Stjórnlagaþing?

Sem aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík féllst ég á þátttöku í skemmtilegu fyrirlestramaraþoni í gær og fjallaði um það hugðarefni sem ég hef unnið að undanfarna fjóra mánuði: stjórnlagaþing. Hér má lesa glærur frá mínum 8 mínútna fyrirlestri þar sem ég leitaði svara við þeim spurningum hvað stjórnlagaþing væri og hvert væri hlutverk þess, hverjum og hvernig ætti að skipa stjórnlagaþing, hvar og hvenær ætti að halda slíkt þing og - síðast en ekki síst - hvers vegna væri þörf á stjórnlagaþingi nú?


mbl.is Saga hrunsins á 8 mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Stjórnlagaþing er alger nauðsyn og mikilvægt að vandað verði vel til framkvæmdar þess. 

Hnaut um eitt í glærunum þínum - þú segir að stjórnlög "séu ofar öðrum lögum - sett af mönnum þó - með hliðsjón af "Guðs lögum".  Hver eru þessi "Guðs lög" og því er rétt að byggja okkar stjórnarskrá á þeim?  Viljum við "Canon lög" eða treysta fullan aðskilnað ríkis og kirkju í stjórnarskrá?

Róbert Björnsson, 23.3.2009 kl. 21:21

2 Smámynd: Valan

Skemmtilegar og hnitmiðaðar glærur - hefði gjarna viljað heyra fyrirlesturinn. Líka gaman að sjá þig "benchmarka" Lincoln á þennan máta, ég er einmitt ein af þeim sem held að það sér margt sem við getum nýtt okkur frá gullöld stjórnarskrár Bandaríkjanna við væntanlega stjórnarskrársmíð.

Annars vildi ég benda á að margir skilgreina "byltingu" einmitt sem breytingu á stjórnarskrá, a.m.k. að hluta til, enda er stjórnarskrárbreyting í rauninni eina raunhæfa leiðin til að umbylta stjórnmálum lands.

Valan, 23.3.2009 kl. 22:08

3 Smámynd: Gísli Tryggvason

Sæll Róbert; með "Guðs lögum" - innan gæsalappa hér eins og þar - átti ég ég ekki við kirkjulög, kanonískan rétt. Ummælin eru í framhaldi af upphafsábendingu um að stjórnlög séu æðri öðrum, svokölluðum almennum, lögum (frá Alþingi, rétt eins og lög þaðan eru æðri reglugerðum o.s.frv.) en þó sett af mönnum eins og almennu lögin og reglugerðir. Í stjórnlögum er hins vegar höfð hliðsjón af æðri lögum sem oftast er nefnt náttúrréttur og er oft talið óbreytanlegt og í seinni tíð gjarnan fest í alþjóðasáttmála - t.d. SÞ eða Mannréttindasáttmála Evrópu. Þessum æðri lögum verður ekki frekar en "Guðs lögum" breytt svo auðveldlega breytt af mönnum þó að ég aðhyllist reyndar svonefndan positivisma.

Takk Vala; ég er sammála þér um hina bandarísku fyrirmynd þó að mig skorti dýpri þekkingu á stjórnskipunarsögu Bandaríkjanna. Þá er ég sammála þér um að stjórnlagaþing er góð leið til að koma á löglegri byltingu, umbyltingu stjórnhátta, enda hef ég unnið að því að koma því á innan Framsóknarflokksins síðan í nóvember; mér sýnist margt stefna í að það takist þó að kálið sé ekki sopið þó í ausuna sé komið.

Gísli Tryggvason, 24.3.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband