Palli var einn í heiminum

Svona er að vera upptekinn af vinnunni. Ég fylgist nú ekki betur með en svo að þegar ég kom úr sundi með börnin skildi ég ekkert í því hvað búðin var fámenn og göturnar tómar; eru allir farnir að hjóla? Ég var samt óvenju fljótur að átta mig því að Eurovision var hafið - en ég horfði bara á það á RÚV+ eins og fréttirnar að vanda.

 

Við stóðum okkur bara mjög vel (annars hefði ég sagt að "þau" hefðu nú ekki alveg verið að gera sig); nú held ég enn og aftur að við vinnum (næstum því). Eldri dóttir mín benti réttilega á - það sem ég hafði ekki heldur fattað - að þetta væri mamma stelpunnar sem er með yngri dótturinni á leikskóla.


mbl.is Örlögin í höndum Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll .

Þetta er frábært að geta gleymt þessu,það sýnir hvað þú ert heilbrigður!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband