Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 16. október 2008
Á maður að biðja um hjálp eða fá hana óumbeðið?
Það róar mig nú satt að segja aðeins að fá þessar fréttir en fróðlegt verður að vita hvort Bretar taka undir; kannski höfum við verið of sein á okkur að biðja vini okkar um hjálp - eða á maður almennt að búast við því að vinir rétti manni hjálparhönd áður en hennar er beiðst?
![]() |
ESB-leiðtogar styðja Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Gott hjá ríkisstjórninni
Þetta hljómar vel og er í samræmi við óskir mínar um slíkt gagnvart félagsmálaráðherra við yfirtöku ríkisins á slíkum íbúðarlánum í erlendri mynt til langs tíma eins og komið hefur fram á vefsíðu embættisins: www.talsmadur.is. Til skamms tíma þarf ég hins vegar að setja mig í samband við ríkisbankana þrjá vegna frystingar til bráðabirgða.
![]() |
Afborganir verði frystar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. október 2008
Takmörkuð ábyrgð hluthafa réttlætir afskipti ríkisins
Að gefnu tilefni vil ég gjarnan árétta eftirfarandi færslu mína um takmarkaða ábyrgð hlutafélaga - þó að tilefnið hafi þá ekki brunnið á mörgum, þ.e. fjölgun - jafnvel lögþvinguð fjölgun - kvenna í stjórnum fyrirtækja - sem við hefðum betur knúið í gegn áður en allt fór að hrynja ofan á okkur um sl. mánaðamót. Þar segir m.a.:
Ef á hinn bóginn er um að ræða hlutafélag eða einkahlutafélag má ekki gleyma því að kjarni laga um (einka)hlutafélög er takmörkuð ábyrgð eigenda gagnvart kröfuhöfum - þ.m.t. neytendum og launafólki - og þar með samfélaginu, eða eins og enskt heiti þeirra vísar til: Limited (liability), skammstafað "Ltd." Sjá hér færslu um "Unlimited." Venjulegir kröfuhafar - fyrirtæki og neytendur - missa þannig kröfu sína ef fyrirtækið reynist ekki eiga fyrir skuldbindingum. Með lögum um Ábyrgðarsjóð launa tekur samfélagið hins vegar að sér að greiða rétthærri kröfur, þ.e. vangreidd laun (en sjóðurinn er vissulega fjármagnaður með hlutfalli af tilteknum launaskatti, tryggingargjaldi; það breytir því ekki að allir greiða en aðeins sumir "njóta").
Eins og breska tímaritið Economist hefur bent á felur takmörkuð ábyrgð í sér að eigendurnir - sem hafa vissulega tekið áhættu - bera þó takmarkaða áhættu, bundna við hlutina; hlutaféð. Hluthafarnir bera aðeins takmarkaða ábyrgð - gagnvart neytendum og öðrum hluthöfum. Þetta er samfélagsleg gjöf til hlutafélaga - og þar með til hluthafa - og þess vegna má samfélagið gera kröfur á móti, með lögum. Síðast á laugardaginn var fjallaði Economist í leiðara með gagnrýnum hætti um afleiðingar hins frjálsa markaðar þannig að hluthafar græði þegar vel gengur en ríkið beri hluta af byrðinni:
...when the other investment bankers and their shareholders take on that extra bit of risk, knowing that they keep all the gains, but that the state will shoulder some of the losses?
Lesa alla færsluna.
Mánudagur, 13. október 2008
Útrás, já ný útrás - almannahagsmuna
Hér minni ég á tækifæri Íslands - ekki bara sumra Íslendinga - til "útrásar." Kapitalisminn snýst um framboð og eftirspurn - og þar sem nóg framboð er af slæmum fréttum vil ég jafna stöðuna með góðum staðreyndum og tækifærum. Annars vegar stendur ríkissjóður vel og er nánast skuldlaus miðað við aðra slíka eins og flestir hafa nú heyrt stjórnvöld minna á undanfarið. Hins vegar eigum við lífeyrissjóðakerfi á heimsmælikvarða - ekki bara miðað við höfðatölu heldur í raun.
Hvernig væri að huga að útrás þess sem við kunnum betur en flestar aðrar þjóðir?
Ekki skal ég þreyta ykkur á tölum - sem má lesa hér á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða og hlusta á hér í viðtali við Benedikt Jóhannesson tryggingarstærðfræðing í Kastljósi í síðustu viku; auðvitað rýrna eignir samtryggingarlífeyrissjóðanna okkar við hlutabréfahrunið og afleidda verðrýrnun eigna sjóðanna eins og Benedikt rökstyður og rekur í tölum (rétt eins og sjóðir gildnuðu í "góðærinu" áður).
Hitt er annað að hér er ekki bara sóknarfæri fyrir okkur Íslendinga sjálfa - heldur er þarna tækifæri fyrir okkur að kenna öðrum þjóðum (já, við getum ekki bara þegið heldur einnig veitt) hvernig á að stofna og reka samtryggingarlífeyrissjóði og stjórna þeim eins og ég þekki örlítið til úr fyrra starfi mínu í þágu launafólks. Þar eru verðmæti fólgin því á endanum fylgir þátttöku í samfélagi þjóðanna - í ESB eða annars staðar - ekki aðeins rétturinn til að þiggja hjálp vina og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins o.s.frv. heldur einnig skylda til þess að leggja eitthvað af mörkum.´
Þó að útrásarfólk og bankakerfið virðist nú (að því er virðist með þegjandi samþykki breskra og íslenskra stjórnvalda) hafa skuldsett íslensku þjóðina um of megum við ekki gleyma að íslenska lífeyrissjóðakerfið er nær einstætt í heiminum fyrir þá sök að þar er safnað fyrirfram og samtímis fyrir lífeyrisréttindum launafólks, þ.e. lífeyrisskuldbindingum vinnuveitenda sem koma í stað sambærilegra skuldbindinga ríkissjóðs (þ.e. "funded" sjóðssöfnunarkerfi); víða annars staðar eru gefin út lífeyrisloforð sem dekkuð eru með framtíðartekjuöflun launafólks og skattgreiðenda ("pay-as-you-go"-kerfi). Okkar ríki er því skuldlaust í tvennum skilningi - bæði nú og þá. Íslenska ríkið/þjóðin stendur því betur en margir halda nú og betur en margir erlendir aðilar virðast telja - en vonandi er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki þar á meðal er hann leggur til skilyrði fyrir aðstoð við íslenska ríkið á ögurstundu.
![]() |
Ástandið verra en þjóðargjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Frysting gengislána og verðtrygging
Að þessu hef ég hugað og bent á og bíð viðbragða stjórnvalda, sbr. útdrátt:
Rétt í þessu var því lýst yfir á blaðamannafundi forsætis- og viðskiptaráðherra að skoðaðar yrðu leiðir til þess að frysta íbúðarlán neytenda í erlendri mynt vegna ástands á gengismörkuðum. Talsmaður neytenda fagnar þessu og áréttar ósk sína um viðræður til að tryggja hag neytenda í þessu efni.
Niðurlag fréttarinnar á vef talsmanns neytenda hljóðar svo:
Mikill stuðningur neytenda og jafnræði við verðtryggð lán
Þess má geta að fjölmargir neytendur hafa haft samband við talsmann neytenda undanfarið og tekið undir þetta auk þess sem sumir hafa bent á að gæta þurfi jafnræðis gagnvart íbúðarlánum í verðtryggðum krónum - sem einnig hefur verið bent á lengi af hálfu talsmanns neytenda.
![]() |
Jafnræði milli lántakenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. október 2008
Aðalgata eða Borgartún?
Í nótt kepptust bandarísku forsetaframbjóðendurnir um hvor stæði betur með almennum neytendum við að létta af þeim óhóflegri byrði íbúðarlána sem þeir hafa komist (komið sér, segja sumir) í.
Þarlendis er þó hvorki verðtrygging né útbreiddur flótti frá henni yfir í lántöku í öðrum gjaldmiðlum.
Í Bandaríkjunum er sem sagt keppst við að standa við bakið á Main Street - almennum neytendum í Aðalgötu - ekki síður en bankakerfið á Wall Street (kerfinu í Borgartúni). Í bandaríska þinginu tóku þjóðkjörnir fulltrúar sér drjúgan tíma (um tvær vikur) í að meta tillögur stjórnvalda og vega hagsmuni allra á vogarskálunum; hér voru að lokum sett neyðarlög á nokkrum klukkustundum - þannig að hagsmunir neytenda komust ekki til umfjöllunar hjá löggjafanum sjálfum.
Þess vegna áréttaði ég sem talsmaður neytenda í gær við félagsmálaráðuneytið umsögn minni til Alþingis í fyrrakvöld - í þágu neytenda - þar sem ég vísa til lagaheimildar félagsmálaráðherra til útfærslu á eignarnámi íbúðarlána neytenda gagnvart bankakerfinu. Í erindinu benti ég á nokkrar mögulegar leiðir til þess að tryggja hag neytenda við yfirtöku ríkisins á íbúðarlánum í erlendri mynt - og óska eftir viðræðum á grundvelli eftirfarandi sjónarmiða:
Talsmaður neytenda bendir á fimm konar meginsjónarmið til stuðnings sértækri breytingu á stöðu íbúðarlána í erlendri mynt við yfirtöku Íbúðarlánasjóðs á þeim:
neytendasjónarmið,- samfélagsleg sjónarmið,
- stjórnskipuleg sjónarmið,
- lögfræðileg sjónarmið og
- hagfræðileg sjónarmið.
Sjá frétt www.mbl.is hér.
![]() |
Obama og McCain deildu um fjármálakreppuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 8. október 2008
"[...] brostnar forsendur..."
Athyglisvert er að þarna hafnar fráfarandi stjórn bankans meintri lagaröksemd ríkisins af sama tagi og ég notaði ("forsendubrestur") í opinberri umsögn talsmanns neytenda í fyrrakvöld um frumvarp til neyðarlaga sem þá var til meðferðar í þinginu og eru nú grundvöllur þvingaðrar yfirtöku - bæði bankakerfis og íbúðarlána neytenda.
Í umsögninni sagði ég um þetta atriði til að rökstyðja fast gengi við yfirtöku íbúðarlána í erlendri mynt (eins og ítrekað var við félagsmálaráðuneytið í gær):
Nauðsynlegt að festa gengi íslensku krónunnar
Af framangreindum sökum telur talsmaður neytenda rétt að gengi íslensku krónunnar - sem hefur samkvæmt alþjóðlegum og innlendum fréttum ekki verið í eðlilegri verðmyndun síðan í síðustu viku - verði fastsett með sömu lögum sem heimila ríkisvæðingu bankakerfisins og íbúðarlána í heild. Er ljóst að gengishrun undanfarinna vikna í kjölfar gengisfalls undangenginna mánuða veldur framangreindum hagsmunum neytenda gríðarmiklu tjóni grípi löggjafinn ekki inn í samhliða þessari neyðarlöggjöf.
Að öðrum kosti telur talsmaður neytenda hugsanlegt að forsendubrestur hafi orðið hvað varðar þá samninga sem standa að baki framangreindum lánsviðskiptum - sem frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkið yfirtaki.
![]() |
FME tekur Glitni yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. október 2008
"Ég brá mér aðeins frá - hefur eitthvað gerst?"
Einu sinni sá ég mynd um konu í Austur-Þýskalandi sem hafði - að mig minnir - fallið í dá og vaknað aftur eftir 9. nóvember 1989 en sonur hennar vildi forða henni frá sjokkinu við breytinguna í kjölfar þess að Berlínarmúrinn féll skyndilega; sjálfur man ég þá stund vel og viðbrögð eldri Dana við nýju "Stór-Þýskalandi."
En hvað ef maður hefði farið í langa göngu á Hornstrandir eða eitthvert annað þar sem ekki ku vera GSM-samband (hvar sem það nú skyldi vera) - og verið utan fjölmiðlasambands, t.d. síðan síðdegis sunnudaginn 28. september sl. (þegar bara sumir voru með smá í maganum út af lánalínuleysi Íslands o.þ.h.). Sú var sjálfsagt tíðin að maður gat skroppið í frí í viku, tíu daga (og fyrir rúmum áratug var fólk ekki með GSM-síma) án þess að veröldin umturnaðist á meðan.
Eins og andleg og veraldleg "yfirvöld" okkar standa sig vel í að árétta þessa dagana hefur veröldin ekkert umturnast - en fréttafíkill hefði verið nokkuð undrandi að koma heim í dag eftir að "neyðarlög" voru sett á Íslandi í gærkvöldi og 1-2 bankar teknir yfir af ríkinu síðan síðast.
![]() |
Baksvið: Hvaða vinir" brugðust? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. október 2008
Fagnaðarefni
Ég fagna því sem haft er eftir viðskiptaráðherra á www.dv.is í dag:
að þau lán sem um ræðir verði tekin inn í Íbúðalánasjóð sem samkvæmt heimild muni lækka þau til samræmis við það gengi sem var þegar lánið var tekið.
Í gærkvöldi sagði www.ruv.is frá umsögninni sem birtist hér á vef talsmanns neytenda og fjallað er um hér. Lesa má umræður um umsögnina hér á www.eyjan.is.
Ráðherrann segir einnig á sama stað:
,,Eitt af því mikilvægara sem við gerum er að koma til bjargar skuldugu fólki. Íbúðalánasjóður mun fá takmarkalausa heimild til að kaupa upp öll veðlán sem tengd eru húsnæðiskaupum, segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra aðspurður um örlög fólksins í landinu sem tekið hefur húnsnæðislán tengd erlendri mynt og horfir nú upp á að eiga enga möguleika á því að standa undir afborgunm sem hafa hækkað í hlutfalli við fall krónunnar.
Mánudagur, 6. október 2008
Evra stuðlar að minni sveiflum, krónan eykur sveiflurnar að mati aðalhagfræðings Seðlabankans
Á milli ekki-frétta helgarinnar um efnahagsvandann las ég viðtal við aðalhagfræðing Seðlabankans þar segir m.a.:
Mín niðurstaða hefur verið að þátttaka í gjaldmiðlabandalagi myndi stuðla að minni sveiflum. Ég dreg þá ályktun af því hvar óstöðugleikinn hjá okkur liggur. Ísland er fyrst og fremst frábrugðið öðrum löndum hvað áhrærir sveiflur í einkaneyslu. Sveiflurnar í einkaneyslu eru mjög nátengdar sveiflum krónunnar. Þannig að það virðast mjög veik rök fyrir því að við verðum að hafa sérstakan gjaldmiðil til að draga úr sveiflum. Þvert á móti eykur hann sveiflurnar.
Svo mælir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, í viðtali í októbertölublaði Mannlífs, bls. 14-23, en þessi ummæli er að finna á bls. 20.
![]() |
Geir: Staðan mjög alvarleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |