Bann við skyndibitaauglýsingum myndi draga úr offitu barna

Þessi frétt styður við viðleitni okkar umboðsmanns barna að auka neytendavernd barna en í fréttinni segir:

 

Ný rannsókn á áhrifum auglýsinga um skyndibitafæði í Bandaríkjunum bendir til að bann við slíkum auglýsingum myndi fækka offitutilfellum ungra barna um allt að 18 prósent, en um 14 prósent hjá eldri börnum.

 

Í tillögum umboðsmanns barna og talsmanns neytenda er einmitt sérstaklega  leitast við að sporna gegn auglýsingum á óhollustu eins og lesa má nánar um hér.


mbl.is Skyndibitaauglýsingar ýta undir offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Það má þá kanski líka segja að uppeldið hafi líka áhrif ? Ætti ekki að fást meiri tími í uppeldi í kreppunni ?

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 20.11.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sammála; þó að ástæða þess aukna tíma sé sorgleg í sumum tilvikum held ég að við Íslendingar megum gjarnan við því að sinna börnunum betur og meira. Tillögur okkar umboðsmanns barna ganga líka út á að hjálpa foreldrum að nýta rétt sinn og sinna skyldu sinni til uppeldis - ekki að taka af þeim ráðin. Hins vegar má halda því fram að uppeldið hafi lítil áhrif ef litið er til mismunandi mats okkar bræðra á þessari frétt því fyrr í dag bloggaði yngsti bróðir minn þetta um sömú frétt; við ættum að hafa fengið sama uppeldið!

Gísli Tryggvason, 20.11.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Góð heilsa, heilbrigt holafar  og heilbrigður lífstíll snýst um svo margt annað en auglýsingar á skyndimat.

Menn meiga ekki ganga í þá gryfju að sjá ekki skóginn fyrir trjánum.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 21.11.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Sveinbjörn Kristjánsson

Sæll

Bann við auglýsingum á Kókómjólk mun líka minnka offitu barna. Nokkrar aðrar mjólkurvörur koma líka til greina. MS er stærsti kaupandi sykurs á Íslandi.

Kv.

Sveinbjörn

PS: Er hægt að telja þetta raunhæfa tillögu? Frekar barnalegt að mínu mati.

Sveinbjörn Kristjánsson, 21.11.2008 kl. 17:00

5 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Góður puntktur hjá Þorsteini Icerock (ég gef mér það að uppeldi eigi að vera í höndum foreldra en ekki hins opinbera). Held að það sé rétt að við bræður fengum svipað uppeldi í æsku og er ekki frá því að BMI okkar hafi verið svipað þegar við yfirgáfum föðurhús. :)

Sveinn Tryggvason, 21.11.2008 kl. 17:01

6 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Gísli;  öflugast aðgerðin til að koma til móts við tekjufall og atvinnuleysi væri að koma á hollum skólamáltíðum - með morgunmat - fyrir öll börn í leikskólum og grunnskólum - og bjóða foreldrum að greiða fyrir matinn eftir efnum sínum og aðstæðum.  Finnar hafa lengi boðið upp á skólamat án greiðslu foreldra (skorturinn eftir stríð kenndi þeim það) - og svo er mjög öflug hreyfing í þess átt í Kanada - og reyndar í fátækum hverfum í borgum Ameríku en þar fá foreldrafélög stundum það verkefni að fylgja því eftir að þeir sem eru betur megandi greiði fyrir sín börn.

Þetta væri um leið öflugast leiðin gegn offitu barna og ungmenna

Benedikt Sigurðarson, 21.11.2008 kl. 20:10

7 Smámynd: Gísli Tryggvason

Þakka málefnalegar og góðar rökræður; ég er sammála Benedikt um réttmæti slíks framtaks sem væri á sviði velferðar- og skólamála og erfitt að fella undir neytendavernd sem við umboðsmaður barna erum að reyna að auka. Sveini og Þorsteini er ég vitaskuld líka sammála - uppeldi er verkefni foreldra; neytendavernd er á hinn bóginn verkefni hins opinbera. Tillaga Sveinbjörns finnst mér barnvænleg en ekki barnaleg og felst hún í verkefni okkar umboðsmanns barna; til framtíðar vil ég reyndar banna öll vörumerki sem gefa í skyn hollustu vöru sem er full af sykri eins og margar mjólkurvörur. Öðru máli gegnir um sælgæti; hvert 2ja ára barn veit að nammi er óhollt í óhófi. Árna er ég líka sammála - að heilbrigði snýst um annað og meira en auglýsingar og takmarkanir á þeim - hér var aðeins vikið að þeim en tengill gefinn á meira. Margt er lýtur að lýðheilsu fellur hins vegar utan neytendaverndar.

Gísli Tryggvason, 21.11.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband