Fimmtudagur, 4. september 2008
Gott hjá ESB
Þetta er gott dæmi um að margar helstu úrbætur fyrir neytendur (og launafólk) - þ.m.t. margar mikilvægari en þessi tillaga - koma frá Brussel en neytendavernd í slíkum sendingum milli landa er hentugt viðfangsefni fyrir yfirþjóðlegan aðila eins og ESB.
Vilja hámarksgjald á sms skilaboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Stjórnlagaþing Viltu stjórnarskrárvarið stjórnlagaþing sem þjóðin kýs til að semja nýja stjórnarskrá?
- Talsmaður neytenda Talsmaður neytenda hefur þríþætt hlutverk - varðstöðu um hagsmuni og réttindi neytenda, kynningu á réttarreglum um neytendamál og áhrif til úrbóta fyrir neytendur.
- Leiðakerfi neytenda Gerir neytendum sjálfum kleift að leita réttar síns óháð stað og stund.
- Viltu leita sátta? Aðgangur til ókeypis sáttaumleitunar fyrir neytendur hjá sýslumanni.
Höfundur
Gísli Tryggvason
... á að verja neytendur og upplýsa...
... og er í störfum sínum óháður fyrirmælum frá öðrum.
Leitið réttar ykkar í Leiðakerfi neytenda!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 152352
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- gesturgudjonsson
- gudnym
- ekg
- gudridur
- hallurmagg
- annapala
- mortenl
- bryndisisfold
- ea
- olinathorv
- ringarinn
- marinogn
- gudruntora
- gudmundsson
- oddgeire
- holmdish
- hlynurh
- armannkr
- ragnhildur
- toshiki
- helgasigrun
- esv
- kolbrunb
- eirikurbergmann
- martasmarta
- judas
- vennithorleifs
- lara
- jensgud
- kristbjorg
- gvald
- lafdin
- sponna
- stefanbogi
- baldurkr
- klarasigga
- stebbifr
- husmodirivesturbaenum
- huldumenn
- gurrihar
- sveinnt
- roggur
- gudmundurmagnusson
- halkatla
- birkir
- kolbrunerin
- inhauth
- lillo
- ollana
- fleipur
- elfur
- don
- ingibjorgelsa
- vefritid
- ziggi
- volcanogirl
- bleikaeldingin
- herdis
- saemi7
- thuridurbjorg
- hemba
- gisliblondal
- ein
- hogni
- liljabolla
- hallibjarna
- asgerdurjoh
- gthg
- freedomfries
- bjarnihardar
- frisk
- hvala
- bumba
- jaj
- svavaralfred
- kokkurinn
- omarsarmalius
- kari-hardarson
- icekeiko
- siggiulfars
- svatli
- maggib
- hl
- lehamzdr
- haukurn
- esb
- gislihjalmar
- hlini
- fufalfred
- suf
- icerock
- ornsh
- gudbjorng
- reykur
- agnarbragi
- fsfi
- alla
- blossom
- skarfur
- arniharaldsson
- asabjorg
- thjodarsalin
- launafolk
- bjarnimax
- bjorgjens
- bookiceland
- gattin
- dofri
- doggpals
- einarbb
- hjolagarpur
- ews
- rlingr
- estersv
- fridrikof
- frjalshyggjufelagid
- geirthorst
- gingvarsson
- gillimann
- gretarmar
- bofs
- muggi69
- sverrirth
- zeriaph
- gunnaraxel
- vild
- heim
- helgatho
- hehau
- drum
- kht
- fridabjarna
- ingibjhin
- ibb
- fun
- godaholl
- stjornun
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- leifur
- vrkristinn
- reisubokkristinar
- wonderwoman
- peturmagnusson
- ludvikludviksson
- maddaman
- bidda
- iceland
- ragnar73
- robertb
- salvor
- sigurdurarna
- joklamus
- sigingi
- siggisig
- svanurmd
- strandir
- spurs
- tara
- nordurljos1
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- vilberg
- vilhjalmurarnason
- steinig
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorirniels
- thorolfursfinnsson
Um bloggið
Gísli Tryggvason
Sá, sem vill, finnur leið; sá, sem vill ekki, finnur afsökun (arabískur málsháttur).
Athugasemdir
Sæll Gísli.
Þú meinar væntanlega miðstjórnarafl en ekki yfirþjóðlegt afl. Nema þú viljir meina að ESB sé einmitt yfirþjóðlegt afl þ.e. afl sem hafið er yfir lýðræðislega löggjöf þjóðanna. Já það er greinilegt að frjáls samkeppni virkar ekki í ESB, enda er það einnig reynsla mín. Þessvegna gengur þetta "yfirþjóðlega miðstýringarafl" núna inn og sker undan marakðsöflunum með yfirþjóðlegri löggjöf. Símafélögin verða væntanlega svo hrifin að þau flytja sig til betri grasa og svæða, enda öll á hausnum. Síðast var það Google og Yahoo sem fluttu Evrópuaðalstöðvar sínar frá frá ESB og til Sviss. Gott hjá þeim. Kosturinn fyrir fyrirtæki er sá að þau geta pakkað saman og farið. Það geta þjóðir ekki.
Aðalritarar miðstjórnar samkeppnismála í ESB geta þá hér eftir skattpínt þá sem eftir eru í ESB enn meira og stofnsett sitt eigið Póst & Sima ESB með gömlu græjunum frá DDR.
Þetta er dapurlegt.
Gunnar Rögnvaldsson, 4.9.2008 kl. 14:38
Reyndar er 11 cent amk 6 centum og hátt.
Einar Þór Strand, 4.9.2008 kl. 18:32
Sæll Gunnar. Nei, ég meina það sem ég skrifaði. Miðstjórnarafl er ekki beinlínis vitlaust hugtak en gjarnan notað í lögfræði og stjórnmálafræði um handhafa miðstjórnarvalds innan ríkis, t.d. ríkisstjórn, þjóðþing eða miðlæg ríkisstofnun - öfugt við staðbundin stjórnvöld, svo sem sveitarstjórnir. Svo eru til staðbundnir fulltrúar miðstjórnarvaldsins, ríkisins, t.d. sýslumenn í héraði. Í lögfræði hefur yfirþjóðlegt - supranational - vald gjarnan verið notað um þetta sérstæða fyrirbæri sem ESB og fyrirrennarar þess eru. Í því felst að aðilarnir, sem annars eru fullvalda ríki, hafa framselt hluta af fullveldisrétti sínum til þess yfirþjóðlega valds - en ekki allt fullveldið eins og við hljótum að vera sammála um; kjarninn er, já, að sum Evrópulöggjöf er hafin yfir innanlandslöggjöf og það hefur ekki verið neitt leyndarmál - a.m.k. síðan ég byrjaði að stúdera þetta fyrir um 20 árum. EES-ríkin, þ.m.t. Ísland, eru einnig sett undir þetta yfirþjóðlega vald. Munurinn er að við erum ekki hluti af öllu batteríinu (t.d. ekki sjávarútvegi) og einkum þó sá að við höfum lítið að segja um ákvarðanir yfirþjóðlega valdsins; við þiggjum en tökum ekki þátt. Við erum sem sagt aukaaðilar að ESB. Það er meiri lýðræðishalli en sá sem vissulega er fyrir hendi innan ESB sjálfs.
Gísli Tryggvason, 4.9.2008 kl. 20:36
Takk fyrir þetta Gísli. Já, ríkin eru einmitt ekki fullvalda, það er rétt, og geta þar með ekki kallast fullvalda ríki, og þau eru ekki sjálfráða því þetta yfirþjóðlega vald ógildir hvað eftir annað sett lög af löggjafavaldi ríkjanna. Þetta á einungis eftir að versna og er einmitt alltaf að versna.
Hedging against prosperity and progress
Af því að markaðurinn tekur ALLTAF það verð sem hann getur fengið þá hefur ESB ákveðið að þeir viti miklu betur en allur símageirinn eins og hann leggur sig, og allir neytendur eins og þeir leggja sig, hvað markaðurin á að fá og gefa og hvaða hámarksverð neytendur eigi að greiða, og hvað sé rétt verð og rangt verð. Ef netendum finnst farsíma-roaming og farsímtöl dýr þá eiga þeir að slökkva á símanum og nota peningana sína í eitthvað annað eða leggja þá í banka. Þeir eiga völina og kvölina. Allt annað er gamla útópían um að fari eitthvað fram inni í hausnum á opinberum starfsmönnum að þá sé það auðvitað mun betra en það sem fer EKKI fram inni í hausnum á þessum útvöldu postulum Evrópusambandsins. Að markaðurinn sé heimskur og fyrritæki og neytendur séu fábjánar. Þetta er hægt að kalla:: yfirþjóðleg vörn gegn velmegun og framförum fyrir 500 milljón manns í 27 löndum á sama tíma - framkvæmd af mönnum sem enginn kaus. Hér er verið að gera neytendur heimskari og heimskari vegna þess að opinberir starfsmenn hugsa fyrir þá.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 5.9.2008 kl. 03:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.