En ekki hvað?

Vitaskuld dró úr heildarstyrkjum fyrirtækja til stjórnmálaflokka þegar lög um fjármál stjórnmálasamtaka o.fl. tóku gildi 1. janúar 2007; sá var tilgangurinn - eða öllu heldur leiðin að því markmiði að jafna stöðu neytenda og fyrirtækja með því að gera stjórnmálaflokka síður háða styrkjum frá fyrirtækjum. Það er ekki síst gert með því að setja 300 þús. kr. hámark á slíka styrki.

Í staðinn kemur meiri styrkur úr ríkissjóði enda er litið svo á að eðlileg starfsemi stjórnmálaflokka sé mikilvæg - ef ekki nauðsynleg - fyrir lýðræðið.

Að forsögunni vék ég á persónulegum grunni í síðustu færslu minni og hef oft fjallað um lögin - m.a. í fyrsta neytendapistli mínum:

 

"Fjármál stjórnmálaflokkanna og hagsmunir neytenda

Í fyrsta talhorninu veltir talsmaður neytenda því fyrir sér hvort hagur neytenda vænkist og möguleikar á sjálfstæðum, íslenskum réttarbótum aukist nú þegar lög um fjármál stjórnmálaflokka hafa öðlast gildi."


mbl.is Fengu meiri styrki árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband