Gróf aðför gegn vísinda- og skoðanafrelsi

Þessi ljóta saga rennir stoðum undir áralangar efasemdir mínar um að atvinnulífið eigi að styrkja tilteknar kennara- eða rannsóknarstöður - en ekki kemur þó fram að um slíkt sé að ræða í þessu tilviki. Sambærileg afskipti eru reyndar sérstaklega bönnuð atvinnurekendum gagnvart starfsmönnum sínum í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938 en þar segir:

 

Atvinnurekendum, verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda er óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar- eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með:
   a. uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn,
   b. fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum.

 

Í tilviki Vilhjálms virðist tilvikið enn grófara að því leyti sambandið er aðeins óbeint þar sem hótunin lýtur að því að hætta almennum styrkjum til háskóladeildar ef kennari í reglulegu starfi verði ekki rekinn vegna gagnrýni sinnar á viðskiptalífið. Ef slíkt tíðkast er enn meiri hætta á að styrkjum sé misbeitt gagnvart þeim sem sitja í kennara- eða rannsóknarstörfum sem eru sérstaklega styrkt af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum; þá er einfaldlega hætt að styrkja starfið ef rannsóknarefnið eða niðurstaðan er styrkgreiðandanum ekki að skapi.

 

Mál Vilhjálms þarf að rannsaka enda felst í því gróft brot gegn vísinda- og skoðanafrelsi en tilvitnað lagaákvæði á að tryggja hið síðarnefnda.

 

Með sama hætti má efast um réttmæti sértækra styrkveitinga frá atvinnulífinu út frá jafnræði hagsmuna; hvenær höfum við heyrt að samtök launafólks eða neytenda hafi styrkt rannsóknar- eða kennslustörf?


mbl.is Vildu Vilhjálm Bjarnason burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

"Réttar" niðurstöður hefur verið hægt að kaupa undanfarin ár bara ef greitt er rétt verð.   Um það vitnar fjöldi lögfræðiálita sem benda út og suður ásamt álitum frá Hagfræðistofnun Háskólans t.d um innkomu bankana á húsnæðismarkaðinn þar sem forstöðumaðurinn var á endanum verðlaunaður með bankastjórastarfi fyrir vel unnin störf.

G. Valdimar Valdemarsson, 9.2.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: corvus corax

Tilraunir sem þessar, að reyna að stjórna umræðunni, menntuninni og skoðunum manna í krafti peninga, ýmist með hótunum eða fagurgala er skilgetið afkvæmi allt of langrar stjórnarsetu sjálfstæðisflokksins. Sá flokkur er, var og verður alltaf vagga spillingarinnar.

corvus corax, 9.2.2009 kl. 13:30

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Þatta er bara eins og nútíma þjóðfélag er orðið meira að segja Sameinuðu Þjóðirnar leika þannan leik aftur og aftur.  Þannig er það eitthvað merkilegt að þetta eigi sér stað hér á landi?

Einar Þór Strand, 9.2.2009 kl. 14:11

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Hjartanlega sammála Gísli.

Jafnsorglegt er, ef satt er, að rannsóknarstaða við lagastofnun lagadeildar Háskóla Íslands sé kostuð af LÍU. Því var hvíslað í mín eyru fyrir síðustu helgi að störf þess aðila sem gegnir þeirri stöðu séu öll lituð af þeirri kostun. Vonandi getur einhver fært sönnur á þessa frásögn og þá er óskandi að frásögnin sé ósönn.

Elfur Logadóttir, 9.2.2009 kl. 15:13

5 Smámynd: Gísli Tryggvason

Já, Valdimar en hvað okkur lögfræðingana varðar finnst mér fólk reyndar oft blanda saman plaggi (áliti) með röksemdum til málafærslu fyrir hönd skjólstæðings annars vegar og óháðri álitsgerð um það hver yrði niðurstaða dómstóls ef á málið reyndi. Þessi greinarmunur er síður til í öðrum fræðigreinum sem sumar leita aðeins sannleika - ef slíkt er til. Eins og lærifaðir minn einn, Sigurður Líndal, hefur bent á hefur lögfræðin þá sérstöðu meðal fræðigreina að í henni er gjarnan stefnt að því að taka ákvörðun, t.d. með dómi í deilu eða ákvörðun eftir umsókn. Þó að sama megi sjálfsagt segja um fleiri greinar, t.d. hagfræði og læknisfræði, þar sem taka þarf ákvörðun um aðgerð er væntanlega ekki sama hefði fyrir að ákvörðun sé tekin að undangengnum röksemdafærslum fulltrúa andstæðra aðila.

Takk Corvux; pass, og sömuleiðis Örn. Einar Þór; þekki ekki fordæmin frá SÞ en vart bæta þau úr ef saga Vilhjálms reynist rétt. Góð ábending, Elfur, sem ég hef satt að segja komið á framfæri við vin minn þar, alveg óháð því að hann er mjög fær lögfræðingur eins og ég þekki af eigin raun.

Gísli Tryggvason, 9.2.2009 kl. 23:34

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Gísli það sem hefur verið að gerast á undaförunum árum er að þeir sem ekki fylgja fjöldanum í skoðunum á einstaka málum eru úthrópaðir sem villutrúarmenn, og ýmis umræða hefur verið kæfð í nafni og krafti meirihluta, en eins og Ibsen sagði í Þjóðníðingnum "meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér" sem má þýða sem meirihlutinn fylgir þeim sem hefur hæðst og lofar mestu hvort sem vit er í því eða ekki.

Einar Þór Strand, 10.2.2009 kl. 16:55

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Lögin um Stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938 virðast vera býsna vel samin og hafa gjörbreytt stöðu launafólks á Íslandi. Þau eru eins og fleiri lagabálkar um réttindi fólks á vinnumarkaði, gulls ígildi nú á þessum erfiðu tímum

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.2.2009 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband