Misskilningur prófessors á hugtakinu "þingræði"

Hér fer Gunnar Helgi, prófessor í stjórnmálafræði, ekki nákvæmlega með hugtök af sviði stjórnlagafræði (lögfræði). Hugtakið "þingræði" felur að mínum lærdómi í sér eftirfarandi:

 

Ríkisstjórn (og einstakir ráðherrar) þurfa sem æðstu handhafar framkvæmdarvalds (hvort sem þeir eru einnig kjörnir þingmenn eður ei) að njóta trausts meirihluta þings eða a.m.k. að ljóst sé að meirihluti þings sé ekki sannanlega reiðubúinn til þess að samþykkja vantraust á ríkisstjórn eða ráðherra.

 

Afleiðingin af þessari stjórnskipunarreglu hefur að vísu hérlendis undanfarna áratugi orðið ofræði ríkisstjórnar og ráðherra - einkum sem handhafa frumkvæðisvalds að breytingum á löggjöf og fjárstjórn; þessi afleiðing er vissulega á sviði prófessors Gunnars Helga - sem er stjórnmálafræði.

 

Af þessari óheppilegu (og kannski óhjákvæmilegu) afleiðingu þingræðisreglunnar virðist prófessor Gunnar Helgi draga þá ályktun að þingið og þingmenn ráði litlu eða engu en ráðherrar og ríkisstjórn öllu eða miklu; hann breytir í stuttu máli lagareglu um þingræði í stjórnmálakenningu um að þingið ráði engu; það er erfitt að kalla

 

þingræði!


mbl.is „Hér er þingræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er gott að glöggir menn hafi tekið eftir getuleysi prófessorsins í eigin faggrein. Ég hélt líka að þingræði fælist í stuðningi meirihluta þingmanna við ríkisstjórn og ráðherra til setu sem slíkir en ekki að lúta skoðunum þeirra í einu og öllu.

Þarf ekki að endurskoða ráðningarsamning prófessorsins við menntastofnunina sem hann starfar við?

corvus corax, 1.10.2009 kl. 13:42

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ætli það þurfi ekki að túlka þessi orð prófessors Gunnars Helga betur svo þau verði ekki misskilin. Hann meinti þetta örugglega ekki svona eða þá að blaðamaður hefur vísvitandi farið rangt með.

Þetta virðist vera orðin regla með stjórnmálafræðiprófessora frá Háskólanum að orð þeirra verða umdeild, rangtúlkuð eða misskilin, eða allt í senn. Ég veit alla vega um 2 aðra sem svona er illa farið með. Annar er forseti en hinn misskilinn ráðgjafi misskilins stjórnmálaleiðtoga. Ákveðnir menn segja stundum að þeir verði að gera allt sjálfir til að hlutirnir séu vel gerðir. Það er hins vegar kannski heldur langt gengið að þurfa að gerast ritstjóri til að tryggja að ,,rétt" sem með farið í fjölmiðlum. En svona er nú það bara á þessum síðustu og verstu tímum.

Jón Baldur Lorange, 1.10.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband