Fimmtudagur, 12. júní 2008
Gúrkutíđin hafin
Skömmu eftir ađ áđurnefnt tímabil hefst byrjar nćstum eins löng gúrkutíđ - sem ég nefni svo í góđu ţví ađ fyrir um og yfir 15 árum var ég sjálfur um árabil sumarafleysingamađur á dagblađi (sem nú er horfiđ í aldanna skaut). Fyrir mig - sem hef starfađ í um 10 ár á opinberum vettvangi viđ ađ kynna reglur, standa vörđ og hafa áhrif til úrbóta fyrir launafólk og neytendur - hefur ţetta ţau áhrif ađ ţegar ţingi og öđrum reglulegum (og jafnvel óreglulegum) stórviđburđum er lokiđ ţá hef ég vart undan ađ svara blađamönnum - sem oftar en ekki eru ný nöfn, sumarafleysingafólk.
Ţetta nýtist vel og ég kvarta ekki ţví málstađur neytenda á ţađ alveg inni ađ fá ađ njóta sín - og fjölmiđlar (flestir ef ekki allir) virđast reyndar undanfarin misseri hafa sótt mjög í sig veđriđ viđ ađ sinna neytendamálum - sem njóta auk ţess vaxandi athygli í ţjóđfélaginu almennt. Áhersla á ţennan málaflokk á líklega ađeins eftir ađ aukast í samdrćttinum sem fer í hönd.
Samt er ţađ svolítiđ skrýtiđ ađ eftir viđburđaríkan fréttavetur, ţar sem (tals)mađur má hafa sig allan viđ til ţess ađ kynna starfsemi embćttisins fyrir neytendum og áhrifaađilum - í ţví skyni ađ hafa áhrif - vegna ţess ađ ţađ er svo margt annađ ađ frétta og mikil mannekla á fjölmiđlum, kemur allt í einu (aftur) tími ţar sem lögmáliđ snýst viđ: eftirspurn eftir neytendafréttum og skođunum talsmanns neytenda er skyndilega meiri en frambođiđ. Ţó eru enn nýjar fréttir á heimasíđu embćttisins - www.talsmadur.is - sem gera má mat úr.
Á sumrin getur ástandiđ veriđ svipađ og ţegar Nýja fréttastöđin var starfandi í um ár; ţá var nánast fullt starf ađ sinna fréttamönnum. Í gćrkvöldi var ég meira ađ segja í fyrsta skipti í viđtali í Ísland í dag, í sólinni á Austurvelli, um stóra grćnmetis- og bakkelsismáliđ og ţađ strax í kjölfar viđtals á Bylgjunni, á Reykjavík síđdegis, um sama efni sem ég vék reyndar líka ađ í fćrslu fyrir tveimur vikum. Verkefnisstjóri Leiđakerfis neytenda, Liselotte Widing, fór reyndar betur yfir evrópureglurnar um ţađ mál í hér ţćtti Brynhildar Pétursdóttur, Dr. RÚV, í fyrradag.
Kannski (tals)mađur verđi jafnvel aftur kallađur í Kastljós í júlí eins og í fyrra ţegar ég féllst á ađ mćta ţar samdćgurs og gagnrýndi mismunun almennra neytenda og farţega á viđskiptafarrými viđ vopnaleit; ţađ bar árangur enda var ţeirri mismunun hćtt en ţess má geta ađ ćđsti yfirmađur málsins, dómsmálaráđherra, hafđi ţá einnig fundiđ ađ ţeirri mismunun á bloggsíđu sinni.
Miđvikudagur, 11. júní 2008
Told you so
Eins og ég benti á fyrir nćr einu og hálfu ári og rökstuddi í löngu lagamáli bera ritstjórar, sem sagt, ábyrgđ á ómerktu efni - ţ.m.t. auglýsingum, svo sem óheimilum áfengisauglýsingum.
Ţetta benti ég ritstjórum dagblađanna reyndar persónulega á í kjölfariđ enda vonađist ég til ţess ađ ábendingar ţessar um réttarstöđuna leiđi til breytts verklags á ritstjórnum eins og ég hef áréttađ síđan. Dómarnir hljóta ađ hafa ţessi áhrif nú enda eru ţeir ágćtt merki um međábyrgđ auglýsingamiđla eins og hér er rakiđ.
![]() |
Ritstjórar sektađir fyrir áfengisauglýsingar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Miđvikudagur, 11. júní 2008
Fađir vor og lög um stéttarfélög og vinnudeilur
Í dag, 11. júní 2008, er fađir minn, Tryggvi Gíslason - sex barna fađir og eiginmađur, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri og um tíma deildarstjóri hjá Norrćnu ráđherranefndinni í Kaupmannahöfn, Norđfirđingur, frćđimađur, ritstjóri, Kópavogsbúi og ýmislegt fleira - sjötugur.
Ég óska honum til hamingju hér á ţessum vettvangi eins og ég hef gert í síma.
Til gamans má geta ţess ađ pabbi er - upp á dag - jafn gamall lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur - sem eru líka gagnmerk. Reyndar tók ég ţátt í ađ breyta lagabálki ţessum fyrir rúmum 12 árum - vonandi til hins betra. Annars hafa lögin elst mjög vel - eins og pabbi minn; kannski hef ég líka tekiđ ţátt í ađ breyta honum.
Ţriđjudagur, 10. júní 2008
Hver ber sönnunarbyrđina?
Ónefnd verslun hér á höfuđborgarsvćđinu hringdi ítrekađ í mig í morgun í báđa símana og ţegar í mig náđist var erindiđ ađ spyrja hvort ég hefđi skilađ lánsvöru sem ég hafđi samkvćmt "leigusamningi" haft til endurgjaldslausra afnota í nokkra daga eđa vikur á međan gert var viđ sams konar vöru sem ég hafđi keypt og hafđi bilađ fljótlega.
Fulltrúi verslunarinnar tók mig strax trúanlegan ţegar ég sagđi ađ ég hefđi skilađ vörunni fyrir all mörgum vikum ţegar ég fékk minn eigin hlut til baka í góđu, viđgerđu standi. Ég - lögfrćđingurinn - hafđi samt klikkađ á ţví ađ fá kvittun. Hvađ ef ágreiningur hefđi risiđ? Ţá hefđi ég reyndar getađ spurt hvort almennt vćru gefnar kvittanir viđ skil á (leigu- eđa) lánsvörum og ef svo hefđi ekki veriđ hefđi ég getađ haldiđ ţví fram ađ sönnunarbyrđin vćri ekki mín eins og e.t.v. yrđi taliđ ef kvittanir vćru almennt gefnar viđ skil. Ţá hefđi ég getađ nýtt mér Leiđakerfi neytenda á www.neytandi.is.
Ţetta leiđir hugann ađ ţví ađ ţađ er alltof algengt ađ neytendur séu krafđir stađfestingar á skuldbindingum sínum - t.d. á láni eins og í ţessu tilviki eđa leigu á kvikmynd - án ţess ađ ţeim sé bođin stađfesting á lausn undan skuldbindingunni viđ skil (og reyndar heldur ekki oft afrit af leigusamningi). Kannski er ţetta ekkert vandamál en ég hef oft leitt hugann ađ ţessu frćđilega álitamáli sem ţarna hefđi getađ reynt á; til fyrirmyndar er ţetta a.m.k. ekki.
Ţriđjudagur, 10. júní 2008
Auglýsingin var rétt
Um daginn heyrđi ég ítrekađ auglýsingu í ljósvakamiđlum eitthvađ á ţá leiđ ađ göturnar vćru helst tómar ţegar Eurovision-keppni stćđi yfir og hér um áriđ ţegar JR í Dallas var skotinn - og svo ţegar Evrópumeistarakeppni í fótbolta stćđi yfir eins og nú. Ég sannreyndi ţetta í kvöld ţví ţegar ég hjólađi heim af fundi - ađ vísu á matmálstíma - leiđ mér nćrri ţví eins og Palla sem var einn í heiminum, sem var ágćtt. Göturnar voru hálftómar, sem var líka fínt.
Hálftómar götur öftruđu mér ţó ekki frá ţví ađ stytta mér leiđ hér viđ stórfljótiđ á mörkum Smára- og Lindahverfis og datt mér ţá í hug samlíking um ađ hjólreiđar hér á höfuđborgarsvćđinu eru svolítiđ eins og ađ reyna ađ tala erlent tungumál ţví eins og kennarinn minn sagđi einu sinni:
Á erlendri tungu segirđu ţađ sem ţú getur - en ekki ţađ sem ţér býr í huga.
Á hjóli ferđu ţar sem ţú kemst en ekki ţađ sem ţú vilt (ef ţú ćtlar ađ fara eftir hjólreiđa- og göngustígum).
Ég hefđi betur hjólađ eftir götunum ţví í fyrsta skipti á ćvinni hvellsprakk á hjólinu viđ eitt byggingarsvćđiđ - á splunkunýju dekki og slöngu síđan í morgun. Ég sem hélt ađ ég hefđi fundiđ sértćka lausn á vandanum viđ síhćkkandi bensínverđ. Almenna lausn hef ég enn síđur.
Ţriđjudagur, 10. júní 2008
Neytendur eru líka hagsmunaađilar
Nokkrar vangaveltur hafa veriđ ađ gefnu tilefni hvers vegna stjórnarmenn verđi ađ víkja úr stjórn hlutafélaga í kjölfar refsidóms - ţó ekki um regluna almennt heldur ţegar dómur er skilorđsbundinn og hins vegar ţegar hinn dćmdi er stór hluthafi.
Annars vegar velta sumir ţví fyrir sér hvort sama gildi um skilorđsbundna dóma; ţví er til ađ svara ađ skilorđsbundinn dómur felur í sér dóm ţar sem dómari dćmir vissulega refsingu - en frestar fullnustu (framkvćmd) refsingar um tiltekinn tíma međ skilyrđi ţví ađ hinn dćmdi geri (ekki) eitthvađ í ţann tíma, ţ.e. uppfylli tiltekin skilyrđi (skilorđ). Skilyrđiđ er yfirleitt ađ brjóta ekki af sér aftur á umrćddum tíma, svonefnt almennt skilorđ (svo eru til sértćk skilyrđi). Ţví er dómurinn jafngildur öđrum og verđur refsingin yfirleitt virk ef skilyrđin eru brotin.
Hins vegar hefur veriđ spurt hvort réttaráhrif refsidóms á stjórnarmenn séu hin sömu ef hinn dćmdi stjórnarmađur á stóran hluta eđa meiri hluta hlutafjár eđa jafnvel allt hlutaféđ. Ţví hefur veriđ svarađ af lögspekingum ađ í slíkum tilvikum sé engin undantekning gerđ í lögunum og virđast sumir undrast ţađ. Ég tel ađ ţađ sé af ţví ađ ţeir gleyma ađ hluthafar eru ekki ţeir einu sem eiga hagsmuna ađ gćta gagnvart hlutafélagi og stjórn ţess. Međal annarra hagsmunaađila eru viđsemjendur ţess - bćđi starfsmenn, kröfuhafar (birgjar) og neytendur.
Í ţessu tilviki hefur löggjafinn gert ţađ sem kalla má neikvćđa kröfu til stjórnunar hlutafélaga (um ađ menn sem uppfylla tiltekin skilyrđi, ţ.e. hafa fengiđ refsidóm, megi ekki sitja í stjórn). Auđveldara er ađ rökstyđja slíkar (málefnalegar) kröfur til hlutafélaga en ţađ sem kalla má jákvćđar kröfur en slíkar kröfur rakti ég í fćrslu hér og eiga röksemdirnar ţar enn frekar viđ hér, ţ.e. ađ kjarni laga um (einka)hlutafélög er takmörkuđ ábyrgđ eigenda gagnvart kröfuhöfum - ţ.m.t. neytendum.
![]() |
Boltinn hjá öđrum stjórnarmönnum Baugs |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Mánudagur, 9. júní 2008
Samsćri Hćstaréttar - og fleiri?
Gćti Hćstiréttur bannađ stćrsta flokk landsins ef í stjórnarskránni stćđi ađ landiđ vćri lýđveldi sem ađhyllist félagshyggju - en umrćddur flokkur vćri fylgjandi meiri markađsbúskap og ynni í ríkisstjórn ađ einkavćđingu í samrćmi viđ ţá stefnu. Mér fyndist ţađ skrýtiđ - en ţađ er svona álíka og ţađ sem virđist samkvćmt erlendum fréttum stefna í hjá Tyrkjum.
Ég ćtla ekki ađ fara mörgum orđum um slćđur hér heldur velta fyrir mér hvort er eđlilegra ađ meirihluti lýđsins ráđi í lýđveldinu Tyrklandi eđa Hćstiréttur og herinn - sem hvorugur hefur lýđrćđislegt umbođ ţó ađ báđir ađilar segist - međ nokkrum rétti, reyndar - vera ađ standa vörđ um veraldlegt stjórnarfar; vandinn er ađ vörnin er gegn (meintri) ógn frá sitjandi ríkisstjórn međ lýđrćđislegt umbođ. Ég hef reyndar lengi efast um slćđubann Frakka og Tyrkja sem á ađ vernda veraldlegt stjórnarfar frá íhlutun trúarafla og er hrifnari af samţćttingarleiđ Breta og einkum ţó Bandaríkjamanna - sem hafa náđ ađ gera flesta fljótt ađ bandarískum borgurum ţó ađ ţeir gleymi upprunanum sem betur fer seint; og fáir eru trúađri en Bandaríkjamenn ţó ađ í landi ţeirra sé skýrlega kveđiđ á um ađskilnađ ríkis og trúar í stjórnarskrá og ţví fylgt nokkuđ vel eftir af dómstólum.
Ég hef lengi haft svolítinn áhuga á sögu Tyrklands og stjórnmálum og fylgdist ágćtlega međ ţegar ég var ţar í sólarlandaferđ ţegar stjórnarflokkurinn, AK, sem lýst er sem mildum islam-hneigđum flokki, vann öđru eđa ţriđja sinni stórsigur í ţingkosningum í fyrra. Flokkurinn hefur enn hreinan meirihluta á ţingi og gat valiđ forseta úr sínum röđum en hefur ekki nćgilegan meirihluta til ţess ađ breyta stjórnarskránni, ef ég man rétt. Herinn, sem oft hefur á undanförnum áratugum framiđ valdarán, reyndi ađ hafa áhrif í gagnstćđa átt međ ţví ađ gefa í skyn afskipti af forsetakjörinu í fyrra "til varnar stjórnarskránni" eđa til ţess ađ "verja veraldlegt stjórnarfar Tyrklands" en gugnađi ađ ţessu sinni - sem betur fer.
Ţó ađ Tyrkland virđist ađ mörgu leyti fyrirmynd annarra ríkja ţar sem múhameđstrú er ríkjandi er ţetta ađ sumu leyti sama vandamál og hefur veriđ uppi á teningnum víđar í múslimaheiminum ţar sem vestrćn ríki styđja fremur minnihluta- og jafnvel einrćđisstjórnir fremur en ađ hleypa réttkjörnum (öfga)múslimum ađ; munurinn á ţeim tilvikum og Tyrklandi er ađ vestrćn ríki styđja stjórnarflokkinn (eins og um helmingur ţjóđarinnar) og hann er auk ţess ekki öfgaflokkur heldur talinn hófsamur.
Ţetta minnir mig á ţegar ég spurđi eitt sinn í miđju laganámi ágćtan lćriföđur minn í Háskóla Íslands eftir pallborđsumrćđur af tilefni, sem ég hef nú gleymt, eitthvađ á ţá leiđ hvort ekki gćti veriđ ađ (krafan um) lýđrćđi og (krafan um) réttarríki stönguđust í sumum tilvikum á; svariđ var svolítiđ hrokafullt eins og stundum áđur og lét ég mér ţađ vel líka:
Nei, ég held ađ ţú hafir misskiliđ eitthvađ.
Ég er enn ekki viss um ađ svo hafi veriđ.
![]() |
Stjórnarflokkur í Tyrklandi gagnrýnir úrskurđ dómstóls |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 6. júní 2008
3ja mánađa sumarleyfi hafiđ
Jćja, ţá er 3ja mánađa sumarhlé hafiđ. Nei, ekki hjá mér - og ekki hjá ţér. Og nei, kennarasonurinn ég á vitaskuld ekki viđ kennara sem eiga ađ vinna lengra sumarhlé af sér á veturna. Enn og aftur nei, ég á auđvitađ heldur ekki viđ ţingmennina sem ég tel (öfugt viđ hald sumra) ţykist vita ađ séu margir beint eđa óbeint í vinnunni ţorra sólahringsins lungann úr árinu.
Ég á viđ sumarhlé virks atvinnulífs á Íslandi!
Ég á viđ ađ nú í byrjun júní (og jafnvel ţegar í lok maí) hefst sá tími á Íslandi sem stendur fram í lok ágúst (eđa jafnvel byrjun september), ţ.e.a.s. ţá hefst um 3ja mánađa tímabil (+/- 1/2 mánuđur) ţar sem fólk, sem ţykist gegna mikilvćgum störfum og ţarf ađ ná í annađ mikilvćgt fólk, á erfitt međ ţađ ţví ţegar viđmćlandinn/viđsemjandinn/gagnađilinn/samstarfsmađurinn kemur úr fríi ţá er mađur sjálfur kominn í frí. Ef svo hittist á ađ báđir séu á stađnum á sama degi ţá er ţađ gjarnan dagurinn ţegar siđferđisleg skylda er ađ gefa frí í vinnunni vegna ţess ađ ţađ er dagurinn sem hitinn fer nćrri ţví í 20° C í miđborginni undir heiđskírum himni (sem var auđvitađ daglegt brauđ fyrir okkur Akureyringa). Máliđ versnar svo ef fleiri en tveir ţurfa ađ hittast eđa tala saman.
Ég verđ líklega ekki vinsćll fyrir ađ vekja máls á ţessu enda fengu ţessar vangaveltur mínar óvenju drćmar undirtektir ţegar ég vakti óformlega máls á ţeim í einhverju hugarflćđi undir lok starfstíma míns hjá heildarsamtökum stéttarfélaga háskólafólks. Ţá var ég í ţeirri sérstöku stöđu (sem yfirleitt gekk vandrćđalaust) ađ vera annars vegar ráđgjafi stéttarfélaganna og stundum málsvari réttinda og hagsmuna háskólamenntađs launafólks og hins vegar framkvćmdarstjóri á litlum vinnustađ og mađur sem ţurfti ađ ná í marga, stundum á sama tíma.
Auđvitađ gerđi ég - og geri enn - bara gott úr ţessu og fékk oft margra vikna vinnufriđ til ţess ađ sinna einbeitingarverkefnum, frćđilegum og öđrum, ţćr sumarvikur sem ég var ekki sjálfur í langţráđu fríi. Spurningin er hins vegar hvort vera kunni ađ ţessi mikli sveigjanleiki sem sumar stéttir (erlendis kallađar hvítflibbastarfsmenn) - en síđur ađrar, einkum heilbrigđis- og umönnunarstéttir, lögregla og ţvíumlíkt - njóta sé farinn ađ koma of mikiđ niđur á framleiđni vinnustađanna, framleiđslugetu ţjóđarinnar.
Ég gćti ímyndađ mér ađ ef allir meginađilar vinnumarkađarins (og ţá á ég viđ fleiri en bara ASÍ og SA) kćmu sér saman um (hálf)opinberan sumarleyfistíma (ekki endilega bara stífan júlí eđa stífan ágúst eins og sum fylki eđa ríki í Evrópu og Bandaríkjunum) gćti veriđ ađ framleiđni - og ţar međ kjör - ţjóđarinnar myndu batna.
Ţá ţyrftum viđ kannski heldur ekki ađ vinna eins og skepnur hina 9 mánuđi ársins - og kannski vćri ţađ betra fyrir fjölskyldur landsins en ekki bara framleiđslugetuna.
E.t.v. má segja ţađ sama um framleiđnisamdrátt a.m.k. tvćr vikur margra stétta í kringum jólin - og kannski er ţetta bara hiđ besta mál enda erum viđ, ađ ég held, í ţessu eins og mörgu međ sćmilegan milliveg milli meginlands Evrópu og Bandaríkjanna en nóg um ţađ ađ sinni.
Ţá skilst mér ađ á morgun hefjist eitthvađ sem skammstafađ er EM - og ţá má líklega gera ráđ fyrir minni framleiđni af hálfu karlkyns starfsmanna sem hafa flestir áhuga á ađ horfa á ađra karlmenn hreyfa sig. Lengra á ţessari braut hćtti ég mér ekki nú!
Fimmtudagur, 5. júní 2008
40 ár frá síđara Kennedy-morđinu
Kannski hef ég ekki lesiđ fjölmiđla nćgilega vel í dag en ég hef ekkert séđ um ţá sögulegu stađreynd - sem Hillary Rodham Clinton varđ nýlega á ađ minnast í óheppilegu sambandi á lokasprettinum - ađ í dag eru 40 ár síđan Robert Kennedy var skotinn. Ég sem hef hingađ til minnst 5. júní helst fyrir ađ vera ţađ nćsta sem Danir komast ţjóđhátíđardegi, Grundlovsdag.
Nú binda margir sambćrilegar vonir viđ Obama og viđ Kennedy(ana) á sínum tíma.
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Nei, neytendur hafa ekki opiđ veiđileyfi til ađ hagnýta sér hrein mistök fyrirtćkja
Nei, ţessir dómar Hćstaréttar eru ekki dćmi um refsimál sem breyttist í neytendamál. Ţví hefur hefur veriđ haldiđ fram ađ sýknudómar í netbankamálinu feli í sér ađ neytendur megi hagnýta sér kerfis- eđa forritunarvillu í netbanka eins og í ţessu tilviki. Ţađ er ekki alls kostar rétt ađ mínu mati. Eins og fram kemur í lok fréttarinnar getur Hćstiréttur ţess sérstaklega ađ ákćrđu hafi ekki veriđ sakađir um fjársvik. Slík ummćli eru óvenjuleg í sýknudómum - og geta ađ mínu mati vart faliđ annađ í sér en ađ Hćstiréttur sé einmitt ađ árétta ađ háttsemi ákćrđu hafi ekki veriđ heimil.
Međ slíkum ummćlum í dómsforsendum í sakamáli - eftir ađ hafa sagt ađ refsiákvćđiđ, sem notast var viđ í ákćru, ćtti ekki viđ - er ţvert á móti óbeint gefiđ í skyn ađ slík háttsemi geti faliđ í sér ađ hagnýta sér villu viđsemjanda, sem í ţessu tilviki var banki. Ef slík hagnýting villu á sér stađ og ef slíkt er gert međ ásetningi í auđgunarskyni felur ţađ í sér fjársvik - sem er ekki síđur alvarlegt brot en umbođssvik sem ákćrt var fyrir í ţessum málum. Vćntanlega átti engin sönnunarfćrsla sér stađ um ţessi meginatriđi fjársvika enda er í sakamáli efnislega ađeins tekist á um ţađ sem ákćrt er fyrir - ekki ţađ sem ákćra hefđi (m)átt fyrir.
Alveg eins og Hćstiréttur sé ég mig tilneyddan til ţess ađ taka ţetta fram - til öryggis - ţar sem hlutverk talsmanns neytenda felst lögum samkvćmt m.a. í ţví ađ kynna réttarreglur um neytendamál - og í ţessu tilviki hvađ telst ekki neytendamál. Dómar Hćstaréttar hafa ţegar - ranglega - veriđ lagđir út á ţann veg í bloggi viđ ţessa frétt og fyrirsögn hennar ađ ákćrđu
Máttu nýta sér kerfisvillu í netbanka [...]
Ţennan misskilning verđur ađ leiđrétta strax í ţví skyni ađ neytendur vađi ekki í villu um réttarstöđu sína í mikilvćgum efnum. Í niđurlagi efnislegra dómsforsendna Hćstaréttar fyrir sýknudómunum segir:
Međ ţessu misnotađi ákćrđi sér ekki einhliđa ađgang sinn ađ netbankanum viđ gjaldeyrisviđskiptin og verđur háttsemi hans ţví ekki heimfćrđ undir 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verđur ákćrđi ţví sýknađur af ţeim sakargiftum, en hann hefur ekki í máli ţessu veriđ borinn sökum um fjársvik samkvćmt 248. gr. laganna.
Ég mun vćntanlega viđ annađ tćkifćri og á formlegri vettvangi fjalla um réttaráhrif tilbođa gagnvart neytendum enda geta mistök í verđlagningu fyrirtćkja vissulega skapađ rétt hjá neytendum sem eru í góđri trú, eins og kallađ er.
![]() |
Máttu nýta sér kerfisvillu í netbanka Glitnis |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |