Bakara en ekki (laga)smið

Nú mega verslanir loks fara að vara sig. Vart hafði ég sleppt orðinu snemma í morgun við að svara Bylgjunni í bítið hvaða afleiðingar það hefði að verðmerkja ekki vörur þegar fréttir bárust af því að Neytendastofa hefði nú lagt stjórnvaldssektir á verslanir fyrir brot á skýrri lagaskyldu fyrirtækja til þess að verðmerkja vörur og þjónustu.

 

Þetta eru frábærar fréttir fyrir neytendur - enda fylgdu sektunum birtingar á nöfnum fyrirtækjanna sem áttu í hlut; er ég, sem sagt, þeirrar skoðunar að nafnbirting sé virkasta úrræðið auk þess sem neytendur geta þá greitt atkvæði með fótunum ef hunsaður er réttur þeirra til þess að skoða verð í góðu tómi fyrir kaup.

 


mbl.is Bakarí sektuð vegna óviðunandi verðmerkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.