Mánudagur, 13. apríl 2009
Sértækar ákvarðanir dómara eða almenn leiðrétting af hálfu stjórnvalda
Slík fjöldamálsókn var að mínu mati fyrirsjáanleg - þó að því miður skorti úrræði í lög til eiginlegrar hópmálsóknar eins og ég hef oft vakið máls á. Að mínu mati eru svo sterk rök fyrir slíkri málsókn og svo hæpið að neytendur beri einir áhættuna og allt tapið af óvæntu gengishruni og óvenjuhárri verðbólgu að réttara væri að kjörnir fulltrúar tækju almenna ákvörðun um slíka leiðréttingu.
Auk annarra röksemda neytenda er almenn leiðrétting af hálfu stjórnvalda æskilegri en að dómarar taki sértækar ákvarðanir um að jafna afleiðingar efnahagsáfallsins gagnvart neytendum.
Málsókn til varnar heimilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Stjórnlagaþing Viltu stjórnarskrárvarið stjórnlagaþing sem þjóðin kýs til að semja nýja stjórnarskrá?
- Talsmaður neytenda Talsmaður neytenda hefur þríþætt hlutverk - varðstöðu um hagsmuni og réttindi neytenda, kynningu á réttarreglum um neytendamál og áhrif til úrbóta fyrir neytendur.
- Leiðakerfi neytenda Gerir neytendum sjálfum kleift að leita réttar síns óháð stað og stund.
- Viltu leita sátta? Aðgangur til ókeypis sáttaumleitunar fyrir neytendur hjá sýslumanni.
Höfundur
... á að verja neytendur og upplýsa...
... og er í störfum sínum óháður fyrirmælum frá öðrum.
Leitið réttar ykkar í Leiðakerfi neytenda!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 152352
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- gesturgudjonsson
- gudnym
- ekg
- gudridur
- hallurmagg
- annapala
- mortenl
- bryndisisfold
- ea
- olinathorv
- ringarinn
- marinogn
- gudruntora
- gudmundsson
- oddgeire
- holmdish
- hlynurh
- armannkr
- ragnhildur
- toshiki
- helgasigrun
- esv
- kolbrunb
- eirikurbergmann
- martasmarta
- judas
- vennithorleifs
- lara
- jensgud
- kristbjorg
- gvald
- lafdin
- sponna
- stefanbogi
- baldurkr
- klarasigga
- stebbifr
- husmodirivesturbaenum
- huldumenn
- gurrihar
- sveinnt
- roggur
- gudmundurmagnusson
- halkatla
- birkir
- kolbrunerin
- inhauth
- lillo
- ollana
- fleipur
- elfur
- don
- ingibjorgelsa
- vefritid
- ziggi
- volcanogirl
- bleikaeldingin
- herdis
- saemi7
- thuridurbjorg
- hemba
- gisliblondal
- ein
- hogni
- liljabolla
- hallibjarna
- asgerdurjoh
- gthg
- freedomfries
- bjarnihardar
- frisk
- hvala
- bumba
- jaj
- svavaralfred
- kokkurinn
- omarsarmalius
- kari-hardarson
- icekeiko
- siggiulfars
- svatli
- maggib
- hl
- lehamzdr
- haukurn
- esb
- gislihjalmar
- hlini
- fufalfred
- suf
- icerock
- ornsh
- gudbjorng
- reykur
- agnarbragi
- fsfi
- alla
- blossom
- skarfur
- arniharaldsson
- asabjorg
- thjodarsalin
- launafolk
- bjarnimax
- bjorgjens
- bookiceland
- gattin
- dofri
- doggpals
- einarbb
- hjolagarpur
- ews
- rlingr
- estersv
- fridrikof
- frjalshyggjufelagid
- geirthorst
- gingvarsson
- gillimann
- gretarmar
- bofs
- muggi69
- sverrirth
- zeriaph
- gunnaraxel
- vild
- heim
- helgatho
- hehau
- drum
- kht
- fridabjarna
- ingibjhin
- ibb
- fun
- godaholl
- stjornun
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- leifur
- vrkristinn
- reisubokkristinar
- wonderwoman
- peturmagnusson
- ludvikludviksson
- maddaman
- bidda
- iceland
- ragnar73
- robertb
- salvor
- sigurdurarna
- joklamus
- sigingi
- siggisig
- svanurmd
- strandir
- spurs
- tara
- nordurljos1
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- vilberg
- vilhjalmurarnason
- steinig
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorirniels
- thorolfursfinnsson
Um bloggið
Gísli Tryggvason
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Það er mjög svo rökrétt að neytendur einir eiga ekki að bera skellinn, enda ekki til hans stofnað af þeim....heldur nokkrum gráðugum aðilum sem vildu vera stórir í augum alls heimsins og lítilmagninn fær svo að súpa seyðið af þeim ósköpum.
Bankar, sem nú eru ríkiseign...og þar af leiðandi í eigu allra landsmanna...eiga tvímælalaust að taka helming tapsins á sig. Fyrir utan það að þeir sem ollu mestum skaða eiga að sjálfsögðu vera látnir sæta ábyrgð og gert að borga þann brúsa til baka.
TARA, 14.4.2009 kl. 01:37
Það vegur þungt að fá þín rök inn í þetta mál Gísli.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.4.2009 kl. 13:35
Ég er nú ekki lögfræðingur eins og þú en þó er eru ákveðin lögfræðileg atriði að veltast fyrir mér varðandi þessa umræðu.
Í fyrsta lagi er þetta spurningin um það hvort stjórnvöld séu ekki í sterkari stöðu gagnvart eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að ákveða niðurfellingu skulda ef málshöfðun eins og þessi vinnst heldur en ef farið er í þetta án dóms um að forsendubrestur hafi orðið. Ef stjórnvöld ákveða til dæmis einhliða 20% niðurfellingu skulda er þá ekki hætt við að lífeyrissjóðir og forráðamenn sparisjóða fari í mál og krefjist þess að ríkissjóður bæti sér skaðan og vísi í eignrréttarákvæði stjórnarskrárinnar? Ef Hæstiréttur samþykkir síðan ekki að um forsendubrest sé að ræða að minnsta kosti ekki í öllum tilfellum, mun þá ríkissjóður ekki verða skaðabótaskyldur?
Einnig snýst þetta um það að koma afslættinum yfir á erlendu kröfuhafa bankanna. Án dóms um forsendubrest munu þeir aldrei fallast á að taka á sig niðurfærslu skulda gagnvart þeim, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum heldur aðeins hinum, sem eru það ekki. Geta stjórnvöld komist upp með að láta þá greiða fyrir slíka niðurfellingu án samþykkis dómstóla um forsendubrest?
Mun ríkissjóður og þar með skattgreiðendur alltaf lenda í að greiða fyrir þvingaðan afslátt til þeirra, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum ef ekki er hægt að fá dóm um forsendubrest?
Einnig er ég að velta þessu með forsendubrestinn fyrir mér. Ef við tökum dæmi um fjöldkyldu, sem keypti íbúð fyrir árið 2003 þá stendur hún í þeim sporum að síðan skrifað var undir lánin hefur húsnæðisverð hækkað meira en vísitala neysluverðs til verðtryggingar. Einnig hefur launavísitala hækkað meira en vísitala neysluverðs til verðtryggingar síðan þá. Því velti ég því fyrir mér hvaða möguleika þessi fjölskylda hefur á því að fá dæmda lækkun á láni sínu út á forsendubrest? Hvað hefur brostið miðað við það, sem fyrirséð var þegar lánið var tekið, hjá þessari fjölskyldu?
Eru það ekki bara þeir, sem keyptu sínar íbúðir á "íbúðaverðbóluárunum" fyrir hrunið og hugsanlega þeir, sem tóku myntkörfulán, sem hafa möguleika á að fá skuldir sínar lækkaðar með dómi út á forsendubrest?
Sigurður M Grétarsson, 14.4.2009 kl. 14:23
Jú, hugsanlega Sigurður - en ég er reyndar að hugsa um "blandaða" leið dóms og laga og þá ekki endilega flatt um tiltekið hlutfall eins og þú nefnir. Ég geri ráð fyrir að kynna þá leið formlega innan tíðar. Svo eru Hagsmunasamtök heimilanna með opinn fund um málið annað kvöld.
Gísli Tryggvason, 15.4.2009 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.