Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Kominn í karlabindindi !
Jæja, nú er komið nóg; í tilefni af 4ra vikna bloggafmæli mínu og afmælisdegi fyrsta kvenkyns forseta Íslands í dag og afmæli fyrrverandi krónprinsessu Íslands á morgun tilkynnist hér með eftirfarandi: Héðan í frá samþykki ég ekki - og bið ekki um - fleiri karlkyns bloggvini fyrr en markmiðinu er náð sem ég skrifaði um hér um daginn - við misjafnar undirtektir. Auðvitað er ég samsekur en þrátt fyrir einlægan og yfirlýstan ásetning - og heiðarlegar tilraunir mínar - er hlutfall kvenkyns bloggvina minna enn nokkuð undir 40%.
Hér má lesa stuttlega um lagapólitísk rök fyrir slíkum kvótum - í fullri alvöru. Náist yfirlýst markmið ekki er ég bara farinn aftur til Noregs (er reyndar á leið þangað í næstu viku). Jafnrétti skal ekki aðeins predikað, í orði - heldur einnig stundað, á borði.
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Basel - ekki bönkunum - að kenna?
Hér má lesa afar fróðlega og skýra frásögn um ástæður húsnæðisverðbólgu og kreppu.
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Límmiðar í stað verðmiða
Þetta er frábær hugmynd hjá Neytendasamtökunum - og enn betri útfærsla, sem ég heyrði af í síðdegisútvarpi RÚV í dag, þ.e. að virkja meðvitaða neytendur til þess að líma á hillur þar sem verðmerkingar vantar en nota límmiðana annars til þess að sannreyna hvort kassaverð er í samræmi við hilluverð eins og vera ber.
Góðu fréttirnar eru líka þær að á bloggi við þessa frétt og víðar undanfarið sé ég að neytendur velkjast ekkert í vafa um réttarstöðu sína - þ.e. þeir vita, sem rétt er, að hilluverð sem er lægra en kassaverð er almennt bindandi, þ.e. tilboð sem neytandinn telst samþykkja þegar hann setur vöru í körfu eða kerru, neytandinn á því að jafnaði rétt á að kaupa vöru á lægra hilluverði þegar á kassa er komið.
Sjá hér stutta dæmisögu um þrefalt verðklúður sem ég lenti í um páskana.
Sjá einnig nýlega frétt á vefsíðu talsmanns neytenda um mikilvægi verðmerkinga og eftirlits með þeim, svo og rúmlega ársgamla greiningu mína á vanda við ónógar verðmerkingar, of tíðar verðbreytingar og of miklar verðmerkingar!
![]() |
Neytendasamtökin með átak í verslunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. apríl 2008
Urður, Verðandi og Vísa Skuld!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Hér er verið að vinna að lausninni!
Hér má lesa um lausnir sem umboðsmaður barna og talsmaður neytenda hafa unnið að í yfir 2 ár vegna þessa lýðheilsuvandamáls, sem heilbrigðisyfirvöld nefna faraldur, og vegna annarra vandamála sem stafa af lítt heftri markaðssókn sem beinist að börnum.
Lesið um samstarfsverkefnið um að verja börn gagnvart of mikilli markaðssókn.
![]() |
Skyndibiti með barnaefninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 12. apríl 2008
Það er ekki púkalegt að leita réttar síns - kynning á Leiðakerfi neytenda
Sjáið hér kynningu mína á Leiðakerfi neytenda í viðtali í fyrradag við Raggý Björg Guðjónsdóttur á ÍNN (ekki CNN) í þættinum Neytendavaktin. Auk þess fjallaði ég þar einkum um mikilvægi verðmerkinga, lítt þekkt úrræði til sáttamiðlunar milli neytenda og seljenda hjá sýslumönnum og um meðvitaða og upplýsta neytendur sem útverði allra hinna!
Leitið réttar ykkar með aðstoð gagnvirks Leiðakerfis neytenda á www.neytandi.is.
Föstudagur, 11. apríl 2008
Lánin já, launin hví ekki? En hvað með verðið - má það vera í evrum?
Samtök atvinnulífsins (SA) vilja nú skoða möguleika á evruvæðingu - óháð ríkisvaldinu. Atvinnulífið sjálft hefur forræði á því að semja um að laun skuli greidd í evrum - að meira eða minna leyti. En hvað með verðmerkingar í evrum?
Það eru örugglega hagsmunir vaxandi hluta launafólks að fá laun að einhverju leyti í evrum eða öðru en íslenskri krónu enda flýja neytendur verðtryggingu lánsskuldbindinga - einkum yfir í lán í erlendri mynt.
En hvað með þá frumlegu hugmynd SA að vara og þjónusta sé boðin fram í evrum? Reyndar skortir mjög á að skyldu til verðmerkinga sé fylgt - en má verðmerkja - bara - í evrum? Það er a.m.k. ekki bannað berum orðum í lögum sem gilda um verðmerkingar - sem eru á forræði viðskiptaráðherra:
Fyrirtæki, sem selur vörur eða þjónustu til neytenda, skal merkja vöru sína og þjónustu með verði eða sýna það á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyrir neytendur að sjá það.
Vafamál er hvort skylda til þess að verðmerkja í krónum verði ráðin af lögum um krónuna - sem eru á forræði forsætisráðherra; þar er kveðið á um skyldu ýmissa aðila til þess að taka við krónum en þar segir einnig:
Peningaseðlar þeir, sem Seðlabanki Íslands lætur gera og gefur út, og peningar þeir, sem hann lætur slá og gefur út, skulu vera lögeyrir í allar greiðslur hér á landi með fullu ákvæðisverði.
Ekki er því beinlínis bannað með lögum að gefa upp verð og greiða í öðrum gjaldmiðli en krónu - enda er það gert hérlendis í vaxandi mæli. Auk þess hafa oft verið sett lög á Íslandi með tilvísun til evru. Ekki er vitað til þess að á þetta hafi reynt formlega en Neytendastofa hefði lögsögu ef ágreiningur um það risi.
Því er hugsanlegt að atvinnulífið - þ.e. samtök atvinnurekenda og samtök launafólks - ráði þessu að miklu leyti, þ.e. í kjarasamningum (og eftir atvikum ráðningarsamningum), sbr. hér á vef SA:
Stjórn SA hefur ákveðið að setja á laggirnar nefnd sérfræðinga til þess að meta möguleika á evruvæðingu atvinnulífsins sem felur í sér að einkaaðilar noti ervuna [sic] sem gjaldmiðil í öllum viðskiptum sín á milli.
Þeirri hugmynd - að semja um greiðslu launa í evrum eða öðrum gjaldmiðli en íslenskri krónu - var fyrst fleygt svo ég heyrði til fyrir um 5 árum þegar ég starfaði innan samtaka launafólks. Þess vegna kom það mér eiginlega á óvart að ekki skyldi samið um eitthvað slíkt við nýlega endurnýjun kjarasamninga.
Ef lög standa verðmerkingum í evrum ekki í mót eru réttindi neytenda varla brotin með því að gera slíkt - en fyrst um sinn yrði a.m.k. að hafa krónuverð samhliða þar sem neytendum er ekki tamt að reikna verð almennt í evrum; slíkt væri þá um leið undirbúningur og aðlögun að því sem koma skyldi. En hvað með hagsmuni neytenda? Við því má a.m.k. segja að evra sé að verða áreiðanlegri viðmiðun en krónan - a.m.k. ef laun verða greidd í evrum.
![]() |
Evruvæðing atvinnulífs metin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 11. apríl 2008
Hæstiréttur leyfir að fulltrúar almennings vinni af sannfæringu
Í dómi Hæstaréttar frá í gær í máli MS, Auðhumlu og OS gegn Samkeppniseftirlitinu (Se) er hafnað ásökun þeirra um vanhæfi forstjóra Se. Vanhæfi þýðir á mannamáli að sá, sem úrskurði í máli, kunni að vera hlutdrægur í málinu. Megin ályktunin, sem ég dreg af þessum dómi Hæstaréttar, er að jafnvel þó að embættismaður gæti ekki fullkominnar kurteisi af því að honum finnst lagaumhverfið siðlaust (og jafnvel hagnýting á því, mjólkurvöruneytendum til skaða) þá þýði það ekki að hann sé hlutdrægur og ófaglegur við mat á því hvort fyrirtæki hafi misbeitt stöðu sinni.
Embættismenn mega sem sagt hugsa - og jafnvel segja - þessa fleygu hugsun: "Löglegt (kannski) - en siðlaust."
Fyrir utan ofangreinda megin niðurstöðu Hæstaréttar var hann vitaskuld sammála héraðsdómi um að forstjórinn væri ekki vanhæfur í umræddu máli vegna
- opinberra ummæla forstjórans um samkeppnislega skaðlegt ástand í mjólkuriðnaði og
- um samkeppnishamlandi búvörulög eða
- vegna rökstuðnings Se fyrir húsleitarbeiðni gagnvart MS.
![]() |
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins þarf ekki að víkja sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Sammála Davíð, ...
Nei, nei, auðvitað ekki um hæstu stýrivexti meðal iðnvæddra ríkja enda sagði ég um þessa frétt - aðspurður af Fréttablaðinu síðdegis í dag - að ég væri ekki hrifinn af hrossalækningum; samkvæmt íslenskri orðabók (2002) þýðir það (2): "harðneskjuleg eða subbuleg (og vafasöm) læknisaðferð eða -aðgerð".
Það sem ég var sammála Davíð um var þetta - "Bankarnir geta bjargað sér sjálfir" - sem minnti mig á frétt fyrir tveimur mánuðum á vefsíðu embættis talsmanns neytenda um innistæðutryggingar neytenda. Reyndar er athyglisvert að trygging neytenda í evrum er nú hagstæðari en sú lögbundna í íslenskum krónum samkvæmt tilvitnuðum útreikningum.
Á RÚV var haft eftir Davíð í óbeinni frásögn:
Það væri gáleysi að senda þau skilaboð til umheimsins að bankarnir geti ekki bjargað sér sjálfir, það geta þeir og hafa sjálfir lýst því yfir. Þetta sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri á fréttamannafundi í morgun, aðspurður hvort fyrir lægi að ríki og Seðlabanki þyrftu að hlaupa undir bagga með bönkunum.
![]() |
Þjóðarnauðsyn að hemja verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Tilfinningin var rétt
Í dag eru 68 ár frá innrás Þjóðverja í Skandinavíu en hér er fjallað um nútímavarnir gegn nútímaógnum. Ég ætlaði nú ekki að vera sannspár frekar en í fyrra skiptið en þessi frétt og fréttin af vogunarsjóðsstjórafylleríinu rennir stoðum undir að tilfinningin um að íslenskir neytendur séu leiksoppur í Matadorspili sé rétt.
![]() |
Allir taka skort í Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |