Skriftastóll

Nú skil ég af hverju ég hef á-netjast (í orðsins fyllstu merkingu) bloggi - sem átti fyrst og fremst að vera í því skyni að koma málstað neytenda og starfsemi embættisins betur á framfæri utan gúrkutíða (þegar allt vekur áhuga). Ég hef leyft mér að "krydda" stundum bloggið með öðru en neytendabloggi.

 

Málið er að það er ekki bara "krydd;" stundum er það þörf - og sama sé ég hjá fleiri bloggurum (og reyndari). Nei; þetta er ekki bara athyglisþörf. Ástæðan er sú sama og fyrir því að ég hef stundum velt því fyrir mér í frekar lítilli alvöru að gerast kaþólikki - það er svo gott að skrifta (og dýrt að borga sálfræðingi fyrir að hlusta ef enginn annar nennir).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

bloggið getur verið einhvers konar meðferð

Hólmdís Hjartardóttir, 9.8.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

já ´´eg hef notad bloggid mikid undanfarna viku medan ég var ein heima, notadi thad til ad fá útrás í stadinn fyrir ad tala vid sjálfa mig. Fannst thad voda gott og fékk gódan respons frá fólki.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Gísli Tryggvason

Satt er það; gott í bland við ferðir í heita pottinn.

Gísli Tryggvason, 9.8.2008 kl. 22:21

4 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

thad eru engin heitupottar hér, bara kaldar sundlaugar og ég ein heima med ungabarn.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 22:32

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Guð hjálpi þér -kaþólikki ekki nema það þó  ég fer með sjö Maríubænir í hvelli. Nei er ekki betra að blogga bara. Það verður aldrei verra en að vera kallaður athyglissjúkur vitleysingur og er það ekki alveg í lagi... kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.8.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband