"Velkomin heim"

Þetta hefur maður oft heyrt í íslenskum flugvélum:

 

Velkomin heim.

 

Ég var að koma heim og þá finnur maður gjarnan hve gott - nei, nauðsynlegt - það er að eiga heimili. Gaman er að sjá hversu margar - jákvæðar - athugasemdir eru við þessa litlu frétt (þó að myndin hafi vissulega ekki staðfest fyrirsögnina, eins og bent var á í einni athugasemdinni) enda hef ég stundum haft áhyggjur af skorti á umburðarlyndi og alþjóðahyggju Íslendinga.

 

Ég get ekki sagt annað við nýju Skagamennina en:

 

Velkomin heim.


mbl.is Flóttafólkið brosti við heimkomuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

tek undir með þér

Hólmdís Hjartardóttir, 10.9.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 10.9.2008 kl. 00:59

3 identicon

Sæll.

Ég er þér hjartanlega sammála.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 01:45

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vonandi færð þú lyklana heim.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.9.2008 kl. 20:35

5 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Já vonandi á theim einhverntíma eftir ad finnast thau eiga heima á Ìslandi.. Ég tala af eigin reynslu, thad tekur langan tíma ad venjast annari menningu, ødru tungumáli, ødrum háttum og venjum. Hef búid í nágrannalandinu dk í 10 ár og er enn ad læra hvernig hlutirnir eru gerdir hér og hvers er vænst í ólíkum adstædum.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 10.9.2008 kl. 23:46

6 Smámynd: Anna

Sæll, Velkomin heim. Hefur veðrið ekki breyst á Íslandi. Segðu mer með flóttafólkið sem var að flytjast til Ísland. Fær það allt ríkisborgararétt strax.  Var ekki hópur fólks sem þrammað niðrá alþingishús til þess að styðja einn mann um að fá ríkisborgarrétt eða var það landvístarleyfi. Ég skil ekki afhverju það gekk svo erfiðlega að fólk tók til að mótmæla.

Anna , 12.9.2008 kl. 11:45

7 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sæl og takk fyrir athugasemdirnar. Blessuð Anna Björg. Ef ég man rétt þá er stjórnarskrárbundið að ríkisborgararéttur sé veittur með lögum - þannig að það er aðeins formskilyrði en ekki efnisregla. Ákvæðið hefur, að ég held, verið framkvæmt þannig yfirleitt er miðað við ákveðinn árafjölda sem er að finna í þingsályktun áður en Alþingi ákveður að veita tilgreindum einstaklingum ríkisborgararétt en á því eru svo undantekningar sem allsherjarnefnd þingsins gerir tillögur um eins og kunnugt er. Ég veit ekki með þennan hóp.

Stjórnarskrána finnur þú á www.althingi.is (númer 33/1944) sem og lögin undir "r."

Gísli Tryggvason, 12.9.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband