Nú lágu Danir í'ðí

Ekki skal ég hallmæla vinum mínum Dönum, sem fóstruðu mig í nokkur ár, og mér er hlýtt til Hróarskeldu þar sem ég á bæði nána ættingja, látna konunga í dómkirkjunni og skemmti mér auk þess vel á yngri árum á Roskilde Festival. Þá er gott að ríkisvaldið tryggi neytendur með þessari yfirtöku umfram lagalegar tryggingar, sem ég hef áður tjáð mig um í embættisnafni (fyrir gengishrun).

 

En ég verð að segja að eftir hrakfallafréttir danskra fjármálastofnana af íslensku fjármálalífi og bönkum þá velti ég því fyrir mér hvort vinarhugur okkar danofila sé endurgoldinn í nógu ríkum mæli.

 

Ég tjái mig ekki um ólympíuárangur(sleysi) að svo stöddu.


mbl.is Danski seðlabankinn yfirtekur Roskilde banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sáttamiðlun - jafnt í lögreglumálum og neytendamálum

Her er mjög gott dæmi um sáttamiðlun í framkvæmd - að vísu í lögreglumáli en ekki er á allra vitorði að ágætar tilraunir hafa verið gerðar undanfarin ár á vegum domsmálaráðuneytis með ungt folk í smærri brotum. Allt of fáir vita líka að slíkt urræði er fyrir hendi í neytendamálum - á vegum sýslumanna um allt land eins og lesa má um her og oska eftir her í Leidakerfi neytenda á www.neytandi.is.


mbl.is Hreinsar veggjakrot í hálft ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takmarkanir kapitalismans

Jafnvel félagshyggjumenn og aðrir jafnaðarmenn hafa fyrir löngu viðurkennt kosti kapitalisma við að stuðla að framleiðni og samkeppni ef aðrar aðstæður eru fyrir hendi. Einn ókosturinn (eða "markaðsbresturinn" eins og hagfræðingar kalla það sennilega) rifjaðist upp fyrir mér þegar ég ræddi við vin minn einn sem hafði líka átt við bakvandamál að stríða árum saman. Auk þess að teygja og æfa eru töflur nauðsynlegar þegar bakið brestur. Ég hafði átt í þessum vanda í 1-2 áratugi þegar bakið gaf sig gjörsamlega eftir nokkra duglega hjólatúra eitt sumarið; gekk ég skakkur í nokkrar vikur.

 

Iðnaðarmaður einn vænn og vandaður mér bjargaði mér með því að gauka að mér hálfu töflubréfi af ónefndum töflum; ég undraðist jafnt töframátt þeirra (án aukaverkana) og það að ég hefði aldrei heyrt af þeim áður. Undrun mín fullkomnaðist þegar ég komst að því að þær kostuðu furðu lítið miðað við ýmis önnur lyf sem ég þekkti og notaði. Vinur minn hafði nákvæmlega sömu sögu að segja.

 

Mig grunar að þetta ónefnda töfralið skapi ekki næga framlegð til þess að lyfsalar (og jafnvel framleiðendur töfratöflunnar) eyði púðri í að markaðssetja það; látum það vera. En að hvorugur okkar - eftir áratuga bakvandamál - hefðum nokkurn tímann heyrt af grundvallarlyfi frá lækni okkar vekur furðu.  


Róttækir lögfræðingar upphafið að endalokunum?

Ég renndi yfir erlenda frétt(askýringu) í gær sem ég skildi þannig að loks hefði farið að halla almennilega undan fæti hjá einræðisherranum - og lengi einkennisklæddum forseta Pakistan - Musharraf þegar hann gekk fram af lögmönnum. Þeir mótmæltu "ólöglega" og hástöfum á götum úti þegar hann rak forseta Hæstaréttar og fleiri hæstaréttardómara ef ég man rétt til að tryggja að hann gæti haldið forsetaembættinu og hershöfðingjabúningnum um leið; í því hófst fallið.

 

Kannski ættu lögfræðingar oftar að segja stopp.


mbl.is Rætt um arftaka Musharrafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hvað kostar vatnssopinn í þessu flugi?"

Ég hef áður tjáð mig um aukagreiðslur í flugi en ekki gengur að mínu mati að bæta endalaust við viðbótargreiðslum vegna þjónustu sem áður var innifalin í farmiðaverði - einkum ef um er að ræða þjónustuliði sem allir þarfnast. Aðeins er unnt - en ekki skylt eða endilega eðlilegt - að innheimta aukagreiðslu fyrir valkvæða aukaþjónustu.

 

Um þetta er fjallað í síðasta helgarblaði International Herald Tribune þar sem fyrirsögnin er:

 

 Hvað kostar vatnssopinn í þessu flugi?

 

Ég hef áður brugðist við þessari tilhneigingu flugfélaga að rukka fyrir þjónustuliði, sem áður voru eða eiga að teljast innifaldir, og hef ég gert það á öðrum sviðum án þess að hátt hafi farið. Mun ég, eftir sem áður, freista þess að sporna við því að aukagreiðslur verði teknar fyrir þjónustuliði sem eru nauðsynlegur þáttur í aðalsölunni; t.a.m. er eðlilegt að geta innritað a.m.k. eina ferðatösku, njóta þjónustu og komast á salerni við flug milli landa og ekki hægt að rukka ferðatöskugjald, þjónustugjald, innritunargjald, vatnsgjald eða salernisgjald af þeim sökum.

 

Því er haldið fram í fréttinni að flugfarþegar séu ekki lengur farþegar heldur möguleiki til þess að krefja um aukatekjur. Bent er á að neytendur hafi ekki brugðist harkalega við enda sýnir sá eini nafngreindi neytandi, sem rætt er við, óhóflegan stuðning við málstað flugfélaga vegna hækkandi eldsneytiskostnaðar. Þá kemur fram að öryggissjónarmið fæli neytendur frá að kvarta í flugvélum.

 

Mitt sjónarmið er, sem sagt, að valkvæð aukaþjónusta geti lotið samkeppnislögmálum (maður getur þá t.d. tekið samloku með sér) en að ekki megi krefja um aukagreiðslur fyrir það sem er eðlilegur hluti flugferðar; það á að vera innifalið í flugfarmiðagjaldinu, auglýst og háð samkeppni á flugleiðinni.

 

Fram kemur í fréttinni að eitt bandaríska flugfélagið auglýsi frelsi frá aukagjöldum - en auðvitað hærri fargjöld því hádegisverðurinn er aldrei ókeypis. Vandinn við gjöldin er m.a. ógagnsæi og sú hætta að þegar eldsneytiskostnaður lækkar eins og þessa dagana er ekki víst að aukagjöldin lækki - hvað þá hverfi.


Bakara en ekki (laga)smið

Nú mega verslanir loks fara að vara sig. Vart hafði ég sleppt orðinu snemma í morgun við að svara Bylgjunni í bítið hvaða afleiðingar það hefði að verðmerkja ekki vörur þegar fréttir bárust af því að Neytendastofa hefði nú lagt stjórnvaldssektir á verslanir fyrir brot á skýrri lagaskyldu fyrirtækja til þess að verðmerkja vörur og þjónustu.

 

Þetta eru frábærar fréttir fyrir neytendur - enda fylgdu sektunum birtingar á nöfnum fyrirtækjanna sem áttu í hlut; er ég, sem sagt, þeirrar skoðunar að nafnbirting sé virkasta úrræðið auk þess sem neytendur geta þá greitt atkvæði með fótunum ef hunsaður er réttur þeirra til þess að skoða verð í góðu tómi fyrir kaup.

 


mbl.is Bakarí sektuð vegna óviðunandi verðmerkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refsiverð hótun

Ég sá einhvers staðar á vefnum (að ég held á eyjan.is) í dag að fellibylur nokkur vestan hafs hefði hótað íbúum tiltekins svæðis. Hérlendis getur það verið refsivert athæfi að hóta nokkrum líkamstjóni eða annarri hættu en varla hafa slík náttúrufyrirbrigði sjálfstæðan vilja og réttarstöðu þar; að öllu gamni slepptu þá er þetta væntanlega meinleg þýðingarvilla því sjálfsagt hefur í erlendum fréttum staðið "threatens" - sem e.t.v. má þýða sem ógnar ef menn vilja ekki nota kjarnyrtari orðasambönd á íslensku.


Kostar ekkert?

Bylgjan hafði samband og ræddi við mig í Ísland í bítið í morgun um verðmerkingar. Ég áréttaði að lagaskylda til verðmerkinga væri skýr og fór yfir afleiðingar sem til álita kæmu ef henni væri ekki fylgt.

 

Í fyrsta lagi ætti Neytendastofa að hafa eftirlit með þessu og hefði nýverið hafið skipulagt eftirlit í samræmi við lög og uppfært reglur sem útfæra lögin. Brot gegn reglunum gætu fyrst og fremst varðað stjórnvaldssektum Neytendastofu en fésektum og jafnvel fangelsi ef sakir væru miklar. Þar sem fyrra úrræðið er ekki mjög virkt og hið síðara óraunhæft hef ég lagt til að Neytendastofa birti nöfn þeirra verslana sem vanrækja verðmerkingar. Ábendingar er hægt að senda stofnuninni á vef hennar og auk þess er sem endranær hægt að leita réttar síns með aðstoð Leiðakerfis neytenda á www.neytandi.is.

 

Hins vegar velti ég því upp hvaða afleiðingar það hefði fyrir samskipti einstakra neytenda og verslana ef verðmerking væri ekki fyrir hendi. Óumdeilt er að ef verðmerking í hillu er lægri en kassaverð þá gildir hilluverðið; en hvað ef ekkert hilluverð er eða önnur verðmerking - kostar varan þá ekkert eins og gagnrýnir neytendur gantast oft með? Nei - en á það hefur ekki reynt á Íslandi svo vitað sé hver réttarstaðan er; kannski er kominn tími til. Í gildi er gömul regla um að ef gerður er kaupsamningur um kaup á vöru eða þjónustu en ekki hefur verið samið um verðið þá skuli greiða sanngjarnt verð. Er þá reglu víða að finna í lögum. Á grundvelli hennar getur neytandi væntanlega haldið því fram að ef verðmerking hefur farist fyrir eigi að semja um sanngjarnt (gang)verð en ekki greiða uppsett verð eins og ætti við ef skyldu til verðmerkinga væri fylgt.

 

Útvarpskonan benti hins vegar réttilega á að virkasta úrræðið sem neytendur hefðu sjálfir væri að kaupa ekki vörur sem ekki væru verðmerktar eða versla jafnvel alls ekki við fyrirtæki sem ekki verðmerkja vörur og þjónustu sína eins og skylt er.

 

Svo ættu fjölmiðlar kannski að spyrja stjórnendur fyrirtækja hverju það sæti að verðmerkja ekki vörur og þjónustu!


90% vilja sérstakt íþróttasjónvarp og sleppa íþróttum á almennri rás RÚV

Fyrir helgi var spurt hér hvort RÚV ætti að hafa sérstaka íþróttasjónvarpsrás og sleppa í staðinn að sýna íþróttir á hinni rásinni? Af rúmlega 200 svarendum svöruðu rétt 90% játandi en 10% voru því andvíg - og rökstuddu sumir eða skilyrtu afstöðu sína eins og lesa má í athugasemdum við færsluna.


Þjóðarsátt um afnám verð(bólgu)tryggingar?

Í lok síðustu viku kom fram í fréttum sú afstaða fjármálaráðherra að sjálfsagt væri að hitta aðila vinnumarkaðarins, kæmu þeir með góðar tillögur. Af þessu tilefni hafði ég samband við fulltrúa aðila vinnumarkaðarins - og þá ekki bara þá stóru, ASÍ og SA, heldur líka þá sem víla og díla um kjör opinberra starfsmanna.

 

Ég stakk upp á að þeir tækju upp við ríkisstjórnina mál sem ég hef vakið máls á en ekki komið í formlegan farveg ennþá: afnám verðtryggingar - sem ég hef haldið fram að tryggi áframhaldandi verðbólgu.

 

Breyting á því fyrirkomulagi sem tíðkast á tengingu neytendalána við vísitölu neysluverðs verður ekki gerð án þess að aðilar vinnumarkaðarins - sem komu lífeyriskerfinu á fót og reka það - komi að því (auk stjórnvalda). Að vanda eru undirtektir hagfræðinga dræmar; nánar um það síðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.