn ráðamanna þeirra að minna er um málshöfðanir og útgjöld vegna skaðabóta hafa minnkað. Fleira en nýja stefnan getur þó hafa haft áhrif, m.a. að skaðabætur hafa almennt lækkað. Rannsóknir gefa til kynna að einn af hverjum 100 sjúklingum að meðaltali fái óviðunandi meðferð.

 

Nánari aðstoð við að leita eftir sáttamiðlun í neytendamálum er hægt að fá hjá talsmanni neytenda eða með aðstoð Leiðakerfis neytenda á www.neytandi.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.