Hví ekki að leysa hratt úr óvissu um (ó)lögmæti gengislána?

Rétt er það hjá bankanum - eins og hér er rakið - áfram er óvissa um (ó)lögmæti gengislánanna sjálfra þó að ég og fleiri lögmenn og fræðimenn hafi haldið fram ólögmæti þeirra. Þá má á www.talsmadur.is lesa um endurteknar tilraunir mínar til þess að fá leyst úr þeirri óvissu - með gerðardómi - hraðar en almenna dómskerfið býður upp á sem felur í sér allt að 2ja ára bið og ómældan kostnað neytenda, banka og þjóðfélagsins sjálfs.

 

Hér má lesa nánar um úrskurðinn og afleiðingar hennar þar sem m.a. segir:

 

Taldi nefndin í úrskurði sínum að í raun gæfu skilmálarnir bankanum "sjálfdæmi" um hverjir vextirnir skyldu vera.

 

Í fréttinni eru eðlilega vangaveltur um hvað gerist í kjölfarið. Að mínu mati er fordæmisgildi þessa úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar væntanlega töluvert og ekki einskorðað við aðila þessa máls, Nýja Kaupþing og viðskiptavin þess, heldur nær fordæmið væntanlega til

  • annarra neytenda,
  • annarra lánastofnana og
  • annarra tegunda neytendalána, t.d. í öðrum myntum, þ.m.t. íslenskum krónum (þó að lögin löghelgi því miður verðtryggingu sem sett er á fót með öðrum lögum).

 

Hins vegar þarf væntanlega niðurstöðu dómstóla til þess að koma fram bótaábyrgð [...]


mbl.is Á aðeins við um hluta af vöxtum lánanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband