Ég held ég hjóli heim

Ég komst nú ekki í biðraðirnar síðdegis í dag vegna funda og líkamsræktar - sem ég mat meira en afsláttinn af þeim fimmtungi tanks, eða svo, sem uppá vantaði. Reyndar náði ég að vinna heima í morgunsárið meðan Hafnarfjarðarvegur var stíflaður við Hamraborgina. Nú vil ég hins vegar taka undir með Valgeiri Guðjónssyni í laginu góða með smá umritun - sem ég vona að mér leyfist, með fullkomnum fyrirvara og tilvísun - því

 

ég held ég hjóli heim, held ég hjóli heim

 

- á morgun (ef Guð og veður leyfir); það er "privat"  afstaða mín, sbr. athyglisvert sjónarhorn hér í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag.

 

Svo má reyndar líka taka undir með höfundinum í sama lagi: "Þett'er búið að vera eitt brjálæðislegt geim."

 

Afstöðu talsmanns neytenda má sjá hér.


mbl.is N1 veitir 25 króna afslátt á eldsneytisverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.