Sunnudagur, 30. mars 2008
Úps! Ég ætlaði ekki að vera sannspár. Endurtekur "hvítakjöts"málið sig nú?
Með þessari færslu um þörf á nýju "skinkumáli", sem ég rakti í þessari færslu, ætlaði ég aðeins að árétta upprifjun mína á rúmlega 14 ára gömlu lögfræðilegu skólabókardæmi um að skýr lagaregla - t.d. um frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum - þarf beina undantekningu í lögum (en ekki lögskýringargögnum) til þess að meginreglan eigi ekki við. Fyrri færslan kom í kjölfar umfjöllunar um áhrif löggjafar - sem eru metin í áhrifum en ekki mæld eftir lengd eða þyngd - t.d. eins og kjúklingar og svínakjöt sem málið er nú aftur farið að snúast um!
M.ö.o. virðist mér að sagan frá því fyrir hálfum öðrum áratug, sem stuttlega er rakin í færslu minni á annan á páskum - fyrir 6 dögum síðan, sé að endurtaka sig, þ.e. að
- neytendur gjalda enn háu verði (m.a.) fyrir landbúnaðarstefnu Íslands,
- stjórnarflokkanir tveir eru annars vegar sá sami og hins vegar arftaki hins,
- ráðherrar landbúnaðar og utanríkismála virðast deila um hvort vernda eigi landbúnað og innlenda framleiðslu áfram með lítt breyttum hætti eða hvort hleypa eigi lífi í innflutning og samkeppni, neytendum til hagsbóta.
Eru fleiri líkindi - eða ólíkindi - sem lesendur sjá?
Vonandi leysa stjórnmálin þetta skinku- og kjúklingamál en ekki dómstólar eins og síðast. Dómstólarnir leystu málið þá - að mínu mati - vel, bæði lögfræðilega og neytendapólitískt, ef svo má segja. Dómstólar leystu fyrra "hvítakjöts"málið líka fljótt (með þá nýlegri lagaheimild til flýtimeðferðar, ef ég man rétt). Þá unnu neytendur óbeint fyrir Hæstarétti en töpuðu í héraði og á þingi í kjölfarið. Ég vænti þess að sú saga endurtaki sig ekki.
Fljótt og vel; ekki "hægt og hljótt!"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er kominn á þá skoðun að úrelda eigi þessar greinar því þeir sem sem starfa við þetta geta ekki búið við það óöryggi sem þessi stöðuga innflutnings umræða veldur. þessar vörur vega 1.4% af útgjöldum heimilanna í dag.
Innflutningur gæti hugsanlega bætt hag heimilanna um 0.2-0.5%
þetta er ekki nema un 1500-2000 manns sem vinna við þetta og í kringum það.
Í Evrópu, USA og Kanada er núna verið að moka Tugþúsundum milljarða í þessar greinar vegna erfiðleika sem stafa af hækkandi kornverðs en hér á landi er ekkert gert nema auka á kostnaðinn við framleiðsluna.
þá getum við sem störfum við þetta farið snúa okkur að öðru.
það er erfitt að eiga stöðugt sök á því að landinn geti ekki brauðfætt sig vegna okurs
Vonandi yrði þetta til þess vöruverð snarlækki
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 22:44
Sennilega eru óbeinu hagsbæturnar fyrir neytendur mun meiri eins og viðbrögð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í fréttinni sem ég vísaði til í færslunni benda til. Hann talar réttilega um staðkvæmdaráhrif sem komi sér illa fyrir bændur - og þá vel fyrir neytendur eins og utanríkisráðherra ýjaði að í sömu frétt. Ef styrkja þarf bændur frekar á að mínu mati að gera það með gagnsæjum hætti af skattfé en ekki með ógagnsæjum hætti af neytendum í gegnum hærra markaðsverð.
Gísli Tryggvason, 31.3.2008 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.