Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 15. september 2008
Geir Keynes o.fl. í Silfrinu
Geir var góður í Silfrinu sem ég sá ekki fyrr en um miðnætti við endursýningu enda þykist ég ekki þurfa að hafa áhyggjur af þreytu í fyrramálið því samkvæmt almennum skilgreiningum er ekki kominn morgunn í þessum heimshluta fyrr en það er búið að vera bjart í tvær klukkustundir í röð.
Geir var afdráttarlaus um að fjárlögin yrðu ekki niðurskurðarfjárlög; ég held að ef ég væri hagfræðingur væri ég Keynes-isti.
Reyndar líkaði mér einnig vel málflutningur Kristins H. Gunnarssonar að sumu leyti enda var hann staðfastur með réttu í fleiri en einu máli. Að einu leyti - hvað varðar neytendur - held ég hins vegar að Kristinn hafi ekki haft rétt fyrir sér - þegar hann leiðrétti Andrés Magnússon lækni - er hélt því fram að vaxtamunur íbúðarlána milli Íslands og nágrannalandanna væri jafnvel þrefaldur; ég er að vísu ekki tölfróður en Kristinn er stærðfræðingur að mennt. Hann sagði - aðspurður af Andrési um hvort verðtrygging væri tekin með í myndina - að allt væri reiknað með. Svo virðist þó ekki vera samkvæmt fréttatilkynningu Neytendasamtakanna á vefsíðu 2005 þar sem segir (en þar má finna skýrsluna um samanburð íbúðarlánakjara í Evrópu):
Vextir hér eru þeir hæstu á því svæði sem könnunin nær til. Raunvextir eru að jafnaði frá 2 og upp í tæplega 5 prósentustigum hærri en í hinum Evrópulöndunum.
Mér virðist þetta orð "raunvextir" í íslenskri umræðu oft bera þeirri skoðun vitni að verðbæturnar séu ekki eitthvað sem lántakendur (t.d. neytendur) þurfi að greiða á endanum og ekki eitthvað sem lánveitendur stinga í vasann í raun. Sjá nánar á bls. 19n-20e í skýrslunni sem nálgast má hér þar sem segir til skýringar um séríslenskt kerfi:
Að lokum skal nefnt að reiknaðir nafnvextir á Íslandi, þ.e. raunvextir að viðbættri hækkun framfærsluvísitölunnar eru hærri hér vegna mun meiri verðbólgu. Verðbólga er að meðaltali í hinum níu löndunum í þessari athugun um 1,8% (12 mánaða hækkun framfærsluvísitölu í apríl 2005) en 2,9% hér á landi (þá er m.v. 12 mánaða hækkun NVV í maí 2005).
Ef ég skil þetta rétt eru í skýrslunni ekki bornir saman "nafnvextir" (greiddir vextir) hér og þar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. september 2008
Til hamingju - neytandi þekktu rétt þinn!
Ég hef lengi verið svolítið fixeraður á afmælisdaga og aðrar merkar dagsetningar; nánast óvart tók ég eftir því að í dag, 14. september, á hálfs árs afmæli ein helsta afurð embættis talsmanns neytenda, sem viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, hleypti hátíðlega af stokkunum 14. mars sl. eftir feiknavinnu Liselotte Widing, sérfræðings í neytendarétti, þ.e.
Leiðakerfi neytenda (neytandi.is).
Ég fór að blogga skömmu síðar - m.a. til að kynna þessa gagnvirku vefgátt og með því reglur og úrræði til handa neytendum. Ég skora á neytendur að nýta sér Leiðakerfi neytenda til þess að leita réttar síns í nokkuð flóknu kerfi en með ágætis úrræði og oft nokkuð hagstæðar reglur - ef menn þekkja þær og nýta sér.
Föstudagur, 12. september 2008
Sammála - Þorsteini!
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri og fyrrverandi ráðherra efnahagsmála m.m., skrifar leiðara undir fyrirsögninni Nei í Fréttablaðinu í dag. Sjálfur hef ég ekki alltaf verið mikill orðstílisti og hef oft skrifað full þungt lagamál - sem á ekki alltaf við. Mér finnast leiðarar Þorsteins líka stundum hafa verið tyrfnir; þessi leiðari er þó á léttu máli. Kannski skil ég bara aðra lögfræðinga betur en hagfræðinga. Ég verð hins vegar að segja:
Mikið er ég sammála Þorsteini um þetta mál.
Þó að hér sé kannski um að ræða stærsta neytendamál landsins hef ég reynt að halda mig frá því að tjá mig um val á gjaldmiðli enda sé það frekar stjórnmálamanna að leysa úr því; Þorsteinn bendir hins vegar á - og rökstyður það á gagnorðan hátt - að svarið við því hvort lausnin megi bíða sé:
Nei.
![]() |
Evra er ekki lausn á verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 10. september 2008
"Velkomin heim"
Þetta hefur maður oft heyrt í íslenskum flugvélum:
Velkomin heim.
Ég var að koma heim og þá finnur maður gjarnan hve gott - nei, nauðsynlegt - það er að eiga heimili. Gaman er að sjá hversu margar - jákvæðar - athugasemdir eru við þessa litlu frétt (þó að myndin hafi vissulega ekki staðfest fyrirsögnina, eins og bent var á í einni athugasemdinni) enda hef ég stundum haft áhyggjur af skorti á umburðarlyndi og alþjóðahyggju Íslendinga.
Ég get ekki sagt annað við nýju Skagamennina en:
Velkomin heim.
![]() |
Flóttafólkið brosti við heimkomuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 8. september 2008
Hafa neytendur mannréttindi?
Ég hef í gegnum tíðina verið ákafur stuðningsmaður - og gjarnan notandi - almenningssamgangna en þetta endurtekna frumkvæði frá í fyrra um gjaldfrjálsan strætó fyrir (suma) nema hefur leitt til fyrirspurna til mín um mismunun eftir aldri og stöðu. Sjálfur hef ég einkum velt fyrir mér álitamálinu um hvort rétt sé og eðlilegt að gera slíkan greinarmun á nemendum eftir lögheimili; er það mismunun eftir búsetu og er hún þá í lagi ef svo er?
Ég lét á sínum tíma málið ekki til mín taka formlega en lýsi eftir sjónarmiðum neytenda um þetta. Síðar í vikunni á ég að halda erindi hjá Háskólanum á Akureyri um það álitamál hvort neytendur hafi mannréttindi.
![]() |
Margir nemar sækja um strætókort |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. september 2008
Fanny og Freddi þjóðnýtt eins og Norðurklöpp
Nú hafa meginríki kapítalismans, Bandaríkin og Bretland, bæði þjóðnýtt íbúðarlánabanka sem komnir voru í vandræði. Þar með er fallist á sjónarmið sem sjálft frjálslyndisritið Economist hefur talað fyrir um skeið, þ.e. að ekki gangi að hluthafarnir græði bara þegar vel árar en að skattgreiðendur deili svo byrðunum með þeim eða beri þær alfarið þegar illa fer.
Um þetta skrifaði ég m.a. 4. apríl sl.:
Síðast á laugardaginn var fjallaði Economist í leiðara með gagnrýnum hætti um afleiðingar hins frjálsa markaðar þannig að hluthafar græði þegar vel gengur en ríkið beri hluta af byrðinni:
...when the other investment bankers and their shareholders take on that extra bit of risk, knowing that they keep all the gains, but that the state will shoulder some of the losses?
![]() |
Bandaríska ríkið að yfirtaka fasteignalánasjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. september 2008
Name and shame
Fréttin - þar sem bæði hinar brotlegu verslanir og þær, sem standa sig betur, eru nafngreindar - virðist sýna að Neytendastofa hefur nú tekið upp þá aðferðarfræði sem ég hef lagt til og kölluð er "name and shame" á enskri tungu. Kenning mín er að nafngreining - bæði til góðs og ills - geti bæði verið skjótari og virkari aðferð til þess að halda fyrirtækjum við efnið enda er lagaskyldan til þess að verðmerkja vörur og birta verð á boðinni þjónustu afar skýr.
Viðurlögin eru líka skýr - stjórnvaldssektir Neytendastofu eða jafnvel refsingar.
Þetta milliúrræði - nafnbirting - er hins vegar hið virkasta að mínu mati. Síðast þegar ég tjáði mig um þetta á blogginu sagði ég m.a.:
Þessar fréttir af virku eftirliti með verðmerkingum vekja vonir um að ástandið batni vegna þess að nú eru auknar líkur á eftirliti, áminningum, viðurlögum og gjarnan nafnbirtingum fyrirtækja sem ekki standa sig og fara eftir settum reglum.
Næsta skref er samkvæmt fréttinni formleg viðurlög - en ekki er víst að til þess þurfi að koma því nú er viðvörun um frekari aðgerðir komin fram og með nafnbirtingu er búið að virkja besta eftirlitið: neytendur sjálfa - sem geta greitt atkvæði með fótunum.
![]() |
Verðmerkingum ábótavant í matvörubúðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. september 2008
Gott hjá ESB
Þetta er gott dæmi um að margar helstu úrbætur fyrir neytendur (og launafólk) - þ.m.t. margar mikilvægari en þessi tillaga - koma frá Brussel en neytendavernd í slíkum sendingum milli landa er hentugt viðfangsefni fyrir yfirþjóðlegan aðila eins og ESB.
![]() |
Vilja hámarksgjald á sms skilaboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 3. september 2008
Gott - eins og við mátti búast
Hann sagði þetta
telur Íslendinga ekki þurfa að óttast að missa yfirráðin yfir fiskimiðunum við inngöngu í ESB
að vísu ekki á fundinum svo ég tæki eftir; utanríkisráðherrann spænski var því miður allt of langorður - bæði í framsögu og í svörum. Hvorki samfylkingarfólkið - utanríkisráðherra og varaformaður utanríkismálanefnar Alþingis - né fundargestir sögðu því mikið eða spurðu; aðeins 2-3 spurningar komust að - og því miður ekki þessi (sem ég hefði annars borið fram) en gott er að lesa á mbl.is að hann hafi staðfest þetta - sem ég bjóst við sem svari.
![]() |
ESB-aðild forsenda evruupptöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 2. september 2008
Opið bréf til útvarpsstjóra: hvenær kemur sjónvarpsþáttur fyrir neytendur í RÚV?
Í gær birtist á heimasíðu talsmanns neytenda opið bréf mitt í embættisnafni til útvarpsstjóra þar sem spurt er hvenær neytendur á Íslandi fái neytendaþátt í sjónvarpi - eins og lagt var til í bréfi talsmanns neytenda til útvarpsstjóra fyrir réttum þremur árum, daginn sem nýi útvarpsstjórinn tók við embætti æðsta stjórnanda hljóðvarps og sjónvarps í almannaþágu.
Að vanda eru í bréfi mínu lagðar til lausnir og bent á fyrirmyndir - en auðvitað er RÚV best til þess fallið að útfæra þetta brýna almannaþjónustuhlutverk.