Nei, takk? Þetta eru mikil vonbrigði

Neytendur eiga rétt á að hafna fjölpósti og fríblöðum og gagnrýndi ég Íslandspóst í dag í frétt á vefsíðu talsmanns neytenda fyrir að stranda samkomulagi sem stefndi í; ekki gengur að neytendur þurfi að sækja mismunandi miða á marga staði og jafnvel árlega til að geta sagt nei takk við fjölpósti eða fríblöðum eða hvoru tveggja.


mbl.is Ekki samkomulag um frípóstsreglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Góð spurning hjá Árna. Önnur spurning því tengd... Hver á bréfalúguna? Getur maður ekki bannað að ákveðnir hlutir séu settir þar inn ef þess er óskað?

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.4.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég ætla að fá mér sérpóstkassa fyrir fjölpóst, markpóst, auglýsingabæklinga og annan ruslpóst. Hann mun líta svona út:


Theódór Norðkvist, 30.4.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sælir í nýjustu færslunni minni rétt í þessu eru tenglar á ítarlegt efni um þetta á vefsíðu talsmanns neytenda sem sýnir áhuga minn og frumkvæði í málinu; í stuttu máli er skýring ykkar rétt - að íbúinn á lúguna en á henni hvílir eins konar kvöð um að taka við nafngreindum, hefðbundnum pósti - en ekki fríblöðum og ómerktum fjölpósti.

Gísli Tryggvason, 7.5.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.