Name and shame

Fréttin - þar sem bæði hinar brotlegu verslanir og þær, sem standa sig betur, eru nafngreindar - virðist sýna að Neytendastofa hefur nú tekið upp þá aðferðarfræði sem ég hef lagt til og kölluð er "name and shame" á enskri tungu. Kenning mín er að nafngreining - bæði til góðs og ills - geti bæði verið skjótari og virkari aðferð til þess að halda fyrirtækjum við efnið enda er lagaskyldan til þess að verðmerkja vörur og birta verð á boðinni þjónustu afar skýr.

 

Viðurlögin eru líka skýr - stjórnvaldssektir Neytendastofu eða jafnvel refsingar.

 

Þetta milliúrræði - nafnbirting - er hins vegar hið virkasta að mínu mati. Síðast þegar ég tjáði mig um þetta á blogginu sagði ég m.a.:

 

Þessar fréttir af virku eftirliti með verðmerkingum vekja vonir um að ástandið batni vegna þess að nú eru auknar líkur á eftirliti, áminningum, viðurlögum og gjarnan nafnbirtingum fyrirtækja sem ekki standa sig og fara eftir settum reglum.

 

Næsta skref er samkvæmt fréttinni formleg viðurlög - en ekki er víst að til þess þurfi að koma því nú er viðvörun um frekari aðgerðir komin fram og með nafnbirtingu er búið að virkja besta eftirlitið: neytendur sjálfa - sem geta greitt atkvæði með fótunum.


mbl.is Verðmerkingum ábótavant í matvörubúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta líkar mér! Fyrst nafnbirtingar og að lokum háar sektir, ef þær duga ekki.

Þorsteinn Briem, 5.9.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Líklega eru þetta einu úrræðin, því það eru í reynd engar aðrar refsingar við brotum gegn neytendum. Tökum dæmi: Ef mér dytti í hug að koma mér í samband við aðila í Tansaníu sem gæti  látið setja rúgmjöl í hylki myndi ég að öllum líkindum komast upp með að selja hana á Íslandi. Ef einhver léti sér detta í hug að kaupa sýni og eyða fúlgu fjár í rannsaka vöruna og komast að því að hún innihéldi ekki hvítlauk heldur rúgmjöl, þyrfti hann að sanna að hann hefði ekki beinna hagsmuna að gæta fyrir því ég fengi ekki að selja rúgmjölið sem hvítlauk! En það að auki gæti ég verið alveg handviss um að yfirvöld myndu aldrei að eigin frumkvæði láta rannsaka slík mál.  En segjum nú að svo illa færi að ég yrði gripinn þrátt fyrir allt, hver væri þá áhættan? Jú ég þyrfti að  fleyja innihaldinu, endurmerkja vörun og endurgreiða þeim sem kæmu með umbúðir og kassakvittun. Líkurnar á að menn geymi slík gögn í meira en viku eru hverfandi. Að mínu mati er þessi ábatasama og  nánast áhættulausa brotastarfssemi algengarri en marga grunar.

Sigurður Þórðarson, 5.9.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Björgvin Jóhannsson

Þetta er góð byrjun, en nú er boltinn hjá okkur neytendum.  Hættum að fara bara í sömu búðina af gömlum vana.  Verslum t.d. frekar í 11-11 en 10-11, sem virðist ekki vera treystandi skv. fréttinni.  Þessi aðferð virkar best ef við neytendur erum vakandi og bregðumst fljótt við.

Björgvin Jóhannsson, 6.9.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.