Dýrafjörður eða Brussel!

Stundum er rætt um mun á bjartsýni og svartsýni með þeirri myndlíkingu að sumir sjái hálf-fullt glas en aðrir hálf-tómt. Í sama anda eru einkunnarorð mín hér á blogginu:

 

Sá, sem vill, finnur leið; sá, sem vill ekki, finnur afsökun (arabískur málsháttur).

Í mínum huga er á þessu svipaður munur og á hinum fleygu orðum nafna míns Súrssonar
Nú renna öll vötn til Dýrafjarðar
annars vegar og hins vegar nútímaútgáfunni af þeirri tilfinningu miðaldamanna að
Fyrri setningin er höfð eftir Íslendingi, sem hafði gefist upp á að berjast gegn örlögum sínum og ákveðið að taka dauða sínum - að vísu ekki baráttulaust. Síðara orðtakið er í óeiginlegri merkingu skilið sem lýsing á þeirri alkunnu speki að hægt er að velja margar leiðir að sama marki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Djúp speki sem á vel við í dag.

Anna , 17.11.2008 kl. 11:52

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Og verða eins Nýfndnaland.  Afhenda yfirráðin yfir auðlindum okkar.  Mér gjörsamlega fyrirmunað að skilja á hverju á að lifa hér í framtíðinni ef gengið verður ESB

Sjá hér

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 17.11.2008 kl. 19:43

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það var nú mér vitanlega Vésteinn Vésteinsson mágur Gísla sem sagði þessi orð en ekki Gísli sjálfur.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Það er líklega rétt hjá þér Hjörtur enda er ég stúdent úr ESB-ríki en ekki í íslensku. Hafa skal það sem sannara reynist, takk.

Gísli Tryggvason, 17.11.2008 kl. 22:39

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

,Vegna fyrirsagnarinnar,varð ég að stinga mér hér inn og róma þessa speki.Ef Dýrafjörður er nefndur er ég mætt,enda fædd og uppalin þar,þegar allt iðaði af lífi í kringum fisk.

Helga Kristjánsdóttir, 18.11.2008 kl. 00:19

6 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Já það þessi þróun er miður. Mér fannst nóg að einn stjórnmálaflokkur veldi sér stefnumál eftir skoðanakönnunum á hverjum tíma en nú virðist Framsókn vera búin taka upp sama sið og hugsanlega Sjálfstæðisflokkur - þó ég leyfi mér enn að vera bjartsýnn. 

Skepsis minn gagnvart EU snýr fyrst og fremst að því hve ólýðræðislegt  sambandið er orðið. Til að fullkomna andstöðu sína við lýðræði og einstaklingsfrelsi (þ.m.t. kvennfrelsi, sem á mjög upp á pallborðið hjá stjórnmálamönum í vinsældaleit) er EU smám saman byrjað að taka upp Sharia lög (m.a. í UK) og hafa m.a. Danir áhyggjur af þessari þróun.

Sveinn Tryggvason, 21.11.2008 kl. 20:03

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Dittó Helga Kristjáns

Marta B Helgadóttir, 23.11.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.