Sammála Davíð, ...

Nei, nei, auðvitað ekki um hæstu stýrivexti meðal iðnvæddra ríkja enda sagði ég um þessa frétt - aðspurður af Fréttablaðinu síðdegis í dag - að ég væri ekki hrifinn af hrossalækningum; samkvæmt íslenskri orðabók (2002) þýðir það (2): "harðneskjuleg eða subbuleg (og vafasöm) læknisaðferð eða -aðgerð".

 

Það sem ég var sammála Davíð um var þetta - "Bankarnir geta bjargað sér sjálfir" - sem minnti mig á frétt fyrir tveimur mánuðum á vefsíðu embættis talsmanns neytenda um innistæðutryggingar neytenda. Reyndar er athyglisvert að trygging neytenda í evrum er nú hagstæðari en sú lögbundna í íslenskum krónum samkvæmt tilvitnuðum útreikningum.

 

Á RÚV var haft eftir Davíð í óbeinni frásögn:

 

Það væri gáleysi að senda þau skilaboð til umheimsins að bankarnir geti ekki bjargað sér sjálfir, það geta þeir og hafa sjálfir lýst því yfir. Þetta sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri á fréttamannafundi í morgun, aðspurður hvort fyrir lægi að ríki og Seðlabanki þyrftu að hlaupa undir bagga með bönkunum.

 


mbl.is Þjóðarnauðsyn að hemja verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband