Nýtt "landhelgisstríð" til að verjast sekum lánardrottnum!

Umrætt úrræði Íbúðarlánasjóðs er reyndar ekki greiðsluaðlögun sem Alþingi samþykkti í síðustu viku um einstaklingsbundna skuldaniðurfellingu; því kæmi ekki á óvart ef tölurnar yrðu í þúsundum. Vandinn er hins vegar meiri - og kallar á almennar lausnir eins og fram hefur komið.

 

Egill Helgason á hins vegar enn og aftur mikinn heiður skilinn fyrir að bjóða upp á vettvang með alþjóðlegu, sérfróðu efasemdarfólki um ríkjandi kerfi - og skora ég á alla að horfa á textuðu útgáfuna í kvöld. Einn besti frasinn sem ég hjó eftir hjá dr. Michael Hudson um sögulegar staðreyndir og afleiðingar hins lánadrifna efnahagskerfis var eitthvað á þessa leið:

 

Lántakendur eiga ekki að hafa samviskubit; það eru lánveitendur sem eru hinir seku!

 

Enn svakalegra var að hlusta á John Perkins - sem er að eigin sögn fyrrverandi efnahagsmorðingi; við að heyra hans sögu og kenningar datt mér helst í hug að - sé eitthvað til í þeim - þá sé líklega aftur komið að Íslandi að taka frumkvæði eins og Íslendingar gerðu margoft í landhelgisdeilunum á síðustu öld. Úr því að vörnin kom ekki fyrirfram ætti Ísland e.t.v. að lýsa yfir nýrri efnahagslögsögu til þess að verjast árásum stórvelda - bæði ríkja og ekki síður fyrirtækja - eins og þeir Perkins og Hudson hafa lýst svo vel - bæði í Silfri Egils og víðar.


mbl.is Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er enn í hálfgerðu losti eftir að hlusta á þessa menn. Það er vissulega ástæða til að kafa dýpra í það sem þeir höfðu fram að færa.

Ævar Rafn Kjartansson, 5.4.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú sem ert alltaf svo orðvar og gætinn í orðavali, ert bara farinn að taka til orða eins og "svakalegt" og fleira í þeim dúr. Nú er vandinn okkar kominn á alvarlegt stig og lausnirnar verða að vera eftir því. Ætla að horfa á þá kumpána með texta og sjá svo til hvernig mér líður á eftir. Takk fyrir færsluna

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.4.2009 kl. 15:26

3 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Ég hef sagt það nokkru sinnum að Icesave málið sé mesta sjálfstæðismál Íslands. Það snýst um að komandi kynslóðir íslendinga fái notið afraksturs auðlinda landsins, en ekki Bretar, Hollendingar og Þjóðverjar. Landhelgismálið snérist um það sama.

Bankar í einkaeigu urðu gjaldþrota, Íslensk þjóð á ekki að gjalda fyrir gallaða tilskipun í EES samningnum, þar er gert ráð fyrir að Tryggingarsjóður innistæðueigenda greiði töpuð innlán, en ekki ríkið. Íslenskir stjórnmálamenn eiga að nú að berjast fyrir framtíð komandi kynslóða sem aldrei fyrr.

Þó er að finna stjórnmálamenn í núverandi stjórn sem vikilega ætla að "semja" um lánið. Ef það verður gert, mun nafn þeirra vera skrifað ljótru letri í sögu Íslands.

Sigurbjörn Svavarsson, 5.4.2009 kl. 16:40

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Gísli ég bloggaði aðeins um málið í kvöld.

 http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/entry/846294/#comment2325709

Sigurður Þorsteinsson, 5.4.2009 kl. 20:52

5 Smámynd: Páll Jónsson

Farið nú fyrir alla muni varlega í að hlusta á John Perkins. Fyrir utan það að maðurinn telur sig færan um að umbreytast í kött þá eru mjög skiptar skoðanir um hversu mikið mark er á manninum takandi þegar kemur að efnahagsmálum.

Ég vil ekki gagnrýna bókina hans sérstaklega án þess að hafa lesið hana en það er svolítil "woo-woo" lykt af þessu öllu saman eins og James Randi segir.

Páll Jónsson, 8.4.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband