Útrás og framfæri - en áhrif?

Nú á ég viku afmæli - sem bloggari sumsé - og líst mér (og vonandi ykkur) nokkuð vel á því að bæði gefur þetta útrás fyrir hugmyndir sem ella hefðu bara gufað upp eða valdið mér togstreitu um hvort, hvar, hvenær og hvernig ég ætti að bregðast við "áreiti." Auk þess er augljóst að þessi nýi (fyrir okkur tornæmum eða þrjóskum) miðill er vel til þess fallinn að koma boðskap á framfæri, skapa umræður og hafa jafnvel áhrif - eins og sumum ber lagaskylda til, a.m.k. að reyna.

 

A.m.k sé ég að heimsóknir (innlit) eru rúm 2.000 á einni viku eða um 17 sinnum fleiri en á heimasíðu talsmanns neytenda miðað við vikuna á undan;  flettingar á bloggi mínu á þessari fyrstu viku eru vel yfir 3.000 talsins - sem er auðvitað ekki mikið miðað við ofurbloggara eins og í Kastljósi í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Til hamingju Gísli, þú virðist strax vera komin í ofurbloggara hópinn. Alltaf með þeim efstu á blaði, ég bloggaði áðan og lenti fyrir neðan með smá bloggurum og var dottin af listanum á fimm mínútum

Sturla Snorrason, 25.3.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Takk, Sturla. Vonandi gott fyrir neytendur ef þetta er langhlaup en ekki spretthlaup. GT

Gísli Tryggvason, 25.3.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.